Lebron segist vilja enda ferilinn hjá Lakers Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2021 11:30 LeBron stefnir á að vera í L.A. það sem eftir lifir ferilsins. Bauer-Griffin/FilmMagic Körfuknattleiksmaðurinn LeBron James sagði í viðtali fyrir skömmu að hann ætlaði sér að enda ferilinn hjá Los Angeles Lakers. Þó ekki fyrr en eftir fjögur til sjö ár en Lebron er 36 ára gamall í dag. LeBron James er einn besti körfuboltamaður samtímans. Hann hefur spilað í NBA-deildinni síðan 2003 og stefnir á að spila meira en tvo áratugi í deildinni. LeBron samdi við Lakers árið 2018 eftir að hafa spilað með Cleveland Cavaliers og Miami Heat. Hann hefur nú sagt að hann vilji enda ferilinn í Englaborginni en hann ætlar sér ekki að leggja skóna á hilluna fyrr en eftir fertugt. Now that @KingJames has played for the @Lakers, he says he never wants to play anywhere else ever again: https://t.co/I0vPqFFhuH pic.twitter.com/P2Ot91GOfg— Silver Screen and Roll (@LakersSBN) July 12, 2021 „Ég vona innilega að ég geti endað ferilinn með Lakers, sama hversu mörg ár ég á eftir – fjögur, fimm, sex eða sjö. Ég vona að ég geti haldið áfram að spila leikinn. Ég elska að vera í Los Angeles, fjölskyldan mín elskar að vera í Los Angeles.“ „Að vera hjá sögufrægu liði eins og Lakers er eitthvað annað, þetta er eins og ég í Space Jam. Ég bjóst ekki við að þetta væri möguleiki. Maður hugsar um Kareem Abdul-Jabbar, Magic Johnson, Wilt Chamberlain, Jerry West, Elgin Baylor, Kobe Bryant, Shaq og alla þessa leikmenn. Listinn er endalaus,“ sagði LeBron í viðtali nýverið. Hann var þar að ræða kvikmyndina Space Jam: A New Legacy, þar sem hann fer með aðalhlutverkið. #NewProfilePic pic.twitter.com/3Qceot7Jq8— LeBron James (@KingJames) July 12, 2021 Það var í raun löngu vitað að LeBron ætlaði sér alltaf að enda ferilinn hjá Lakers. Það var síðasta skrefið hans á annars frábærum ferli þar sem hann hefur nú þegar unnið fjóra meistaratitla og alls farið í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar tíu sinnum. Hann hefur gefið út að honum langi að spila þangað til Bronny, sonur hans, mæti í deildina en þeir feðgar eiga sér þann draum að spila saman. Þó LeBron sé orðinn 36 ára þá er hann enn í fullu fjöri og ef ekki hefði verið fyrir slæm meiðsli á þessu tímabili hefðu Lakers ef til vill farið lengra. Það verður að koma í ljós hversu lengi LeBron spilar en miðað við feril hans til þessa kæmi lítið á óvart ef hann myndi spila þangað til hann væri fertugur. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira
LeBron James er einn besti körfuboltamaður samtímans. Hann hefur spilað í NBA-deildinni síðan 2003 og stefnir á að spila meira en tvo áratugi í deildinni. LeBron samdi við Lakers árið 2018 eftir að hafa spilað með Cleveland Cavaliers og Miami Heat. Hann hefur nú sagt að hann vilji enda ferilinn í Englaborginni en hann ætlar sér ekki að leggja skóna á hilluna fyrr en eftir fertugt. Now that @KingJames has played for the @Lakers, he says he never wants to play anywhere else ever again: https://t.co/I0vPqFFhuH pic.twitter.com/P2Ot91GOfg— Silver Screen and Roll (@LakersSBN) July 12, 2021 „Ég vona innilega að ég geti endað ferilinn með Lakers, sama hversu mörg ár ég á eftir – fjögur, fimm, sex eða sjö. Ég vona að ég geti haldið áfram að spila leikinn. Ég elska að vera í Los Angeles, fjölskyldan mín elskar að vera í Los Angeles.“ „Að vera hjá sögufrægu liði eins og Lakers er eitthvað annað, þetta er eins og ég í Space Jam. Ég bjóst ekki við að þetta væri möguleiki. Maður hugsar um Kareem Abdul-Jabbar, Magic Johnson, Wilt Chamberlain, Jerry West, Elgin Baylor, Kobe Bryant, Shaq og alla þessa leikmenn. Listinn er endalaus,“ sagði LeBron í viðtali nýverið. Hann var þar að ræða kvikmyndina Space Jam: A New Legacy, þar sem hann fer með aðalhlutverkið. #NewProfilePic pic.twitter.com/3Qceot7Jq8— LeBron James (@KingJames) July 12, 2021 Það var í raun löngu vitað að LeBron ætlaði sér alltaf að enda ferilinn hjá Lakers. Það var síðasta skrefið hans á annars frábærum ferli þar sem hann hefur nú þegar unnið fjóra meistaratitla og alls farið í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar tíu sinnum. Hann hefur gefið út að honum langi að spila þangað til Bronny, sonur hans, mæti í deildina en þeir feðgar eiga sér þann draum að spila saman. Þó LeBron sé orðinn 36 ára þá er hann enn í fullu fjöri og ef ekki hefði verið fyrir slæm meiðsli á þessu tímabili hefðu Lakers ef til vill farið lengra. Það verður að koma í ljós hversu lengi LeBron spilar en miðað við feril hans til þessa kæmi lítið á óvart ef hann myndi spila þangað til hann væri fertugur. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira