Sjáðu mörkin úr enn einum heimasigri Leiknis og kærkomnum KR-sigri á Meistaravöllum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2021 09:27 Kjartan Henry Finnbogason og félagar í KR eru ekki búnir að segja sitt síðasta í toppbaráttunni. vísir/Hulda Margrét Leiknir vann fjórða heimasigur sinn á tímabilinu í gær á meðan KR vann langþráðan sigur á Meistaravöllum. Leiknismenn sigruðu Skagamenn, 2-0, í Breiðholtinu á meðan KR vann Keflavík, 1-0, vestur í bæ. Sævar Atli Magnússon kom Leikni yfir á 19. mínútu með sínu níunda marki í Pepsi Max-deildinni í sumar. Andres Escobar gulltryggði svo sigur Leiknis þegar hann skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu á 67. mínútu. Leiknir er í 6. sæti deildarinnar með fjórtán stig en Breiðhyltingar hafa náð í þrettán þeirra á heimavelli. ÍA er áfram á botninum með sex stig. Glæsimark Arnþórs Inga Kristinssonar skildi KR og Keflavík að í hinum leik gærdagsins. Markið kom strax á 7. mínútu en Arnþór skoraði það með skoti á lofti í slá og inn. KR-ingar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en tókst ekki að bæta við mörkum. Mikill kraftur var í Keflvíkingum í seinni hálfleik þótt KR-ingar hafi fengið betri færi. Það besta fékk Pálmi Rafn Pálmason á 71. mínútu en Sindri Kristinn Ólafsson varði vítaspyrnu hans. KR, sem hefur unnið tvo leiki í röð, er í 4. sæti deildarinnar með 21 stig en Keflavík í 7. sætinu með þrettán stig. Tveir leikir fara fram í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Klukkan 18:00 tekur Fylkir á móti KA og klukkan 19:15 er komið að leik HK og Víkings. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla KR Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49 Sterkir karakterar verða til í mótlæti ÍA tapaði 2-0 fyrir nýliðum Leiknis í kvöld. Leiknir voru heilt yfir betri aðilinn út á grasinu sem skilaði sér í tveimur mörkum og þremur stigum.Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var afar svekktur í leiks lok. 12. júlí 2021 21:38 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - ÍA 2-0| Fjórði heimasigur Leiknis Leiknir unnu sinn fjórða heimaleik í kvöld þegar þeir lögðu botnlið ÍA 2-0. 12. júlí 2021 21:59 Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Leiknismenn sigruðu Skagamenn, 2-0, í Breiðholtinu á meðan KR vann Keflavík, 1-0, vestur í bæ. Sævar Atli Magnússon kom Leikni yfir á 19. mínútu með sínu níunda marki í Pepsi Max-deildinni í sumar. Andres Escobar gulltryggði svo sigur Leiknis þegar hann skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu á 67. mínútu. Leiknir er í 6. sæti deildarinnar með fjórtán stig en Breiðhyltingar hafa náð í þrettán þeirra á heimavelli. ÍA er áfram á botninum með sex stig. Glæsimark Arnþórs Inga Kristinssonar skildi KR og Keflavík að í hinum leik gærdagsins. Markið kom strax á 7. mínútu en Arnþór skoraði það með skoti á lofti í slá og inn. KR-ingar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en tókst ekki að bæta við mörkum. Mikill kraftur var í Keflvíkingum í seinni hálfleik þótt KR-ingar hafi fengið betri færi. Það besta fékk Pálmi Rafn Pálmason á 71. mínútu en Sindri Kristinn Ólafsson varði vítaspyrnu hans. KR, sem hefur unnið tvo leiki í röð, er í 4. sæti deildarinnar með 21 stig en Keflavík í 7. sætinu með þrettán stig. Tveir leikir fara fram í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Klukkan 18:00 tekur Fylkir á móti KA og klukkan 19:15 er komið að leik HK og Víkings. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla KR Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49 Sterkir karakterar verða til í mótlæti ÍA tapaði 2-0 fyrir nýliðum Leiknis í kvöld. Leiknir voru heilt yfir betri aðilinn út á grasinu sem skilaði sér í tveimur mörkum og þremur stigum.Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var afar svekktur í leiks lok. 12. júlí 2021 21:38 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - ÍA 2-0| Fjórði heimasigur Leiknis Leiknir unnu sinn fjórða heimaleik í kvöld þegar þeir lögðu botnlið ÍA 2-0. 12. júlí 2021 21:59 Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49
Sterkir karakterar verða til í mótlæti ÍA tapaði 2-0 fyrir nýliðum Leiknis í kvöld. Leiknir voru heilt yfir betri aðilinn út á grasinu sem skilaði sér í tveimur mörkum og þremur stigum.Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var afar svekktur í leiks lok. 12. júlí 2021 21:38
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - ÍA 2-0| Fjórði heimasigur Leiknis Leiknir unnu sinn fjórða heimaleik í kvöld þegar þeir lögðu botnlið ÍA 2-0. 12. júlí 2021 21:59
Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12