„Þetta hefði getað farið mjög illa“ Snorri Másson skrifar 12. júlí 2021 17:37 Sundlaugin á Flúðum. Facebook Mikið lán var að vanur björgunarsveitarmaður var staddur í anddyri sundlaugarinnar á Flúðum síðdegis í gær, þegar piltur á grunnskólaaldri festist í kafi undir stiga sundlaugarinnar og missti að lokum meðvitund. Björgunarsveitarmaðurinn réðist strax í það ásamt starfsmönnum sundlaugarinnar og aðstandendum piltsins að losa hann undan stiganum og hóf í kjölfarið endurlífgun. Björgunarsveitarmaðurinn blés og starfsmaður laugarinnar hnoðaði og fljótlega náði barnið aftur meðvitund. Það dvaldi á sjúkrahúsi í nótt og líðan þess horfir til betri vegar. „Þetta hefði getað farið illa ef það hefðu ekki verið snör og rétt handtök þarna strax. Þá hefði þetta farið mjög illa,“ segir Pétur Guðmundsson, umsjónarmaður laugarinnar og forstöðumaður íþróttamannvirkja á Laugum. Festist í „búri“ Stiginn sem pilturinn festist undir er hefðbundinn ryðfrír sundlaugarstigi sem nær niður á botn laugarinnar. Að sögn Péturs hafði hliðum stigans verið lokað báðum megin í öryggisskyni svo að ekki væri hægt að synda undir hann og jafnvel flækja hár sitt í tröppunum. Vandinn var hins vegar í þessu tilviki að barnið komst undir neðstu tröppuna að framanverðu og þar með var stiginn orðinn að lokuðu búri að sögn Péturs. „Aðstandendur piltsins voru með honum ofan í og þegar þetta gerðist gátu þau ekkert gert. Annar starfsmaður laugarinnar brást hratt við og henti sér út í og fljótlega var þjálfaður björgunarsveitarmaður úr Biskupstungum, sem var bara í anddyrinu að hengja upp plaköt, kominn út í líka. Í sameiningu ná þeir honum upp en það var eiginlega mikið lán að björgunarsveitarmaðurinn skyldi vera þarna,“ segir Pétur. Starfsfólkið hefði þó vitaskuld gengið í verkið án björgunarsveitarmannsins en miklu hafi skipt að hafa hann á staðnum. Foreldrar piltsins voru að sögn Péturs eðlilega slegnir. Honum skilst að líðan hans horfi nú til betri vegar, en hann var fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi í gær. Sundlauginni var lokað um leið og atvikið átti sér stað og strax í morgun var stiginn fjarlægður úr lauginni til viðgerðar. Að sögn Péturs verður girt fyrir að annað eins endurtaki sig. Sundlaugar Björgunarsveitir Hrunamannahreppur Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Björgunarsveitarmaðurinn réðist strax í það ásamt starfsmönnum sundlaugarinnar og aðstandendum piltsins að losa hann undan stiganum og hóf í kjölfarið endurlífgun. Björgunarsveitarmaðurinn blés og starfsmaður laugarinnar hnoðaði og fljótlega náði barnið aftur meðvitund. Það dvaldi á sjúkrahúsi í nótt og líðan þess horfir til betri vegar. „Þetta hefði getað farið illa ef það hefðu ekki verið snör og rétt handtök þarna strax. Þá hefði þetta farið mjög illa,“ segir Pétur Guðmundsson, umsjónarmaður laugarinnar og forstöðumaður íþróttamannvirkja á Laugum. Festist í „búri“ Stiginn sem pilturinn festist undir er hefðbundinn ryðfrír sundlaugarstigi sem nær niður á botn laugarinnar. Að sögn Péturs hafði hliðum stigans verið lokað báðum megin í öryggisskyni svo að ekki væri hægt að synda undir hann og jafnvel flækja hár sitt í tröppunum. Vandinn var hins vegar í þessu tilviki að barnið komst undir neðstu tröppuna að framanverðu og þar með var stiginn orðinn að lokuðu búri að sögn Péturs. „Aðstandendur piltsins voru með honum ofan í og þegar þetta gerðist gátu þau ekkert gert. Annar starfsmaður laugarinnar brást hratt við og henti sér út í og fljótlega var þjálfaður björgunarsveitarmaður úr Biskupstungum, sem var bara í anddyrinu að hengja upp plaköt, kominn út í líka. Í sameiningu ná þeir honum upp en það var eiginlega mikið lán að björgunarsveitarmaðurinn skyldi vera þarna,“ segir Pétur. Starfsfólkið hefði þó vitaskuld gengið í verkið án björgunarsveitarmannsins en miklu hafi skipt að hafa hann á staðnum. Foreldrar piltsins voru að sögn Péturs eðlilega slegnir. Honum skilst að líðan hans horfi nú til betri vegar, en hann var fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi í gær. Sundlauginni var lokað um leið og atvikið átti sér stað og strax í morgun var stiginn fjarlægður úr lauginni til viðgerðar. Að sögn Péturs verður girt fyrir að annað eins endurtaki sig.
Sundlaugar Björgunarsveitir Hrunamannahreppur Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira