„Þetta hefði getað farið mjög illa“ Snorri Másson skrifar 12. júlí 2021 17:37 Sundlaugin á Flúðum. Facebook Mikið lán var að vanur björgunarsveitarmaður var staddur í anddyri sundlaugarinnar á Flúðum síðdegis í gær, þegar piltur á grunnskólaaldri festist í kafi undir stiga sundlaugarinnar og missti að lokum meðvitund. Björgunarsveitarmaðurinn réðist strax í það ásamt starfsmönnum sundlaugarinnar og aðstandendum piltsins að losa hann undan stiganum og hóf í kjölfarið endurlífgun. Björgunarsveitarmaðurinn blés og starfsmaður laugarinnar hnoðaði og fljótlega náði barnið aftur meðvitund. Það dvaldi á sjúkrahúsi í nótt og líðan þess horfir til betri vegar. „Þetta hefði getað farið illa ef það hefðu ekki verið snör og rétt handtök þarna strax. Þá hefði þetta farið mjög illa,“ segir Pétur Guðmundsson, umsjónarmaður laugarinnar og forstöðumaður íþróttamannvirkja á Laugum. Festist í „búri“ Stiginn sem pilturinn festist undir er hefðbundinn ryðfrír sundlaugarstigi sem nær niður á botn laugarinnar. Að sögn Péturs hafði hliðum stigans verið lokað báðum megin í öryggisskyni svo að ekki væri hægt að synda undir hann og jafnvel flækja hár sitt í tröppunum. Vandinn var hins vegar í þessu tilviki að barnið komst undir neðstu tröppuna að framanverðu og þar með var stiginn orðinn að lokuðu búri að sögn Péturs. „Aðstandendur piltsins voru með honum ofan í og þegar þetta gerðist gátu þau ekkert gert. Annar starfsmaður laugarinnar brást hratt við og henti sér út í og fljótlega var þjálfaður björgunarsveitarmaður úr Biskupstungum, sem var bara í anddyrinu að hengja upp plaköt, kominn út í líka. Í sameiningu ná þeir honum upp en það var eiginlega mikið lán að björgunarsveitarmaðurinn skyldi vera þarna,“ segir Pétur. Starfsfólkið hefði þó vitaskuld gengið í verkið án björgunarsveitarmannsins en miklu hafi skipt að hafa hann á staðnum. Foreldrar piltsins voru að sögn Péturs eðlilega slegnir. Honum skilst að líðan hans horfi nú til betri vegar, en hann var fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi í gær. Sundlauginni var lokað um leið og atvikið átti sér stað og strax í morgun var stiginn fjarlægður úr lauginni til viðgerðar. Að sögn Péturs verður girt fyrir að annað eins endurtaki sig. Sundlaugar Björgunarsveitir Hrunamannahreppur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Björgunarsveitarmaðurinn réðist strax í það ásamt starfsmönnum sundlaugarinnar og aðstandendum piltsins að losa hann undan stiganum og hóf í kjölfarið endurlífgun. Björgunarsveitarmaðurinn blés og starfsmaður laugarinnar hnoðaði og fljótlega náði barnið aftur meðvitund. Það dvaldi á sjúkrahúsi í nótt og líðan þess horfir til betri vegar. „Þetta hefði getað farið illa ef það hefðu ekki verið snör og rétt handtök þarna strax. Þá hefði þetta farið mjög illa,“ segir Pétur Guðmundsson, umsjónarmaður laugarinnar og forstöðumaður íþróttamannvirkja á Laugum. Festist í „búri“ Stiginn sem pilturinn festist undir er hefðbundinn ryðfrír sundlaugarstigi sem nær niður á botn laugarinnar. Að sögn Péturs hafði hliðum stigans verið lokað báðum megin í öryggisskyni svo að ekki væri hægt að synda undir hann og jafnvel flækja hár sitt í tröppunum. Vandinn var hins vegar í þessu tilviki að barnið komst undir neðstu tröppuna að framanverðu og þar með var stiginn orðinn að lokuðu búri að sögn Péturs. „Aðstandendur piltsins voru með honum ofan í og þegar þetta gerðist gátu þau ekkert gert. Annar starfsmaður laugarinnar brást hratt við og henti sér út í og fljótlega var þjálfaður björgunarsveitarmaður úr Biskupstungum, sem var bara í anddyrinu að hengja upp plaköt, kominn út í líka. Í sameiningu ná þeir honum upp en það var eiginlega mikið lán að björgunarsveitarmaðurinn skyldi vera þarna,“ segir Pétur. Starfsfólkið hefði þó vitaskuld gengið í verkið án björgunarsveitarmannsins en miklu hafi skipt að hafa hann á staðnum. Foreldrar piltsins voru að sögn Péturs eðlilega slegnir. Honum skilst að líðan hans horfi nú til betri vegar, en hann var fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi í gær. Sundlauginni var lokað um leið og atvikið átti sér stað og strax í morgun var stiginn fjarlægður úr lauginni til viðgerðar. Að sögn Péturs verður girt fyrir að annað eins endurtaki sig.
Sundlaugar Björgunarsveitir Hrunamannahreppur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira