Lögreglan mátti ekki vísa georgískum tannlækni úr landi Árni Sæberg skrifar 12. júlí 2021 18:14 Lögreglan á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Kærunefnd útlendingamála hefur fellt ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að vísa georgískum ferðamanni úr landi úr gildi. Tannlæknirinn georgíski kom hingað til lands þann 1. júní 2021 frá Gdansk í Póllandi en hann hefur gilt dvalarleyfi þar í landi til 2024. Við komu hans til landsins tilkynnti landamæravörður lögreglu að komufarþegi frá Georgíu væri óbólusettur og skoðuðu lögreglumenn málið nánar. Við skoðun á ferðagögnum tannlæknisins kom í ljós að hann væri með vegabréf frá Georgíu og skírteini til staðfestingar á því að hann hefði dvalarleyfi í Póllandi. Aðspurður sagðist maðurinn vera óbólusettur, ekki hafa fengið Covid-19 sjúkdóminn en framvísað gildu neikvæðu PCR-prófi. Uppgefnar ástæður tannlæknisins um komu til landsins voru metnar af lögreglu þannig að þær væru ekki gildar ástæður fyrir inngöngu í landið. Lögreglan vísaði til bráðabirgðarákvæðis í reglugerð um för yfir landamæri þess efnis að útlendingar sem koma frá löndum utan EES eða EFTA þurfi að sýna fram á „brýnar erindagjörðir“ til að fá inngöngu í landið. Fór heim á eigin kostnað Tannlæknirinn samþykkti að kaupa sér sjálfur farmiða til baka og fór með flugi til Varsjár, skömmu eftir miðnætti þann 2. júní 2021. Hann kærði ákvörðun lögreglu til kærunefndar útlendingamála þann 2. júní 2021 en meðfylgjandi kæru voru athugasemdir mannsins ásamt fylgigögnum. Í greinargerð vísar tannlæknirinn til þess að hann sé georgískur ríkisborgari með dvalarleyfi í Póllandi. Honum hafi verið vísað frá Íslandi hinn 1. júní 2021 og hann hafi ekki fengið lögmætar skýringar á ákvörðuninni. Hann hafi fylgt leiðbeiningum um fyrirhugaða landgöngu á Íslandi, meðal annars um forskráningu og neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi. Þá hafi hann jafnframt verið tilbúinn að fara í sóttkví í fimm daga. Vísar maðurinn til þess að tilgangur dvalar hafi verið að heimsækja vini og ferðast um landið auk þess sem hann sé menntaður tannlæknir og hafi ætlað sér að skoða atvinnumöguleika hérlendis. Eigi hann rétt á því að fá skýringar á hinni kærðu ákvörðun en tilkominn kostnaður vegna hennar hafi allur lent á honum. Augljóst frá upphafi að ekki mætti vísa manninum úr landi Í niðurstöðum kærunefndar útlendingamála segir að tannlæknirinn hafi uppfyllt allar reglur um komu til landsins samkvæmt lögum um útlendinga. Þá hafi hann einnig fylgt öllum Covid-19 tengdum reglum. Enn fremur segir nefndin að bráðabirgðaákvæði í reglugerð um för yfir landamæri geti ekki átt við um manninn þar sem georgískir ríkisborgarar þurfa ekki að framvísa vegabréfsáritun við komu til Ísland. Auk þess er maðurinn EES-borgari þar sem Pólland er meðlimur í Evrópusambandinu en hann hefur dvalarleyfi í Póllandi. Með vísan til alls ofangreinds felldi kærunefnd útlendingamála ákvörðun lögreglustjórans á Suðurlandi úr gildi. Nefndin ávítir lögregluna einnig og bendir á að upplýsingar sem benda til að ekki hafi verið leyfilegt að vísa manninum úr landi hafi legið fyrir allt frá upphafi. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Sjá meira
Tannlæknirinn georgíski kom hingað til lands þann 1. júní 2021 frá Gdansk í Póllandi en hann hefur gilt dvalarleyfi þar í landi til 2024. Við komu hans til landsins tilkynnti landamæravörður lögreglu að komufarþegi frá Georgíu væri óbólusettur og skoðuðu lögreglumenn málið nánar. Við skoðun á ferðagögnum tannlæknisins kom í ljós að hann væri með vegabréf frá Georgíu og skírteini til staðfestingar á því að hann hefði dvalarleyfi í Póllandi. Aðspurður sagðist maðurinn vera óbólusettur, ekki hafa fengið Covid-19 sjúkdóminn en framvísað gildu neikvæðu PCR-prófi. Uppgefnar ástæður tannlæknisins um komu til landsins voru metnar af lögreglu þannig að þær væru ekki gildar ástæður fyrir inngöngu í landið. Lögreglan vísaði til bráðabirgðarákvæðis í reglugerð um för yfir landamæri þess efnis að útlendingar sem koma frá löndum utan EES eða EFTA þurfi að sýna fram á „brýnar erindagjörðir“ til að fá inngöngu í landið. Fór heim á eigin kostnað Tannlæknirinn samþykkti að kaupa sér sjálfur farmiða til baka og fór með flugi til Varsjár, skömmu eftir miðnætti þann 2. júní 2021. Hann kærði ákvörðun lögreglu til kærunefndar útlendingamála þann 2. júní 2021 en meðfylgjandi kæru voru athugasemdir mannsins ásamt fylgigögnum. Í greinargerð vísar tannlæknirinn til þess að hann sé georgískur ríkisborgari með dvalarleyfi í Póllandi. Honum hafi verið vísað frá Íslandi hinn 1. júní 2021 og hann hafi ekki fengið lögmætar skýringar á ákvörðuninni. Hann hafi fylgt leiðbeiningum um fyrirhugaða landgöngu á Íslandi, meðal annars um forskráningu og neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi. Þá hafi hann jafnframt verið tilbúinn að fara í sóttkví í fimm daga. Vísar maðurinn til þess að tilgangur dvalar hafi verið að heimsækja vini og ferðast um landið auk þess sem hann sé menntaður tannlæknir og hafi ætlað sér að skoða atvinnumöguleika hérlendis. Eigi hann rétt á því að fá skýringar á hinni kærðu ákvörðun en tilkominn kostnaður vegna hennar hafi allur lent á honum. Augljóst frá upphafi að ekki mætti vísa manninum úr landi Í niðurstöðum kærunefndar útlendingamála segir að tannlæknirinn hafi uppfyllt allar reglur um komu til landsins samkvæmt lögum um útlendinga. Þá hafi hann einnig fylgt öllum Covid-19 tengdum reglum. Enn fremur segir nefndin að bráðabirgðaákvæði í reglugerð um för yfir landamæri geti ekki átt við um manninn þar sem georgískir ríkisborgarar þurfa ekki að framvísa vegabréfsáritun við komu til Ísland. Auk þess er maðurinn EES-borgari þar sem Pólland er meðlimur í Evrópusambandinu en hann hefur dvalarleyfi í Póllandi. Með vísan til alls ofangreinds felldi kærunefnd útlendingamála ákvörðun lögreglustjórans á Suðurlandi úr gildi. Nefndin ávítir lögregluna einnig og bendir á að upplýsingar sem benda til að ekki hafi verið leyfilegt að vísa manninum úr landi hafi legið fyrir allt frá upphafi.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Sjá meira