Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Andri Gíslason skrifar 12. júlí 2021 21:12 Elmar í endurkomunni. vísir/hulda margrét KR unnu góðan 1-0 sigur á Keflavík fyrr í kvöld er liðin mættust á Meistaravöllum í 12.umferð Pepsi Max deild karla. KR-ingar byrjuðu leikinn betur og voru töluvert hættulegri fyrstu mínútur leiksins. Á 3.mínútu fengu Keflvíkingar þó hættulegt færi sem endaði með skalla frá Joey Gibbs en beint á Beiti í marki KR. Á 7.mínútu fengu KR-ingar hornspyrnu sem Kennie Chopart tók. Fyrirgjöfin var fín en Sindri Kristinn náði að slá boltann út úr teignum. Það dugði skammt því við D-bogann stóð Arnþór Ingi Kristinsson sem tók boltann í fyrsta á lofti með vinstri fæti og hamraði honum í slánna og inn. Algjörlega óverjandi fyrir Sindra í marki Keflvíkinga. Eftir markið héldu KR-ingar áfram að sækja og voru þeir nokkrum sinnum nálægt því að bæta við öðru marki en Sindri Kristinn náði að koma í veg fyrir það. Í lok fyrri hálfleiks fékk Óskar Örn tvö tækifæri til að koma KR-ingum í 2-0 en Sindri varði frá honum í bæði skiptin og staðan 1-0 þegar Einar Ingi dómari leiksins flautaði til hálfleiks. Síðari hálfleikur byrjaði af miklum krafti og skiptust liðin á að sækja. Það var allt annað að sjá lið Keflavíkur í síðari hálfleik og var Marley Blair sprækasti leikmaður gestaliðsins. Þegar síðari hálfleikur var um 70 mínútna gamall braut fyrrum leikmaður KR, Ástbjörn Þórðarson á Kennie Chopart inni í vítateig og réttilega dæmt víti. Á punktinn steig Pálmi Rafn Pálmason en Sindri Kristinn í marki Keflavíkur valdi rétt horn og varði vel. Á 83.mínútu átti Kristinn Jónsson sem var stórkostlegur í vinstri bakverði KR í kvöld frábæra fyrirgjöf fyrir markið þar sem Atli Sigurjónsson skallaði framhjá úr sannkölluðu dauðafæri. Engin fleiri mörk voru skoruð og niðurstaðan 1-0 í skemmtilegum leik. Af hverju vann KR? KR-ingar sýndu góða frammistöðu í kvöld, þá sérstaklega í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk en færanýting heimamanna var ekki upp á marga fiska. Hverjir stóðu upp úr? Bakverðir KR-inga voru virkilega sprækir í dag, Kennie Chopart og Kristinn Jónsson voru með áætlunarferðir upp vængina en vörðust einnig vel. Í Keflavíkurliðinu var það Sindri Kristinn Ólafsson sem átti virkilega góðan leik og Marley Blair sýndi flotta takta áður en hann var tekinn útaf. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að nýta færin sín. Fleira var það ekki. Hvað gerist næst? Bæði þessi lið eiga hörkuleiki framundan. Næstkomandi sunnudag fá KR-ingar Breiðablik í heimsókn. Daginn eftir fá Keflvíkinga. Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson var ánægður með sigurinn á Keflavík fyrr í kvöld. „Ég er sáttur með sigurinn og spilamennskuna á köflum. Við hefðum getað gert mun betur oft á tíðum, þá í færanýtingu og halda boltanum betur.“ KR-ingar byrjuðu leikinn af krafti og fengu fullt af færum til að klára leikinn en 1-0 enduðu leikar. „Við byrjum mjög vel og fengum mörg tækifæri til að klára þennan leik. Við hefðum getað sett 2-3 mörk í viðbót í fyrri hálfleik og ef það hefði heppnast þá hefði leikurinn spilast allt öðruvísi en af því við náðum því ekki þá föllum við svolítið til baka og missum taktinn. Við héldum áfram að fá færi í seinni þrátt fyrir að halda boltanum illa og við þurfum bara aðeins að bæta við til að nýta það en annars margt jákvætt í þessu.“ Keflvíkingar voru örlítið meira með boltann síðustu mínúturnar og segir Arnþór að það hafi verið smá stress í liðinu. „Það er alltaf smá stressandi að vera 1-0 yfir og lítið eftir en mér leið leið svo sem ágætlega. Það reyndi á menn bæði í markinu og vörninni en maður hefur verið í þessari stöðu áður og þetta er alltaf stress en sætt að vinna leikinn svona.“ Arnþór skoraði stórglæsilegt mark og var nokkuð viss um að boltinn færi inn þegar hann lét vaða á markið. „Já eiginlega, ég fékk smá efasemdir þegar hann var á leiðinni og stefndi í slánna en það var svakalega sætt að sjá hann inni því þetta kom beint af æfingasvæðinu. Ég og Venni (Sigurvin Ólafsson) erum búnir að æfa þetta svakalega mikið. Hann hefur verið að henda boltanum og ég tek hann á lofti þannig það var gaman að sjá þetta heppnast í leik.“ „Með þeim flottari. Þau eru ekki mörg en yfirleitt eru þau þokkalega flott og þetta er mjög ofarlega.“ sagði Arnþór er hann var spurður hvort þetta væri hans flottasta mark á ferlinum. Rúnar: Við skriðum yfir endalínuna Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var sáttur með stigin þrjú sem lið hans fékk gegn Keflavík fyrr í kvöld. „Ég er sáttur með framlag leikmanna, hlaupin og baráttuna en ég er ósáttur með spilamennskuna, færanýtinguna og margar ákvarðanatökur í okkar leik sem hefðu getað verið miklu betri. Í staðinn bjóðum við Keflvíkingum inn í leikinn sem hefðu hæglega getað jafnað sem hefði kannski ekki verið sanngjarnt en við áttum að vinna þennan leik stærra." KR-ingar fengu ótal mörg færi til að klára leikinn en inn vildi boltinn ekki og var Sindri Kristinn Ólafsson virkilega sprækur í marki Keflvíkinga. „Sindri varði ágætlega í fyrri hálfleik og svo brennum við víti í þeim síðari. Atli skallar framhjá inni í markinu og við erum í skyndisókn 3 á 2 trekk í trekk og við tökum rangar ákvarðanir. Við gerum okkur lífið leitt og erfitt að klára þennan leik, ég er rosalega sáttur með þrjú stig en ekki sáttur með rosalega margt í okkar leik sem við þurfum að bæta ef við ætlum að taka þátt í þessu.“ KR-ingar sýndu virkilega góða frammistöðu í fyrri hálfleik og hefðu þeir auðveldlega getað skorað fleiri mörk. „Það er alltaf planið að byrja af krafti á heimavelli eða sama hvar við spilum. Við spilum frábæran fótbolta þegar við viljum og þegar við erum í lagi. Svo koma ein og ein mistök og slæm sending og þá er eins og menn fara inn í skel og þora ekki að gera þessa einföldu fínu hluti sem við vorum að gera í byrjun. Við höfum lent í þessu full oft í sumar. Við getum þetta og við vitum það en þetta er búið að vera erfitt hjá okkur hér á heimavelli og við höfum ekki náð að koma inn öðru markinu og eins og í dag, þriðja, jafnvel fjórða á Keflavík. Við hefðum leikandi getað farið inn í hálfleik með 2-3 marka forystu en þeir hefðu líka getað jafnað. Þeir áttu sín upphlaup og í síðari hálfleik fá þeir fín færi til að jafna og við þurfum virkilega á Beiti að halda til að halda okkur inn í þessu. Aron Bjarki og Arnór Sveinn voru frábærir í dag og í rauninni skriðum við yfir endalínuna.“ Nú er leikmannamarkaðurinn opinn og telur Rúnar að KR-ingar þurfi ekki að styrkja hópinn eitthvað frekar. „Við erum ekki á þeim buxunum að finna nýja leikmenn. Við erum með fínan hóp og ég er að fá tvo menn til baka úr leikbanni. Svo vonandi er ég að fá tvo menn úr meiðslum fljótlega. Finnur Tómas, Guðjón Baldvinsson og Emil Ásmundsson eru allir meiddir en þetta er allt á réttri leið hjá þeim og verða vonandi klárir eftir verslunarmannahelgina.“ Eysteinn: Vantaði þennan fræga herslumun Eysteinn Húni Hauksson var stoltur af frammistöðu Keflvíkinga í kvöld en hefði að sjálfsögðu viljað fá allaveganna stig úr leiknum. „Við vorum ekki alveg sáttir með fyrri hálfleikinn og okkur fannst við eiga inni og ekki vera við sjálfir og það var eitthvað hik á okkur. Við gerðum þetta full auðvelt fyrir KR að halda boltanum og annað slíkt. Við komum svo grimmari út í seinni hálfleikinn og sýnum að við getum staðið jafnfætis þeim. Svo bara vantaði þennan fræga herslumun, gæði í síðustu sendingu og þess háttar.Ég er að mörgu leyti stoltur af frammistöðunni og þetta er skot af löngu færi í slánna og inn þetta skiptið. Hrós á frábært mark og allt það en þetta er oft þessi litli munur, sláin út eða sláin inn. Þetta væri allt önnur sviðsmynd hefði þetta farið í slánna og út. Þetta er eins og það er, ég tel að það hefði ekki verið ósanngjarnt hefðum við sett mark á þá. Það vantaði bara þessa extra áræðni og gæði í síðustu sendingu sem við þurfum að gera betur. Það er oft hugarfarslegt því við höfum getuna í það og það vantaði bara örlítið upp á trúnna í dag.“ Keflvíkingar sýndu ekki mikið í fyrri hálfleik en það var allt annað sjá liðið í þeim síðari. „Í rauninni fórum við bara að vera óhræddir við að gera þá hluti sem við viljum gera. Það var svolítið sem menn svöruðu með, við héldum boltanum vel og náðum að sækja helling á þá. Við fengum nokkra sénsa í lokin og það var svekkjandi að ná ekki stigi úr þessu.“ Eysteinn Húni var spurður hvort Keflvíkingar ætli að styrkja liðið núna á meðan leikmannamarkaðurinn er opinn. Pepsi Max-deild karla KR Keflavík ÍF
KR unnu góðan 1-0 sigur á Keflavík fyrr í kvöld er liðin mættust á Meistaravöllum í 12.umferð Pepsi Max deild karla. KR-ingar byrjuðu leikinn betur og voru töluvert hættulegri fyrstu mínútur leiksins. Á 3.mínútu fengu Keflvíkingar þó hættulegt færi sem endaði með skalla frá Joey Gibbs en beint á Beiti í marki KR. Á 7.mínútu fengu KR-ingar hornspyrnu sem Kennie Chopart tók. Fyrirgjöfin var fín en Sindri Kristinn náði að slá boltann út úr teignum. Það dugði skammt því við D-bogann stóð Arnþór Ingi Kristinsson sem tók boltann í fyrsta á lofti með vinstri fæti og hamraði honum í slánna og inn. Algjörlega óverjandi fyrir Sindra í marki Keflvíkinga. Eftir markið héldu KR-ingar áfram að sækja og voru þeir nokkrum sinnum nálægt því að bæta við öðru marki en Sindri Kristinn náði að koma í veg fyrir það. Í lok fyrri hálfleiks fékk Óskar Örn tvö tækifæri til að koma KR-ingum í 2-0 en Sindri varði frá honum í bæði skiptin og staðan 1-0 þegar Einar Ingi dómari leiksins flautaði til hálfleiks. Síðari hálfleikur byrjaði af miklum krafti og skiptust liðin á að sækja. Það var allt annað að sjá lið Keflavíkur í síðari hálfleik og var Marley Blair sprækasti leikmaður gestaliðsins. Þegar síðari hálfleikur var um 70 mínútna gamall braut fyrrum leikmaður KR, Ástbjörn Þórðarson á Kennie Chopart inni í vítateig og réttilega dæmt víti. Á punktinn steig Pálmi Rafn Pálmason en Sindri Kristinn í marki Keflavíkur valdi rétt horn og varði vel. Á 83.mínútu átti Kristinn Jónsson sem var stórkostlegur í vinstri bakverði KR í kvöld frábæra fyrirgjöf fyrir markið þar sem Atli Sigurjónsson skallaði framhjá úr sannkölluðu dauðafæri. Engin fleiri mörk voru skoruð og niðurstaðan 1-0 í skemmtilegum leik. Af hverju vann KR? KR-ingar sýndu góða frammistöðu í kvöld, þá sérstaklega í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk en færanýting heimamanna var ekki upp á marga fiska. Hverjir stóðu upp úr? Bakverðir KR-inga voru virkilega sprækir í dag, Kennie Chopart og Kristinn Jónsson voru með áætlunarferðir upp vængina en vörðust einnig vel. Í Keflavíkurliðinu var það Sindri Kristinn Ólafsson sem átti virkilega góðan leik og Marley Blair sýndi flotta takta áður en hann var tekinn útaf. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að nýta færin sín. Fleira var það ekki. Hvað gerist næst? Bæði þessi lið eiga hörkuleiki framundan. Næstkomandi sunnudag fá KR-ingar Breiðablik í heimsókn. Daginn eftir fá Keflvíkinga. Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson var ánægður með sigurinn á Keflavík fyrr í kvöld. „Ég er sáttur með sigurinn og spilamennskuna á köflum. Við hefðum getað gert mun betur oft á tíðum, þá í færanýtingu og halda boltanum betur.“ KR-ingar byrjuðu leikinn af krafti og fengu fullt af færum til að klára leikinn en 1-0 enduðu leikar. „Við byrjum mjög vel og fengum mörg tækifæri til að klára þennan leik. Við hefðum getað sett 2-3 mörk í viðbót í fyrri hálfleik og ef það hefði heppnast þá hefði leikurinn spilast allt öðruvísi en af því við náðum því ekki þá föllum við svolítið til baka og missum taktinn. Við héldum áfram að fá færi í seinni þrátt fyrir að halda boltanum illa og við þurfum bara aðeins að bæta við til að nýta það en annars margt jákvætt í þessu.“ Keflvíkingar voru örlítið meira með boltann síðustu mínúturnar og segir Arnþór að það hafi verið smá stress í liðinu. „Það er alltaf smá stressandi að vera 1-0 yfir og lítið eftir en mér leið leið svo sem ágætlega. Það reyndi á menn bæði í markinu og vörninni en maður hefur verið í þessari stöðu áður og þetta er alltaf stress en sætt að vinna leikinn svona.“ Arnþór skoraði stórglæsilegt mark og var nokkuð viss um að boltinn færi inn þegar hann lét vaða á markið. „Já eiginlega, ég fékk smá efasemdir þegar hann var á leiðinni og stefndi í slánna en það var svakalega sætt að sjá hann inni því þetta kom beint af æfingasvæðinu. Ég og Venni (Sigurvin Ólafsson) erum búnir að æfa þetta svakalega mikið. Hann hefur verið að henda boltanum og ég tek hann á lofti þannig það var gaman að sjá þetta heppnast í leik.“ „Með þeim flottari. Þau eru ekki mörg en yfirleitt eru þau þokkalega flott og þetta er mjög ofarlega.“ sagði Arnþór er hann var spurður hvort þetta væri hans flottasta mark á ferlinum. Rúnar: Við skriðum yfir endalínuna Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var sáttur með stigin þrjú sem lið hans fékk gegn Keflavík fyrr í kvöld. „Ég er sáttur með framlag leikmanna, hlaupin og baráttuna en ég er ósáttur með spilamennskuna, færanýtinguna og margar ákvarðanatökur í okkar leik sem hefðu getað verið miklu betri. Í staðinn bjóðum við Keflvíkingum inn í leikinn sem hefðu hæglega getað jafnað sem hefði kannski ekki verið sanngjarnt en við áttum að vinna þennan leik stærra." KR-ingar fengu ótal mörg færi til að klára leikinn en inn vildi boltinn ekki og var Sindri Kristinn Ólafsson virkilega sprækur í marki Keflvíkinga. „Sindri varði ágætlega í fyrri hálfleik og svo brennum við víti í þeim síðari. Atli skallar framhjá inni í markinu og við erum í skyndisókn 3 á 2 trekk í trekk og við tökum rangar ákvarðanir. Við gerum okkur lífið leitt og erfitt að klára þennan leik, ég er rosalega sáttur með þrjú stig en ekki sáttur með rosalega margt í okkar leik sem við þurfum að bæta ef við ætlum að taka þátt í þessu.“ KR-ingar sýndu virkilega góða frammistöðu í fyrri hálfleik og hefðu þeir auðveldlega getað skorað fleiri mörk. „Það er alltaf planið að byrja af krafti á heimavelli eða sama hvar við spilum. Við spilum frábæran fótbolta þegar við viljum og þegar við erum í lagi. Svo koma ein og ein mistök og slæm sending og þá er eins og menn fara inn í skel og þora ekki að gera þessa einföldu fínu hluti sem við vorum að gera í byrjun. Við höfum lent í þessu full oft í sumar. Við getum þetta og við vitum það en þetta er búið að vera erfitt hjá okkur hér á heimavelli og við höfum ekki náð að koma inn öðru markinu og eins og í dag, þriðja, jafnvel fjórða á Keflavík. Við hefðum leikandi getað farið inn í hálfleik með 2-3 marka forystu en þeir hefðu líka getað jafnað. Þeir áttu sín upphlaup og í síðari hálfleik fá þeir fín færi til að jafna og við þurfum virkilega á Beiti að halda til að halda okkur inn í þessu. Aron Bjarki og Arnór Sveinn voru frábærir í dag og í rauninni skriðum við yfir endalínuna.“ Nú er leikmannamarkaðurinn opinn og telur Rúnar að KR-ingar þurfi ekki að styrkja hópinn eitthvað frekar. „Við erum ekki á þeim buxunum að finna nýja leikmenn. Við erum með fínan hóp og ég er að fá tvo menn til baka úr leikbanni. Svo vonandi er ég að fá tvo menn úr meiðslum fljótlega. Finnur Tómas, Guðjón Baldvinsson og Emil Ásmundsson eru allir meiddir en þetta er allt á réttri leið hjá þeim og verða vonandi klárir eftir verslunarmannahelgina.“ Eysteinn: Vantaði þennan fræga herslumun Eysteinn Húni Hauksson var stoltur af frammistöðu Keflvíkinga í kvöld en hefði að sjálfsögðu viljað fá allaveganna stig úr leiknum. „Við vorum ekki alveg sáttir með fyrri hálfleikinn og okkur fannst við eiga inni og ekki vera við sjálfir og það var eitthvað hik á okkur. Við gerðum þetta full auðvelt fyrir KR að halda boltanum og annað slíkt. Við komum svo grimmari út í seinni hálfleikinn og sýnum að við getum staðið jafnfætis þeim. Svo bara vantaði þennan fræga herslumun, gæði í síðustu sendingu og þess háttar.Ég er að mörgu leyti stoltur af frammistöðunni og þetta er skot af löngu færi í slánna og inn þetta skiptið. Hrós á frábært mark og allt það en þetta er oft þessi litli munur, sláin út eða sláin inn. Þetta væri allt önnur sviðsmynd hefði þetta farið í slánna og út. Þetta er eins og það er, ég tel að það hefði ekki verið ósanngjarnt hefðum við sett mark á þá. Það vantaði bara þessa extra áræðni og gæði í síðustu sendingu sem við þurfum að gera betur. Það er oft hugarfarslegt því við höfum getuna í það og það vantaði bara örlítið upp á trúnna í dag.“ Keflvíkingar sýndu ekki mikið í fyrri hálfleik en það var allt annað sjá liðið í þeim síðari. „Í rauninni fórum við bara að vera óhræddir við að gera þá hluti sem við viljum gera. Það var svolítið sem menn svöruðu með, við héldum boltanum vel og náðum að sækja helling á þá. Við fengum nokkra sénsa í lokin og það var svekkjandi að ná ekki stigi úr þessu.“ Eysteinn Húni var spurður hvort Keflvíkingar ætli að styrkja liðið núna á meðan leikmannamarkaðurinn er opinn.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti