Þungvopnuð á hóteli skömmu fyrir stjörnuleikinn Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2021 23:09 Starfsmaður Maven-hótelsins mun hafa séð byssurnar og tilkynnt þær til lögreglu. AP/Davud Zalubowski Lögregluþjónar í Denver í Bandaríkjunum handtóku á föstudaginn fjóra á hóteli í borginni og lögðu hald á fjölda skotvopna og hundruð byssukúlna. Stjörnuleikur hafnaboltadeildar Bandaríkjanna fer fram í Denver á þriðjudaginn og er talið mögulegt að fólkið hafi ætlað að fremja fjöldamorð. Engar vísbendingar um það hafa þó fundist enn sem komið er, samkvæmt yfirlýsingu frá Alríkislögreglu Bandaríkjanna sem send var út í dag. Starfsfólk Maven hótelsins, sem er stuttan spöl frá Coors leikvanginum þar sem stjörnuleikurinn fer fram, sendi lögreglu ábendingu á föstudaginn eftir að starfsmaður sá byssurnar. Leitað var í tveimur herbergjum og fundust fjölmörg skotvopn, þar á meðal rifflar, og mikið magn skotfæra. Þrír menn og ein kona voru handtekin en Denver Post segir mennina þrjá eiga langan sakaferil að baki. Þá á einn mannanna að hafa skrifað á Facebook að hann vildi enda líf sitt á stórfenglegan hátt. Fjölmiðlar vestanhafs höfðu eftir heimildarmönnum sínum í lögreglunni í Denver að þar á bæ hefðu menn áhyggjur af því að fólkið hafi ætlað að fremja fjöldamorð í líkingu við skotárásina í Las Vegas árið 2017 þar sem 58 létu lífið. Eins og áður segir hafa rannsakendur þó engar vísbendingar fundið um að fólkið hafi ætlað að fremja fjöldamorð. Heimildarmaður AP fréttaveitunnar ítrekaði þó að rannsóknin væri skammt á veg komin. Lögreglan hefur enn ekki veitt miklar upplýsingar um handtökurnar og fyrirspurnum AP hefur ekki verið svarað. Lögreglan í Denver gaf þó út tilkynningu þar sem starfsfólki hótelsins var hrósað. Um gott dæmi þess hve samfélagið sjálft væri mikilvægt í að tryggja öryggi. Þá voru gestir borgarinnar hvattir til að fylgjast með umhverfi sínu og tilkynna grunsamlega hegðun og ólöglegt athæfi til lögreglu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Sjá meira
Engar vísbendingar um það hafa þó fundist enn sem komið er, samkvæmt yfirlýsingu frá Alríkislögreglu Bandaríkjanna sem send var út í dag. Starfsfólk Maven hótelsins, sem er stuttan spöl frá Coors leikvanginum þar sem stjörnuleikurinn fer fram, sendi lögreglu ábendingu á föstudaginn eftir að starfsmaður sá byssurnar. Leitað var í tveimur herbergjum og fundust fjölmörg skotvopn, þar á meðal rifflar, og mikið magn skotfæra. Þrír menn og ein kona voru handtekin en Denver Post segir mennina þrjá eiga langan sakaferil að baki. Þá á einn mannanna að hafa skrifað á Facebook að hann vildi enda líf sitt á stórfenglegan hátt. Fjölmiðlar vestanhafs höfðu eftir heimildarmönnum sínum í lögreglunni í Denver að þar á bæ hefðu menn áhyggjur af því að fólkið hafi ætlað að fremja fjöldamorð í líkingu við skotárásina í Las Vegas árið 2017 þar sem 58 létu lífið. Eins og áður segir hafa rannsakendur þó engar vísbendingar fundið um að fólkið hafi ætlað að fremja fjöldamorð. Heimildarmaður AP fréttaveitunnar ítrekaði þó að rannsóknin væri skammt á veg komin. Lögreglan hefur enn ekki veitt miklar upplýsingar um handtökurnar og fyrirspurnum AP hefur ekki verið svarað. Lögreglan í Denver gaf þó út tilkynningu þar sem starfsfólki hótelsins var hrósað. Um gott dæmi þess hve samfélagið sjálft væri mikilvægt í að tryggja öryggi. Þá voru gestir borgarinnar hvattir til að fylgjast með umhverfi sínu og tilkynna grunsamlega hegðun og ólöglegt athæfi til lögreglu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Sjá meira