Nýr miðbær á Selfossi: Eldra fólk með tár á hvarmi Snorri Másson skrifar 10. júlí 2021 19:08 Umgangur var töluverður í nýja miðbænum á Selfossi í dag. Stöð 2 Nýr miðbær opnaði á Selfossi í dag með pompi og prakt. Svæðið er sagt vera lyftistöng fyrir atvinnulífið á staðnum og Selfoss breyttur bær. Opnun miðbæjarins, grillhátíð og hjólakeppni leiddu til þess að örtröð myndaðist í bænum í dag, þrátt fyrir tilraunir til þess að koma í veg fyrir það. Matarmenningarsetur með átta veitingastöðum í hinu endurgerða mjólkurbúi Flóamanna, skyrsýning í sama húsi, fimm verslanir, allt frá Eymundsson til listagallería, og torg í miðju svæðisins eru á meðal þess sem fjöldi fólks kom að skoða í nýja miðbænum á Selfossi í dag. Stjórnarformaður þróunarfélagsins sem reisti miðbærinn er himinlifandi. Um er að ræða mikla fjárfestingu en hann telur að hún muni borga sig. „Þetta er ofboðslega mikil lyftistöng fyrir svæðið og mun smita út frá sér út fyrir miðbæinn líka. Og Selfoss er breyttur bær á eftir,“ segir Leó Árnason, stjórnarformaður Sigtúns. Mjólkurbúið sem Leó er staddur inn í í viðtalinu er reist að fyrirmynd mjólkurbús sem var rifið árið 1956. Í nýju byggingunni er skyrmenningu Íslendinga gert hátt undir höfði. „Hér hefur mætt eldra fólk sem man eftir mjólkurbúinu sem var rifið 1956 og ég verð nú að viðurkenna að ég hef séð tár á hvarmi þeirra,“ segir Leó. Ráðherrar á grillinu Töluverður erill var á Selfossi í dag að sínu leyti einnig vegna Kótelettunnar, árlegrar grillhátíðar sem þar var haldin í 11. sinn. Þangað lögðu leið sína meistaragrillarar en einnig aðstoðargrillarar á borð við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar. Þá voru Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra einnig á grillinu. Flugbáturinn er til sýnis á Helluflugvelli í dag. Grumman Goose-sjóflugvélar mörkuðu spor í flugsögu Íslendinga á upphafsárum reglubundins innanlandsflugs.Matthías Sveinbjörnsson Markvissar aðgerðir skipuleggjenda Kótelettunnar til þess að afstýra umferðarteppu báru ekki tilætlaðan árangur og löng bílaröð gerði vegfarendum lífið leitt frameftir degi eins og fyrri ár. Á Hellu var flughátíðin Allt sem flýgur haldin hátíðleg og náði dagskráin þar hápunkti þegar karamellum var látið rigna úr flugvél, sem gestir kepptust við að tína upp jafnóðum. Þá var bandarískur Grumman Goose-stríðsáraflugbátur til sýnis, sem einnig lagði leið sína að gosstöðvunum í dag. Verkefnið á Selfossi hófst árið 2015, eins og sjá má í fréttinni hér að neðan: Árborg Kótelettan Tengdar fréttir Örtröð við Selfoss Umferð á veginum frá Hveragerði til Selfoss hefur þyngst mikið og er nú komin biðröð frá Selfossi að Ingólfshvoli. 10. júlí 2021 15:02 Samið um starfsemi í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi Samningur var í dag undirritaður um rekstur vinnustofu í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi, sem Sigtún Þróunarfélag keypti í vor. Bankinn Vinnustofa opnar í lok sumars. 1. júlí 2021 14:16 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Matarmenningarsetur með átta veitingastöðum í hinu endurgerða mjólkurbúi Flóamanna, skyrsýning í sama húsi, fimm verslanir, allt frá Eymundsson til listagallería, og torg í miðju svæðisins eru á meðal þess sem fjöldi fólks kom að skoða í nýja miðbænum á Selfossi í dag. Stjórnarformaður þróunarfélagsins sem reisti miðbærinn er himinlifandi. Um er að ræða mikla fjárfestingu en hann telur að hún muni borga sig. „Þetta er ofboðslega mikil lyftistöng fyrir svæðið og mun smita út frá sér út fyrir miðbæinn líka. Og Selfoss er breyttur bær á eftir,“ segir Leó Árnason, stjórnarformaður Sigtúns. Mjólkurbúið sem Leó er staddur inn í í viðtalinu er reist að fyrirmynd mjólkurbús sem var rifið árið 1956. Í nýju byggingunni er skyrmenningu Íslendinga gert hátt undir höfði. „Hér hefur mætt eldra fólk sem man eftir mjólkurbúinu sem var rifið 1956 og ég verð nú að viðurkenna að ég hef séð tár á hvarmi þeirra,“ segir Leó. Ráðherrar á grillinu Töluverður erill var á Selfossi í dag að sínu leyti einnig vegna Kótelettunnar, árlegrar grillhátíðar sem þar var haldin í 11. sinn. Þangað lögðu leið sína meistaragrillarar en einnig aðstoðargrillarar á borð við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar. Þá voru Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra einnig á grillinu. Flugbáturinn er til sýnis á Helluflugvelli í dag. Grumman Goose-sjóflugvélar mörkuðu spor í flugsögu Íslendinga á upphafsárum reglubundins innanlandsflugs.Matthías Sveinbjörnsson Markvissar aðgerðir skipuleggjenda Kótelettunnar til þess að afstýra umferðarteppu báru ekki tilætlaðan árangur og löng bílaröð gerði vegfarendum lífið leitt frameftir degi eins og fyrri ár. Á Hellu var flughátíðin Allt sem flýgur haldin hátíðleg og náði dagskráin þar hápunkti þegar karamellum var látið rigna úr flugvél, sem gestir kepptust við að tína upp jafnóðum. Þá var bandarískur Grumman Goose-stríðsáraflugbátur til sýnis, sem einnig lagði leið sína að gosstöðvunum í dag. Verkefnið á Selfossi hófst árið 2015, eins og sjá má í fréttinni hér að neðan:
Árborg Kótelettan Tengdar fréttir Örtröð við Selfoss Umferð á veginum frá Hveragerði til Selfoss hefur þyngst mikið og er nú komin biðröð frá Selfossi að Ingólfshvoli. 10. júlí 2021 15:02 Samið um starfsemi í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi Samningur var í dag undirritaður um rekstur vinnustofu í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi, sem Sigtún Þróunarfélag keypti í vor. Bankinn Vinnustofa opnar í lok sumars. 1. júlí 2021 14:16 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Örtröð við Selfoss Umferð á veginum frá Hveragerði til Selfoss hefur þyngst mikið og er nú komin biðröð frá Selfossi að Ingólfshvoli. 10. júlí 2021 15:02
Samið um starfsemi í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi Samningur var í dag undirritaður um rekstur vinnustofu í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi, sem Sigtún Þróunarfélag keypti í vor. Bankinn Vinnustofa opnar í lok sumars. 1. júlí 2021 14:16