Með gosið í gangi heima í stofu Snorri Másson skrifar 10. júlí 2021 20:01 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir engin merki um að eldgosinu sé að ljúka. Vísir/Vilhelm Hraunfoss hefur runnið með boðaföllum niður í Meradali í dag eftir að virkni í gígnum í Fagradalsfjalli breyttist skyndilega í nótt. Eldfjallafræðingur segir engin merki um að goslok séu í nánd. Eftir að hafa legið í láginni í um fjóra sólarhringa tók eldgosið sig upp að nýju í nótt. Snemma í morgun farið að gusast hressilega úr gígnum, í fyrsta skipti frá því á mánudaginn. Vísindamenn hafa verið við gosstöðvarnar í dag að kanna aðstæður. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sagði í viðtali við Bylgjuna í dag: „Það er mjög öflugur og tilkomumikill hraunfoss með boðaföllum sem hefur verið að fæða Meradalina. Allur vestari hluti Meradala, það er nýtt hraun sem þekur hann.“ Engar grundvallarbreytingar orðið á gosinu Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur áréttar að eldgosið hafi ekki á neinum tímapunkti stöðvast, heldur hafi eldvirknin á yfirborðinu aðeins breyst. „Þetta eru miklar breytingar, sem hafa orðið á virkninni í gígunum. Það er mjög athyglisvert, sérstaklega í ljósi þess að framleiðni, aðfærsla kviku að neðan og upp í gegnum gíginn, hún hefur lítið sem ekkert breyst. Samt erum við að sjá þessar miklu sveiflur í gígavirkninni. Það er fyrir mér mjög spennandi og athyglisvert og ég vil endilega skilja það betur,“ segir Þorvaldur. Á þessari stundu er hraunstreymið aðallega inn í Meradali en kvikan hefur þegar þakið töluvert svæði fjallsins. Eldgosið hefur nú staðið í tæpa fjóra mánuði og lætur engan bilbug á sér finna. "Ja, heldur þetta ekki bara áfram? Það er í sjálfu sér ekkert sem er að segja okkur það að endalok séu nærri eða neitt þess háttar. Það er greinilegt að það er enn aðstreymi af kviku upp í gegnum aðfærsluæðina og á meðan það er, þá heldur gosið áfram." Enn á kafi í gosinu Þótt almenningur kunni að leiða hugann sífellt minna að langvinnu gosinu, á það enn hug vísindamanna. „Við erum á kafi í þessu. Þetta eiginlega á hug manns og tíma líka. Þetta er náttúrulega alveg einstakt tækifæri til að gera ákveðnar mælingar og í raun og veru setja upp ákveðnar tilraunir ef það má orða það svoleiðis.“ Þar sem vísindamenn geta ekki verið við gosstöðvarnar öllum stundum koma beinar útsendingar helstu fjölmiðla að góðum notum. Þorvaldur er með beina útsendingu Vísis og Stöðvar 2 í gangi á flatskjánum heima í stofu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan“ Órói við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli tók að aukast verulega í nótt og varð meiri en hann hefur verið síðustu fjóra daga. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort virknin eigi eftir að halda sér eða detta niður eftir einhverja klukkutíma eins og gerðist um síðustu helgi. 10. júlí 2021 12:08 Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11 Búast ekki við sjáanlegum jarðeldi á næstunni Lengsta goshlé eldgossins við Fagradalsfjall, alls um þrjátíu og fjórar klukkustundir, stendur enn yfir og ekki er útlit fyrir að jarðeldur sjáist aftur í bráð, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. 7. júlí 2021 12:43 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Eftir að hafa legið í láginni í um fjóra sólarhringa tók eldgosið sig upp að nýju í nótt. Snemma í morgun farið að gusast hressilega úr gígnum, í fyrsta skipti frá því á mánudaginn. Vísindamenn hafa verið við gosstöðvarnar í dag að kanna aðstæður. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sagði í viðtali við Bylgjuna í dag: „Það er mjög öflugur og tilkomumikill hraunfoss með boðaföllum sem hefur verið að fæða Meradalina. Allur vestari hluti Meradala, það er nýtt hraun sem þekur hann.“ Engar grundvallarbreytingar orðið á gosinu Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur áréttar að eldgosið hafi ekki á neinum tímapunkti stöðvast, heldur hafi eldvirknin á yfirborðinu aðeins breyst. „Þetta eru miklar breytingar, sem hafa orðið á virkninni í gígunum. Það er mjög athyglisvert, sérstaklega í ljósi þess að framleiðni, aðfærsla kviku að neðan og upp í gegnum gíginn, hún hefur lítið sem ekkert breyst. Samt erum við að sjá þessar miklu sveiflur í gígavirkninni. Það er fyrir mér mjög spennandi og athyglisvert og ég vil endilega skilja það betur,“ segir Þorvaldur. Á þessari stundu er hraunstreymið aðallega inn í Meradali en kvikan hefur þegar þakið töluvert svæði fjallsins. Eldgosið hefur nú staðið í tæpa fjóra mánuði og lætur engan bilbug á sér finna. "Ja, heldur þetta ekki bara áfram? Það er í sjálfu sér ekkert sem er að segja okkur það að endalok séu nærri eða neitt þess háttar. Það er greinilegt að það er enn aðstreymi af kviku upp í gegnum aðfærsluæðina og á meðan það er, þá heldur gosið áfram." Enn á kafi í gosinu Þótt almenningur kunni að leiða hugann sífellt minna að langvinnu gosinu, á það enn hug vísindamanna. „Við erum á kafi í þessu. Þetta eiginlega á hug manns og tíma líka. Þetta er náttúrulega alveg einstakt tækifæri til að gera ákveðnar mælingar og í raun og veru setja upp ákveðnar tilraunir ef það má orða það svoleiðis.“ Þar sem vísindamenn geta ekki verið við gosstöðvarnar öllum stundum koma beinar útsendingar helstu fjölmiðla að góðum notum. Þorvaldur er með beina útsendingu Vísis og Stöðvar 2 í gangi á flatskjánum heima í stofu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan“ Órói við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli tók að aukast verulega í nótt og varð meiri en hann hefur verið síðustu fjóra daga. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort virknin eigi eftir að halda sér eða detta niður eftir einhverja klukkutíma eins og gerðist um síðustu helgi. 10. júlí 2021 12:08 Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11 Búast ekki við sjáanlegum jarðeldi á næstunni Lengsta goshlé eldgossins við Fagradalsfjall, alls um þrjátíu og fjórar klukkustundir, stendur enn yfir og ekki er útlit fyrir að jarðeldur sjáist aftur í bráð, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. 7. júlí 2021 12:43 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
„Maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan“ Órói við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli tók að aukast verulega í nótt og varð meiri en hann hefur verið síðustu fjóra daga. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort virknin eigi eftir að halda sér eða detta niður eftir einhverja klukkutíma eins og gerðist um síðustu helgi. 10. júlí 2021 12:08
Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11
Búast ekki við sjáanlegum jarðeldi á næstunni Lengsta goshlé eldgossins við Fagradalsfjall, alls um þrjátíu og fjórar klukkustundir, stendur enn yfir og ekki er útlit fyrir að jarðeldur sjáist aftur í bráð, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. 7. júlí 2021 12:43