Grumman flugbátur á leið á flughátíð á Hellu Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2021 16:27 Grumman-flugbáturinn í Narsarsuaq á Grænlandi í gær þar sem eldsneyti var tekið áður en haldið var til Íslands. Grumman N642 Bandarískur flugbátur frá árum síðari heimsstyrjaldarinnar af gerðinni Grumman Goose er væntanlegur á flughátíðina Allt sem flýgur, sem stendur yfir á Helluflugvelli. Þar verður flugbáturinn til sýnis á morgun, laugardag, en honum var flogið sérstaklega til Íslands frá Seattle til að taka þátt í hátíðinni. Flugbáturinn millilenti meðal annars í Goose Bay á Labrador og í Narsarsuaq á Grænlandi og kom svo til Keflavíkur í gær. Þar hafa flugmenn hans beðið færis í dag að skýjahæð hækki svo þeir geti flogið sjónflug til Hellu. Vonast þeir til að ná til Rangárvalla fyrir kvöldið en þar er aftur á móti sól og blíða, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélags Íslands. Flugbáturinn í Goose Bay í Kanada. Hann var upphaflega smíðaður árið 1945 fyrir bandaríska sjóherinn.Grumman N642 Flugbáturinn var upphaflega smíðaður árið 1945 fyrir bandaríska sjóherinn. Árið 1954 var hann færður í þjónustu innanríkisráðuneytisins og sinnti verkefnum í Alaska allt til ársins 1989 þegar hann var seldur einkaaðilum. Hann hafði áður fengið nýja túrbínuhreyfla árið 1968. Vorið 2010 hóf sérstakur félagsskapur um Grumman flugbátinn, Goose N642, að gera hann upp og var honum nánast umbreytt í nýja flugvél. Grumman Goose-sjóflugvélar mörkuðu spor í flugsögu Íslands á upphafsárum reglubundins innanlandsflugs. Bæði Loftleiðir og Flugfélag Íslands ráku slíkar vélar á árunum 1944 til 1956 enda hentuðu þær vel íslenskum aðstæðum fyrir tíma landflugvalla þar sem hægt var að lenda þeim bæði á sjó og landi. Fyrsta Gæsluflugvél Íslendinga var einnig Grumman Goose, vél sem Landhelgisgæslan leigði árið 1948. Grumman Goose-sjóflugvél á Akureyri í kringum 1950. Eftir lendingu á sjó var hægt að aka þeim upp á land.Wikiwand/Guðmar Gunnlaugsson Á flughátíðinni á Hellu er keppt í vélflugi, fisflugi, drónaflugi, svifflugi og listflugi. Hápunktur hátíðarinnar er listflugskeppnin á morgun, laugardag. Þá er von á kanadískri P-3 Orion kafbátaleitarflugvél í lágflugi yfir svæðið. Ennfremur mun kanadíski listflugmaðurinn Luke Penner, sem hefur unnið til fjölda verðlauna, sýna listir sínar. Að sögn Matthíasar gefst gestum hátíðarinnar kostur á að prófa flugvélar, svifflugur og keppnisdróna á vegum aðilarfélaga Flugmálafélagsins og eru allir velkomnir. Fréttir af flugi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Loftbelgur sveif yfir Suðurlandi, snerti næstum Rangá og flaug ofar skýjum Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. 7. júlí 2020 21:06 Glæsilegar flugvélar á Hellu á nokkurra daga flughátíð Flughátíðin „Allt sem flýgur“ stendur nú yfir á Hellu þar sem sjá má mikið af glæsilegum flugvélum af öllum stærðum og gerðum. 10. júlí 2019 19:45 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira
Flugbáturinn millilenti meðal annars í Goose Bay á Labrador og í Narsarsuaq á Grænlandi og kom svo til Keflavíkur í gær. Þar hafa flugmenn hans beðið færis í dag að skýjahæð hækki svo þeir geti flogið sjónflug til Hellu. Vonast þeir til að ná til Rangárvalla fyrir kvöldið en þar er aftur á móti sól og blíða, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélags Íslands. Flugbáturinn í Goose Bay í Kanada. Hann var upphaflega smíðaður árið 1945 fyrir bandaríska sjóherinn.Grumman N642 Flugbáturinn var upphaflega smíðaður árið 1945 fyrir bandaríska sjóherinn. Árið 1954 var hann færður í þjónustu innanríkisráðuneytisins og sinnti verkefnum í Alaska allt til ársins 1989 þegar hann var seldur einkaaðilum. Hann hafði áður fengið nýja túrbínuhreyfla árið 1968. Vorið 2010 hóf sérstakur félagsskapur um Grumman flugbátinn, Goose N642, að gera hann upp og var honum nánast umbreytt í nýja flugvél. Grumman Goose-sjóflugvélar mörkuðu spor í flugsögu Íslands á upphafsárum reglubundins innanlandsflugs. Bæði Loftleiðir og Flugfélag Íslands ráku slíkar vélar á árunum 1944 til 1956 enda hentuðu þær vel íslenskum aðstæðum fyrir tíma landflugvalla þar sem hægt var að lenda þeim bæði á sjó og landi. Fyrsta Gæsluflugvél Íslendinga var einnig Grumman Goose, vél sem Landhelgisgæslan leigði árið 1948. Grumman Goose-sjóflugvél á Akureyri í kringum 1950. Eftir lendingu á sjó var hægt að aka þeim upp á land.Wikiwand/Guðmar Gunnlaugsson Á flughátíðinni á Hellu er keppt í vélflugi, fisflugi, drónaflugi, svifflugi og listflugi. Hápunktur hátíðarinnar er listflugskeppnin á morgun, laugardag. Þá er von á kanadískri P-3 Orion kafbátaleitarflugvél í lágflugi yfir svæðið. Ennfremur mun kanadíski listflugmaðurinn Luke Penner, sem hefur unnið til fjölda verðlauna, sýna listir sínar. Að sögn Matthíasar gefst gestum hátíðarinnar kostur á að prófa flugvélar, svifflugur og keppnisdróna á vegum aðilarfélaga Flugmálafélagsins og eru allir velkomnir.
Fréttir af flugi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Loftbelgur sveif yfir Suðurlandi, snerti næstum Rangá og flaug ofar skýjum Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. 7. júlí 2020 21:06 Glæsilegar flugvélar á Hellu á nokkurra daga flughátíð Flughátíðin „Allt sem flýgur“ stendur nú yfir á Hellu þar sem sjá má mikið af glæsilegum flugvélum af öllum stærðum og gerðum. 10. júlí 2019 19:45 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira
Loftbelgur sveif yfir Suðurlandi, snerti næstum Rangá og flaug ofar skýjum Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. 7. júlí 2020 21:06
Glæsilegar flugvélar á Hellu á nokkurra daga flughátíð Flughátíðin „Allt sem flýgur“ stendur nú yfir á Hellu þar sem sjá má mikið af glæsilegum flugvélum af öllum stærðum og gerðum. 10. júlí 2019 19:45