Segir reynslusögu af Ingó: „Konur sem stíga fram eru settar í opinbera hakkavél“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2021 15:57 Andrea Aldan segir Ingólf hafa farið að gráta þegar hún spurði hann hvers lags siðferðiskennd hann væri með. Ingólfur segist ekki muna eftir atvikinu. Pistill Andreu Aldan Hauksdóttur sem hún birti á Facebook á þriðjudag hefur vakið mikla athygli en í honum opinberar hún samskipti sín við Ingólf Þórarinsson, eða Ingó Veðurguð, á skemmtistaðnum Oliver árið 2009 þegar hún var nítján ára gömul. Ingó tróð upp reglulega á staðnum á sínum tíma sem naut nokkurra vinsælda. Umrætt kvöld var vinnustaðapartý með búningaþema og Andrea uppklædd í skólastelpubúning. „Ég stend við barinn og finn að það er einhver að taka upp pilsið mitt. Svo aftur. Ég sný mér við og er þá ekki Reðurguðinn mættur að bjóða sér upp undir pilsið mitt,“ skrifar Andrea í færslunni. Skipti engu þótt hún ætti kærasta Andrea segir í samtali við fréttastofu að hún hafi snúið sér við og öskrað á hann hvað hann væri eiginlega að gera. Hún ætti kærasta. Hann hafi þá svarað því til að kærastinn þyrfti ekkert að vita. Hann hafi haldið áfram að áreita hana út kvöldið þar til hún öskraði á hann: „Hvers konar siðferðiskennd ert þú eiginlega með?“ Hann hafi brugðist við með því að fara að gráta. „Munum stelpur að öskra bara nógu hátt um siðferðiskennd og einhver svona stór orð. Þá verður okkur kannski ekki nauðgað.“ Ekki að saka hann um kynferðisbrot „Þetta var árið 2009 og fyrir allar byltingarnar. Þá komust karlmenn upp með miklu meira. Það var miklu minni umræða og konur yfir höfuð kunnu ekki að setja mörk. Ég man að mér fannst þetta ótrúlega óviðeigandi og óþægilegt en ég var aldrei að spá mikið í honum,“ segir Andrea í samtali við Vísi. Hún segist hafa stigið fram og sagt sögu sína fyrir þær konur sem hann hafi brotið á og geti ekki stigið fram. „Ingó beitti mig kynferðislegri áreitni. Ég er að staðfesta hegðunina en hann komst ekki upp með hana. Ég er í stöðu til að segja frá því hvernig hann hegðar sér. Þar sem hann náði ekki að brjóta á mér, og ég er ekki að ásaka hann um kynferðisbrot, get ég stigið fram vegna þess að þetta er ekki brotlegt,“ segir Andrea. Litið sé á þolendur sem nafngreina sem dómstól götunnar Hún segist ekki vita um fleiri konur sem hann hafi áreitt á þessum tíma. Hún hafi þó lengi vitað af orðsporinu. „Þegar ég stíg fram með þetta þá er ótrúlega mikið af fólki, stelpur og strákar, sem þakka mér fyrir og vissu af því að þetta hafi verið í gangi í áratug. En ég var aldrei að spá í honum og var ekki að sækjast í eitthvað slúður um hann eða velta fyrir mér hvernig hann væri að hegða sér,“ segir Andrea. Andrea ræddi upplifunina í samtali við mbl.is í gær og segir að undir fréttina hafi maður kommentað: „Þvílík hræsni, hún skrifar um það opinberlega að hann hafi áreitt hana en af hverju nafngreinir hún ekki manninn sem nauðgaði henni.“ Andrea upplýsti í fyrrnefndu viðtali að hafa orðið fyrir nauðgun þegar hún hafði dáið áfengisdauða. „En það er akkúrat málið,“ segir Andrea. „Ég get ekki stigið fram á opinberum vettvangi og nafngreint manninn sem nauðgaði mér. Ef þú hefur verið beitt kynferðislegu ofbeldi máttu ekki nafngreina því þá ertu dómstóll götunnar og ert að aflífa menn án dóms og laga en svo ef þú ferð í gegn um dómskerfið eru allar líkur á að málið verði fellt niður,“ segir Andrea. „Ég kem fram vegna þess að þær sem hann hefur brotið á geta ekki komið fram undir nafni af því að þær geta ekki unnið.“ „Kerfið er að bregðast okkur“ Hún segir réttarkerfið bregðast þolendum. Yfirvöld þurfi að setja upp úrræði fyrir bæði þolendur og gerendur svo að allir geti leitað sér hjálpar. „Kerfið er að bregðast okkur og öll þessi umfjöllun í fjölmiðlum og að ofbeldismenn vinni yfirleitt málin fyrir dómstólum sendir konum þau skilaboð að þegar þær lenda í svona ofbeldi geti þær ekki talað því þeim er ekki trúað. Þannig að þær opna ekki á þetta, tala ekki um þetta og leita sér ekki hjálpar. Og það þarf að grípa stelpur strax um leið og svona gerist svo þær geti unnið betur úr þessu og þetta vindi ekki upp á sig,“ segir Andrea. „Þær konur sem hafa verið hugrakkar í gegn um tíðina og stigið fram og leitað réttar síns eru teknar í einhverja opinbera hakkavél og þeim er ekki trúað.“ Fjöldi fólks hefur þakkað Andreu fyrir að opna sig um málið og hafa konurnar sem standa að baki TikTok aðganginum Öfgar þakkað henni fyrir hönd þeirra kvenna sem birt hafa reynslusögur sínar nafnlaust á síðu Öfga. Í kjölfar þess að sögurnar fóru að flæða inn á TikTok reikning Öfga vaknaði mikil reiði í samfélaginu og tilkynnti Þjóðhátíðarnefnd fyrr í vikunni að Ingó muni ekki sjá um brekkusönginn á Þjóðhátíð í ár, eins og hann hefur gert í fjölda ára. Skiptar skoðanir virðast þó vera á því og hafa bæði verið stofnaðir undirskrifalistar gegn ákvörðun Þjóðhátíðarnefndar og með henni. Fréttastofa náði tali af Ingólfi sem sagðist ekkert muna eftir þessum samskipum sínum við Andreu og vildi ekkert meira um málið segja. Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tengdar fréttir Fleiri skrifað undir lista til stuðnings þjóðhátíðarnefnd Yfir 1.600 manns hafa skrifað undir áskorun þar sem þjóðhátíðarnefnd ÍBV er hvött til að endurskoða þá ákvörðun sína að afbóka Ingólf Þórarinsson á komandi Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 8. júlí 2021 00:10 Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02 „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Ingó tróð upp reglulega á staðnum á sínum tíma sem naut nokkurra vinsælda. Umrætt kvöld var vinnustaðapartý með búningaþema og Andrea uppklædd í skólastelpubúning. „Ég stend við barinn og finn að það er einhver að taka upp pilsið mitt. Svo aftur. Ég sný mér við og er þá ekki Reðurguðinn mættur að bjóða sér upp undir pilsið mitt,“ skrifar Andrea í færslunni. Skipti engu þótt hún ætti kærasta Andrea segir í samtali við fréttastofu að hún hafi snúið sér við og öskrað á hann hvað hann væri eiginlega að gera. Hún ætti kærasta. Hann hafi þá svarað því til að kærastinn þyrfti ekkert að vita. Hann hafi haldið áfram að áreita hana út kvöldið þar til hún öskraði á hann: „Hvers konar siðferðiskennd ert þú eiginlega með?“ Hann hafi brugðist við með því að fara að gráta. „Munum stelpur að öskra bara nógu hátt um siðferðiskennd og einhver svona stór orð. Þá verður okkur kannski ekki nauðgað.“ Ekki að saka hann um kynferðisbrot „Þetta var árið 2009 og fyrir allar byltingarnar. Þá komust karlmenn upp með miklu meira. Það var miklu minni umræða og konur yfir höfuð kunnu ekki að setja mörk. Ég man að mér fannst þetta ótrúlega óviðeigandi og óþægilegt en ég var aldrei að spá mikið í honum,“ segir Andrea í samtali við Vísi. Hún segist hafa stigið fram og sagt sögu sína fyrir þær konur sem hann hafi brotið á og geti ekki stigið fram. „Ingó beitti mig kynferðislegri áreitni. Ég er að staðfesta hegðunina en hann komst ekki upp með hana. Ég er í stöðu til að segja frá því hvernig hann hegðar sér. Þar sem hann náði ekki að brjóta á mér, og ég er ekki að ásaka hann um kynferðisbrot, get ég stigið fram vegna þess að þetta er ekki brotlegt,“ segir Andrea. Litið sé á þolendur sem nafngreina sem dómstól götunnar Hún segist ekki vita um fleiri konur sem hann hafi áreitt á þessum tíma. Hún hafi þó lengi vitað af orðsporinu. „Þegar ég stíg fram með þetta þá er ótrúlega mikið af fólki, stelpur og strákar, sem þakka mér fyrir og vissu af því að þetta hafi verið í gangi í áratug. En ég var aldrei að spá í honum og var ekki að sækjast í eitthvað slúður um hann eða velta fyrir mér hvernig hann væri að hegða sér,“ segir Andrea. Andrea ræddi upplifunina í samtali við mbl.is í gær og segir að undir fréttina hafi maður kommentað: „Þvílík hræsni, hún skrifar um það opinberlega að hann hafi áreitt hana en af hverju nafngreinir hún ekki manninn sem nauðgaði henni.“ Andrea upplýsti í fyrrnefndu viðtali að hafa orðið fyrir nauðgun þegar hún hafði dáið áfengisdauða. „En það er akkúrat málið,“ segir Andrea. „Ég get ekki stigið fram á opinberum vettvangi og nafngreint manninn sem nauðgaði mér. Ef þú hefur verið beitt kynferðislegu ofbeldi máttu ekki nafngreina því þá ertu dómstóll götunnar og ert að aflífa menn án dóms og laga en svo ef þú ferð í gegn um dómskerfið eru allar líkur á að málið verði fellt niður,“ segir Andrea. „Ég kem fram vegna þess að þær sem hann hefur brotið á geta ekki komið fram undir nafni af því að þær geta ekki unnið.“ „Kerfið er að bregðast okkur“ Hún segir réttarkerfið bregðast þolendum. Yfirvöld þurfi að setja upp úrræði fyrir bæði þolendur og gerendur svo að allir geti leitað sér hjálpar. „Kerfið er að bregðast okkur og öll þessi umfjöllun í fjölmiðlum og að ofbeldismenn vinni yfirleitt málin fyrir dómstólum sendir konum þau skilaboð að þegar þær lenda í svona ofbeldi geti þær ekki talað því þeim er ekki trúað. Þannig að þær opna ekki á þetta, tala ekki um þetta og leita sér ekki hjálpar. Og það þarf að grípa stelpur strax um leið og svona gerist svo þær geti unnið betur úr þessu og þetta vindi ekki upp á sig,“ segir Andrea. „Þær konur sem hafa verið hugrakkar í gegn um tíðina og stigið fram og leitað réttar síns eru teknar í einhverja opinbera hakkavél og þeim er ekki trúað.“ Fjöldi fólks hefur þakkað Andreu fyrir að opna sig um málið og hafa konurnar sem standa að baki TikTok aðganginum Öfgar þakkað henni fyrir hönd þeirra kvenna sem birt hafa reynslusögur sínar nafnlaust á síðu Öfga. Í kjölfar þess að sögurnar fóru að flæða inn á TikTok reikning Öfga vaknaði mikil reiði í samfélaginu og tilkynnti Þjóðhátíðarnefnd fyrr í vikunni að Ingó muni ekki sjá um brekkusönginn á Þjóðhátíð í ár, eins og hann hefur gert í fjölda ára. Skiptar skoðanir virðast þó vera á því og hafa bæði verið stofnaðir undirskrifalistar gegn ákvörðun Þjóðhátíðarnefndar og með henni. Fréttastofa náði tali af Ingólfi sem sagðist ekkert muna eftir þessum samskipum sínum við Andreu og vildi ekkert meira um málið segja.
Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tengdar fréttir Fleiri skrifað undir lista til stuðnings þjóðhátíðarnefnd Yfir 1.600 manns hafa skrifað undir áskorun þar sem þjóðhátíðarnefnd ÍBV er hvött til að endurskoða þá ákvörðun sína að afbóka Ingólf Þórarinsson á komandi Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 8. júlí 2021 00:10 Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02 „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Fleiri skrifað undir lista til stuðnings þjóðhátíðarnefnd Yfir 1.600 manns hafa skrifað undir áskorun þar sem þjóðhátíðarnefnd ÍBV er hvött til að endurskoða þá ákvörðun sína að afbóka Ingólf Þórarinsson á komandi Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 8. júlí 2021 00:10
Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02
„Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25