Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2021 13:42 Jeff Bezos og Richard Branson eru báðir á leið út í geim í þessum mánuði og á eigin geimförum. AP/Patrick Semansky og Mark J. Terrill Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. Branson vonast til þess að geta flutt ferðamenn út í geim á geimskipum Virgin Galactic Geimferðin mun hefjast á því að VSS Unity verður fest við botn breiðþotu og henni verður flogið í um 50 þúsund feta hæð. Þar verður geimfarinu sleppt og kveikt á eldflaugum þess sem munu bera það upp úr gufuhvolfinu. Áhöfn og farþegar geimfarsins munu upplifa nokkurra mínútna þyngdarleysi, áður en geimfarið svífur aftur til jarðar. Þegar mest er verður geimfarið í um 89 kílómetra hæð yfir jörðu. Þetta er í tuttugasta sinn sem VSS Unity verður skotið út í geim og í fjórða sinn sem menn verða um borð í því, samkvæmt frétt Reuters. Þá er þetta í fyrsta sinn sem geimflaugin er fullmönnuð, með tveimur flugstjórum og fjórum farþegum, þar á meðal Branson. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær á sunnudaginn til stendur að skjóta Branson og starfsmönnum hans á loft en bein útsending Virgin Galactic mun hefjast klukkan eitt þann dag. Fleiri auðjöfrar stefna út í geim Branson er ekki eini auðjöfurinn sem stefnir út í geim um þessar mundir. Það ætlar Jeff Bezos sér einnig. Seinna í mánuðinum stendur til að skjóta Bezos út í geim frá höfuðstöðvum Blue Origin, sem Bezos stofnaði. Bezos, sem er 57 ára gamall, verður skotið á loft um borð í sjálfsstýrði geimflaug og verða þrír farþegar um borð. Þeir eru bróðir hans, 82 ára kona og sigurvegari góðgerðauppboðs. Geimferð Bransons verður lengri en geimferð Besoz en sá síðarnefndi stefnir þó á að fara hærra en Branson, eða í um 106 kílómetra hæð, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í september stendur svo til að skjóta Yusaku Maezawa, japönskum auðjöfri, út í geim um borð í geimskipi SpaceX, fyrirtækis auðjöfursins Elons Musk. Sú ferð á að standa yfir í þrjá daga en geimfarið verður á braut um jörðu, sem er töluvert hærra en hinar geimferðirnar ná. Geimurinn Amazon SpaceX Ferðalög Tengdar fréttir Bezos lætur af störfum sem forstjóri Amazon Auðjöfurinn Jeff Bezos lætur í dag af störfum sem forstjóri Amazon, fyrirtækis sem hann stofnaði á árum áður og hefur stýrt í 27 ár. Við honum tekur Andy Jassy en Bezos mun áfram verða mjög áhrifamikill og tekur sér stöðu stjórnarformanns. 5. júlí 2021 11:07 Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. 12. júní 2021 23:16 Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. 7. júní 2021 11:40 Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. 7. júní 2021 11:40 NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. 17. apríl 2021 10:25 Bæði Bezoz og Branson sendu geimför út í geim Undanfarna daga hafa nokkrar vendingar átt sér stað í þróun geimferða. Tvö einkafyrirtæki gerðu mikilvægar tilraunir með því að skjóta tveimur geimförum út í geim og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna kveikti í fyrsta sinn á hreyflum eldflauga sem eiga að skjóta geimförum til tunglsins og jafnvel lengra. 18. janúar 2021 12:06 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Branson vonast til þess að geta flutt ferðamenn út í geim á geimskipum Virgin Galactic Geimferðin mun hefjast á því að VSS Unity verður fest við botn breiðþotu og henni verður flogið í um 50 þúsund feta hæð. Þar verður geimfarinu sleppt og kveikt á eldflaugum þess sem munu bera það upp úr gufuhvolfinu. Áhöfn og farþegar geimfarsins munu upplifa nokkurra mínútna þyngdarleysi, áður en geimfarið svífur aftur til jarðar. Þegar mest er verður geimfarið í um 89 kílómetra hæð yfir jörðu. Þetta er í tuttugasta sinn sem VSS Unity verður skotið út í geim og í fjórða sinn sem menn verða um borð í því, samkvæmt frétt Reuters. Þá er þetta í fyrsta sinn sem geimflaugin er fullmönnuð, með tveimur flugstjórum og fjórum farþegum, þar á meðal Branson. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær á sunnudaginn til stendur að skjóta Branson og starfsmönnum hans á loft en bein útsending Virgin Galactic mun hefjast klukkan eitt þann dag. Fleiri auðjöfrar stefna út í geim Branson er ekki eini auðjöfurinn sem stefnir út í geim um þessar mundir. Það ætlar Jeff Bezos sér einnig. Seinna í mánuðinum stendur til að skjóta Bezos út í geim frá höfuðstöðvum Blue Origin, sem Bezos stofnaði. Bezos, sem er 57 ára gamall, verður skotið á loft um borð í sjálfsstýrði geimflaug og verða þrír farþegar um borð. Þeir eru bróðir hans, 82 ára kona og sigurvegari góðgerðauppboðs. Geimferð Bransons verður lengri en geimferð Besoz en sá síðarnefndi stefnir þó á að fara hærra en Branson, eða í um 106 kílómetra hæð, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í september stendur svo til að skjóta Yusaku Maezawa, japönskum auðjöfri, út í geim um borð í geimskipi SpaceX, fyrirtækis auðjöfursins Elons Musk. Sú ferð á að standa yfir í þrjá daga en geimfarið verður á braut um jörðu, sem er töluvert hærra en hinar geimferðirnar ná.
Geimurinn Amazon SpaceX Ferðalög Tengdar fréttir Bezos lætur af störfum sem forstjóri Amazon Auðjöfurinn Jeff Bezos lætur í dag af störfum sem forstjóri Amazon, fyrirtækis sem hann stofnaði á árum áður og hefur stýrt í 27 ár. Við honum tekur Andy Jassy en Bezos mun áfram verða mjög áhrifamikill og tekur sér stöðu stjórnarformanns. 5. júlí 2021 11:07 Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. 12. júní 2021 23:16 Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. 7. júní 2021 11:40 Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. 7. júní 2021 11:40 NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. 17. apríl 2021 10:25 Bæði Bezoz og Branson sendu geimför út í geim Undanfarna daga hafa nokkrar vendingar átt sér stað í þróun geimferða. Tvö einkafyrirtæki gerðu mikilvægar tilraunir með því að skjóta tveimur geimförum út í geim og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna kveikti í fyrsta sinn á hreyflum eldflauga sem eiga að skjóta geimförum til tunglsins og jafnvel lengra. 18. janúar 2021 12:06 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bezos lætur af störfum sem forstjóri Amazon Auðjöfurinn Jeff Bezos lætur í dag af störfum sem forstjóri Amazon, fyrirtækis sem hann stofnaði á árum áður og hefur stýrt í 27 ár. Við honum tekur Andy Jassy en Bezos mun áfram verða mjög áhrifamikill og tekur sér stöðu stjórnarformanns. 5. júlí 2021 11:07
Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. 12. júní 2021 23:16
Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. 7. júní 2021 11:40
Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. 7. júní 2021 11:40
NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. 17. apríl 2021 10:25
Bæði Bezoz og Branson sendu geimför út í geim Undanfarna daga hafa nokkrar vendingar átt sér stað í þróun geimferða. Tvö einkafyrirtæki gerðu mikilvægar tilraunir með því að skjóta tveimur geimförum út í geim og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna kveikti í fyrsta sinn á hreyflum eldflauga sem eiga að skjóta geimförum til tunglsins og jafnvel lengra. 18. janúar 2021 12:06