Búið að bjóða sjö hundruð þúsund krónur í myndina af Bjarna og Þorsteini Má Jakob Bjarnar skrifar 9. júlí 2021 11:12 Listamaðurinn Þrándur Þórarinsson sér fyrir sér að hærri tilboð líti dagsins ljós á lokametrum uppboðsins. Eins og Vísir hefur greint frá stendur nú yfir listsýning á verkum Þrándar í Gallerí Port. Ein mynd hefur einkum vakið athygli og umtal sem er málverk þar sem sjá má Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra kyssa á hring Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra Samherja. Sú mynd er á sérstöku uppboði sem Þrándur heldur á heimasíðu sinni og er hæsta tilboðið sem stendur í myndina 700.000 krónur, en um er að ræða olíu á hörstriga. „Sá sem átti síðasta óskaði þess sérstaklega að nafn sitt yrði ekki gefið upp,“ segir Þrándur í samtali við Vísi. Og hann vildi heldur ekki gefa það upp hvort flokka megi þann hinn sama sem pólitískan andstæðing Bjarna eða samherja. Þrándur gerir reyndar því skóna að hærri tilboð muni líta dagsins ljós áður en yfir lýkur, en uppboðinu lýkur klukkan 16:00 á morgun. „Já, ég geri fastlega ráð fyrir að það komi fjörugur vaxtakippur í það á morgun. Væntanlega muna óvildarmenn Bjarna eða Þorsteins ekki setja sig úr færi að eignast þetta stofudjásn. Nærri má geta að menn komast ekki í álíka álnir og Þorsteinn Már án þess að eignast fjársterka fjandmenn,“ segir Þrándur. Þá metur listamaðurinn það svo að verkið tæki sig prýðilega út á hvaða kosningskrifstofu sem er með vísan til Alþingiskosninganna í haust. „En vitaskuld færi best á því að hinn íslenski Sjálfstæðisflokkur mundi festa kaup á verkinu, til að hengja upp í anddyri Valhallar, og gera flokksmönnum ljóst hvernig valdastrúktúr er háttað. Ef einhver skyldi velkjast í vafa um það. Þeir mega setja myndina á kosningabæklinga sína og bleðla gjaldfrítt mín vegna.“ Þrándur telur einnig að myndin myndi sóma sér vel á skrifstofu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra; reyndar virðist Þrándur telja að myndin eigi hvarvetna vel heima. Myndlist Tengdar fréttir Nábrókin dregur til sín fé og seldist fljótt Málverk af Bjarna Benediktssyni að klæða sig í nábrók, sem þjóðsagan segir að geti aflað mönnum fjár, átti ekki upp á pallborðið hjá húsráðendum í Hannesarholti þar sem myndlistarmaðurinn Þrándur Þórarinsson opnar sýningu á morgun. Myndin er hins vegar vinsæl og hefur nú þegar verið seld. 5. október 2018 22:30 Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint frá stendur nú yfir listsýning á verkum Þrándar í Gallerí Port. Ein mynd hefur einkum vakið athygli og umtal sem er málverk þar sem sjá má Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra kyssa á hring Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra Samherja. Sú mynd er á sérstöku uppboði sem Þrándur heldur á heimasíðu sinni og er hæsta tilboðið sem stendur í myndina 700.000 krónur, en um er að ræða olíu á hörstriga. „Sá sem átti síðasta óskaði þess sérstaklega að nafn sitt yrði ekki gefið upp,“ segir Þrándur í samtali við Vísi. Og hann vildi heldur ekki gefa það upp hvort flokka megi þann hinn sama sem pólitískan andstæðing Bjarna eða samherja. Þrándur gerir reyndar því skóna að hærri tilboð muni líta dagsins ljós áður en yfir lýkur, en uppboðinu lýkur klukkan 16:00 á morgun. „Já, ég geri fastlega ráð fyrir að það komi fjörugur vaxtakippur í það á morgun. Væntanlega muna óvildarmenn Bjarna eða Þorsteins ekki setja sig úr færi að eignast þetta stofudjásn. Nærri má geta að menn komast ekki í álíka álnir og Þorsteinn Már án þess að eignast fjársterka fjandmenn,“ segir Þrándur. Þá metur listamaðurinn það svo að verkið tæki sig prýðilega út á hvaða kosningskrifstofu sem er með vísan til Alþingiskosninganna í haust. „En vitaskuld færi best á því að hinn íslenski Sjálfstæðisflokkur mundi festa kaup á verkinu, til að hengja upp í anddyri Valhallar, og gera flokksmönnum ljóst hvernig valdastrúktúr er háttað. Ef einhver skyldi velkjast í vafa um það. Þeir mega setja myndina á kosningabæklinga sína og bleðla gjaldfrítt mín vegna.“ Þrándur telur einnig að myndin myndi sóma sér vel á skrifstofu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra; reyndar virðist Þrándur telja að myndin eigi hvarvetna vel heima.
Myndlist Tengdar fréttir Nábrókin dregur til sín fé og seldist fljótt Málverk af Bjarna Benediktssyni að klæða sig í nábrók, sem þjóðsagan segir að geti aflað mönnum fjár, átti ekki upp á pallborðið hjá húsráðendum í Hannesarholti þar sem myndlistarmaðurinn Þrándur Þórarinsson opnar sýningu á morgun. Myndin er hins vegar vinsæl og hefur nú þegar verið seld. 5. október 2018 22:30 Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Nábrókin dregur til sín fé og seldist fljótt Málverk af Bjarna Benediktssyni að klæða sig í nábrók, sem þjóðsagan segir að geti aflað mönnum fjár, átti ekki upp á pallborðið hjá húsráðendum í Hannesarholti þar sem myndlistarmaðurinn Þrándur Þórarinsson opnar sýningu á morgun. Myndin er hins vegar vinsæl og hefur nú þegar verið seld. 5. október 2018 22:30