Tveir Bandaríkjamenn grunaðir um aðild að morðinu á Moïse Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. júlí 2021 22:16 Hér má sá nokkra af þeim sem grunaðir eru fyrir aðild að morðinu á Moïse. AP/Jean Marc Hervé Abélard Sex manns hafa verið handteknir í tengslum við morðið á Jovenel Moïse, forseta Haítí. Tveir eru karlmenn af bandarískum og haítískum uppruna. Annar þeirra er bandaríski ríkisborgarinn James Solages. Þessu greinir Mathias Pierre, ráðherra kosningamála á Haítí, frá við fréttastofu AP News. Pierre vildi þó ekki veita neinar upplýsingar um hinn manninn. Solages hefur starfað sem lífvörður fyrir kanadíska sendiráðið á Haítí. Sendiráðið hefur ekkert tjáð sig um málið. James Solages, fyrrverandi lífvörður fyrir kanadíska sendiráðið á Haítí, er meðal þeirra sem grunaðir eru fyrir morðið á forsetanum.Facebook/James Solages Það var hópur þungvopnaðra manna sem ruddi sér leið inn á heimili forsetans í Port-au-Prince aðfaranótt miðvikudags og skaut forsetann til bana. Hann er talinn hafa verið skotinn tólf sinnum. Martine Moïse, eiginkona forsetans, slasaðist einnig og var flutt á sjúkrahús. Jomarlie Jovenel, dóttir þeirra, faldi sig í svefnherbergi bróður síns á meðan á árásinni stóð. Bocchit Edmond, sendiherra Haítí í Bandaríkjunum, telur morðið hafi verið vel skipulagt og framið af atvinnumorðingjum sem höfðu villt á sér heimildir. Íbúar óttast um líf sitt Jan Psaki, talskona Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn í gær að Bandaríkin væru að afla upplýsinga um árásina og lýsti henni sem sorglegri. Mikill ótti hefur gripið um sig á meðal íbúa Haítí. Marco Destin, íbúi á staðnum, segir fjölskyldu sína ekki hafa hætt sér út úr húsi síðan forsetinn var myrtur, af ótta við að vera sjálf drepin. „Allir á heimilinu sofa með annað augað opið. Ef æðsti maður okkar er ekki verndaður, þá höfum við alls enga vernd,“ segir hann. Haítí Bandaríkin Tengdar fréttir Pólitísk framtíð Haítí í óvissu: Tveir menn telja sig forsætisráðherra Pólitísk framtíð Haítí er í töluverðri óvissu eftir að Jovenel Moise, forseti ríkisins, var myrtur af hópi þungvopnaðra manna sem réðust á heimili hans í Port-au-Prince, aðfaranótt miðvikudags. Tveir menn segjast vera forsætisráðherra ríkisins. 8. júlí 2021 12:31 Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 10:06 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Annar þeirra er bandaríski ríkisborgarinn James Solages. Þessu greinir Mathias Pierre, ráðherra kosningamála á Haítí, frá við fréttastofu AP News. Pierre vildi þó ekki veita neinar upplýsingar um hinn manninn. Solages hefur starfað sem lífvörður fyrir kanadíska sendiráðið á Haítí. Sendiráðið hefur ekkert tjáð sig um málið. James Solages, fyrrverandi lífvörður fyrir kanadíska sendiráðið á Haítí, er meðal þeirra sem grunaðir eru fyrir morðið á forsetanum.Facebook/James Solages Það var hópur þungvopnaðra manna sem ruddi sér leið inn á heimili forsetans í Port-au-Prince aðfaranótt miðvikudags og skaut forsetann til bana. Hann er talinn hafa verið skotinn tólf sinnum. Martine Moïse, eiginkona forsetans, slasaðist einnig og var flutt á sjúkrahús. Jomarlie Jovenel, dóttir þeirra, faldi sig í svefnherbergi bróður síns á meðan á árásinni stóð. Bocchit Edmond, sendiherra Haítí í Bandaríkjunum, telur morðið hafi verið vel skipulagt og framið af atvinnumorðingjum sem höfðu villt á sér heimildir. Íbúar óttast um líf sitt Jan Psaki, talskona Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn í gær að Bandaríkin væru að afla upplýsinga um árásina og lýsti henni sem sorglegri. Mikill ótti hefur gripið um sig á meðal íbúa Haítí. Marco Destin, íbúi á staðnum, segir fjölskyldu sína ekki hafa hætt sér út úr húsi síðan forsetinn var myrtur, af ótta við að vera sjálf drepin. „Allir á heimilinu sofa með annað augað opið. Ef æðsti maður okkar er ekki verndaður, þá höfum við alls enga vernd,“ segir hann.
Haítí Bandaríkin Tengdar fréttir Pólitísk framtíð Haítí í óvissu: Tveir menn telja sig forsætisráðherra Pólitísk framtíð Haítí er í töluverðri óvissu eftir að Jovenel Moise, forseti ríkisins, var myrtur af hópi þungvopnaðra manna sem réðust á heimili hans í Port-au-Prince, aðfaranótt miðvikudags. Tveir menn segjast vera forsætisráðherra ríkisins. 8. júlí 2021 12:31 Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 10:06 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Pólitísk framtíð Haítí í óvissu: Tveir menn telja sig forsætisráðherra Pólitísk framtíð Haítí er í töluverðri óvissu eftir að Jovenel Moise, forseti ríkisins, var myrtur af hópi þungvopnaðra manna sem réðust á heimili hans í Port-au-Prince, aðfaranótt miðvikudags. Tveir menn segjast vera forsætisráðherra ríkisins. 8. júlí 2021 12:31
Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 10:06