Lífið

Má tjalda alls staðar nema á tjaldstæðinu

Jakob Bjarnar skrifar
Svo virðist sem þeir sem fást við að klambra saman texta fyrir ferðamenn séu ekkert of vel að sér í enskunni en þarna hefur merkingin snúist á haus. Prohibeted þýðir bannað en ekki leyfilegt.
Svo virðist sem þeir sem fást við að klambra saman texta fyrir ferðamenn séu ekkert of vel að sér í enskunni en þarna hefur merkingin snúist á haus. Prohibeted þýðir bannað en ekki leyfilegt.

Ferðamenn á húsbílum sem skoða fríkort af Mývatnssvæðinu reka margir hverjir upp stór augu. Í auglýsingu þar segir að einungis sé bannað að tjalda á tjaldsvæðinu.

Texti auglýsingarinnar, sem er á ensku, er svohljóðandi: „Travelers with mobile homes and campers, overnight stay is only prohibeted at designatied campsites.“

Ferðamaður nokkur sem vekur athygli á þessu á Facebooksíðu sinni segir að nú þegar hann hefur tekið upp á því að fara um landið á húsbíl á ný reki hann sig á að við nánast hvern slóða sé komið skilti þar sem skýrt kveður á um að þar sé bannað að stoppa með húsbíla sína og tjaldvagna.  Og dvelja yfir nóttu. Sem líklega sé til komið vegna ágangs smágistibíla undanfarin árin.

Því þótti honum þessi auglýsing forvitnileg en aldrei hvarflaði að honum sá möguleiki að þessu væri öðru vísi farið við Mývatn. Auglýsingin virðist ferðalangnum frá umhverfisstofnun komin, sem er „tamt að banna alla mögulega og ómögulega hluti“ þannig að hér er líklega merkingin komin á haus. Sem svo megi rekja til takmarkaðrar enskukunnáttu textasmiðsins.

Hefur þú rekist á sérkennileg skilaboð til ferðamanna á Íslandi? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×