Pólitísk framtíð Haítí í óvissu: Tveir menn telja sig forsætisráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2021 12:31 Ungmenni spila fótbolta á götum Port-au-Prince. AP/Joseph Odelyn Pólitísk framtíð Haítí er í töluverðri óvissu eftir að Jovenel Moise, forseti ríkisins, var myrtur af hópi þungvopnaðra manna sem réðust á heimili hans í Port-au-Prince, aðfaranótt miðvikudags. Tveir menn segjast vera forsætisráðherra ríkisins. Degi áður en Moise var myrtur skipaði hann Dr. Ariel Henry í embætti forsætisráðherra. Þá hafði Claude Josehp, utanríkisráðherra, verið starfandi forsætisráðherra Haítí í um tíu vikur. Strax í kjölfar morðsins tilkynnti Joseph að hann leiddi nú ríkisstjórn Haítí en Henry hefur nú lýst því yfir að hann sé réttmætur forsætisráðherra. Henry er sjöundi forsætisráðherrann sem Moise skipaði frá því hann tók við völdum árið 2017. „Ég vill ekki kasta olíu á eldinn,“ sagði Henry í viðtali við dagblaðið Le Nouvelliste í gærkvöldi. „Herra Claude Joseph stóð sig vel í dag og ég kann að meta það.“ Hann sagðist hafa verið að vinna í því að mynda sína eigin ríkisstjórn og sú vinna hefði verið komin langt. Hann sagði að stjórnarmyndun hans myndi halda áfram og kallaði eftir viðræðum við Joseph um hvernig þeir geti haldið áfram og sagðist hann vilja að Joseph yrði áfram utanríkisráðherra. Henry lýsti því einnig yfir í viðtalinu að hann væri ekki ánægður með þá ákvörðun Josehps að lýsa yfir tveggja vikna neyðarástandi á Haítí í kjölfar morðsins. AP fréttaveitan segir að samkvæmt stjórnarskrá Haítí ætti forseti Hæstaréttar ríkisins að taka forsetaembættinu um tíma. Sá dó hins vegar á dögunum vegna Covid-19 og bæði embættin sitja tóm. Martine Moise, forsetafrúin, særðist í árásinni og var flutt á sjúkrahús. Hún hefur nú verið flutt á sjúkrahús í Flórída. Hluti árásarinnar náðist á myndband og á upptökum má heyra einn árásarmannanna kalla að þeir tilheyri Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna. Í Bandaríkjunum er þvertekið fyrir að mennirnir tengist yfirvöldum á nokkurn hátt. Myndefni úr árásinni má sjá hér í frétt CBS News. Ráðamenn á Haítí segja fjóra árásarmenn hafa verið skotna til bana af lögregluþjónum og tveir hafi verið handteknir. Léon Charles, lögreglustjóri, hefur heitið því að handsama alla árásarmennina og hefur talað um þá sem „málaliða“. „Örlög þeirra eru ráðin,“ sagði Charles í gærkvöldi. „Þeir munu falla í skotbardaga eða verða handteknir.“ Litlar sem engar upplýsingar hafa þó verið veittar um árásarmennina sjálfa. Þá um hverjir þeir voru og eru og hvað vakti fyrir þeim. Haítí Tengdar fréttir Lögregla segist hafa banað fjórum tilræðismönnum Moïse Lögreglan á Haítí skaut í gærkvöldi fjóra til bana sem grunaðir eru um að hafa myrt forseta landsins síðastliðinn miðvikudag. Til skotbardaga kom á milli mannana og lögreglu sem lauk með þessum hætti en að sögn lögreglu eru tveir aðrir grunaðir í haldi. 8. júlí 2021 06:56 Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 10:06 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Degi áður en Moise var myrtur skipaði hann Dr. Ariel Henry í embætti forsætisráðherra. Þá hafði Claude Josehp, utanríkisráðherra, verið starfandi forsætisráðherra Haítí í um tíu vikur. Strax í kjölfar morðsins tilkynnti Joseph að hann leiddi nú ríkisstjórn Haítí en Henry hefur nú lýst því yfir að hann sé réttmætur forsætisráðherra. Henry er sjöundi forsætisráðherrann sem Moise skipaði frá því hann tók við völdum árið 2017. „Ég vill ekki kasta olíu á eldinn,“ sagði Henry í viðtali við dagblaðið Le Nouvelliste í gærkvöldi. „Herra Claude Joseph stóð sig vel í dag og ég kann að meta það.“ Hann sagðist hafa verið að vinna í því að mynda sína eigin ríkisstjórn og sú vinna hefði verið komin langt. Hann sagði að stjórnarmyndun hans myndi halda áfram og kallaði eftir viðræðum við Joseph um hvernig þeir geti haldið áfram og sagðist hann vilja að Joseph yrði áfram utanríkisráðherra. Henry lýsti því einnig yfir í viðtalinu að hann væri ekki ánægður með þá ákvörðun Josehps að lýsa yfir tveggja vikna neyðarástandi á Haítí í kjölfar morðsins. AP fréttaveitan segir að samkvæmt stjórnarskrá Haítí ætti forseti Hæstaréttar ríkisins að taka forsetaembættinu um tíma. Sá dó hins vegar á dögunum vegna Covid-19 og bæði embættin sitja tóm. Martine Moise, forsetafrúin, særðist í árásinni og var flutt á sjúkrahús. Hún hefur nú verið flutt á sjúkrahús í Flórída. Hluti árásarinnar náðist á myndband og á upptökum má heyra einn árásarmannanna kalla að þeir tilheyri Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna. Í Bandaríkjunum er þvertekið fyrir að mennirnir tengist yfirvöldum á nokkurn hátt. Myndefni úr árásinni má sjá hér í frétt CBS News. Ráðamenn á Haítí segja fjóra árásarmenn hafa verið skotna til bana af lögregluþjónum og tveir hafi verið handteknir. Léon Charles, lögreglustjóri, hefur heitið því að handsama alla árásarmennina og hefur talað um þá sem „málaliða“. „Örlög þeirra eru ráðin,“ sagði Charles í gærkvöldi. „Þeir munu falla í skotbardaga eða verða handteknir.“ Litlar sem engar upplýsingar hafa þó verið veittar um árásarmennina sjálfa. Þá um hverjir þeir voru og eru og hvað vakti fyrir þeim.
Haítí Tengdar fréttir Lögregla segist hafa banað fjórum tilræðismönnum Moïse Lögreglan á Haítí skaut í gærkvöldi fjóra til bana sem grunaðir eru um að hafa myrt forseta landsins síðastliðinn miðvikudag. Til skotbardaga kom á milli mannana og lögreglu sem lauk með þessum hætti en að sögn lögreglu eru tveir aðrir grunaðir í haldi. 8. júlí 2021 06:56 Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 10:06 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Lögregla segist hafa banað fjórum tilræðismönnum Moïse Lögreglan á Haítí skaut í gærkvöldi fjóra til bana sem grunaðir eru um að hafa myrt forseta landsins síðastliðinn miðvikudag. Til skotbardaga kom á milli mannana og lögreglu sem lauk með þessum hætti en að sögn lögreglu eru tveir aðrir grunaðir í haldi. 8. júlí 2021 06:56
Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 10:06