Telja hitabylgjuna hafa drepið milljarð sjávardýra við strendur Kanada Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2021 10:29 Sérfræðingar telja að meira en milljarður sjávardýra við strendur Kanada hafi drepist í hitabylgjunni sem reið yfir norðvesturhluta Norður-Ameríku í síðustu viku. Getty/Wolfgang Kaehler Talið er að meira en milljarður sjávardýra við strendur Kanada að Kyrrahafinu hafi drepist í síðustu viku þegar hitabylgja, sem sló hvert hitametið á fætur öðru, reið yfir landið. Sérfræðingar vara við því hvað hitabreytingar, þó þær virðist litlar fyrir okkur mannfólkið, geta verið hættulegar vistkerfum sem eru óvön svona veðuröfgum. Hitabylgjan sveif yfir Kanada og norðvesturhluta Bandaríkjanna í um fimm daga. Aldrei áður hefur hiti mælst jafn hár á þessu svæði. Hitinn náði mest tæpum 50°C í Bresku-Kólumbíu og fórust allt að fimm hundruð skyndilega vegna hitans. Þá kviknuðu margir gróðureldar vegna hitans og loga þeir enn í héraðinu. Sérfræðingar hræðast þó að hitinn muni hafa enn verri og langvarandi afleiðingar á sjávardýr og vistkerfi við strendur Kanada. Christopher Harley, sjávarlíffræðingur við Háskólann í Bresku-Kólumbíu, hefur reiknað það út að meira en milljarður sjávardýra kunnu hafa farist vegna hitans. Hann segir að vísbendingar hamfaranna megi sjá á ströndum Vancouver. „Venjulega brakar ekki undan fótum manns þegar maður gengur á ströndinni. En núna eru svo margar tómar bláskeljar á ströndinni að maður kemst ekki hjá því að stíga á dauð dýr sem liggja á ströndinni,“ sagði Harley í samtali við fréttastofu Guardian. Harley segir að hann hafi fundið yfirgnæfandi lykt af rotnandi sjávarfangi við ströndina. Þá hafi hann tekið eftir því að margar dauðu bláskeljanna voru eldaðar, vegna þess hve vatn sem safnaðist hafði í polla á ströndinni var óvenjulega heitt. Þá hafi sniglar, krossfiskar og skelfiskar legið dauðir í hrúgum á ströndinni. Bláskeljar eru nokkuð harðar af sér og geta þolað hita langt upp að fjörutíu gráðum. Hrúðurkarlar eru enn harðari af sér og geta lifað allt upp í 45 stiga hita, að minnsta kosti í nokkra klukkutíma. „Þegar hitinn er orðinn hærri en það geta þessi dýr ekki lifað það af,“ segir Harley. Þessi fjöldadauði skelfiska gæti haft veruleg áhrif á vatnsgæðin við strendur Kanada en skelfiskar hjálpa til við að hreinsa sjávarvatn. Það leiðir til þess að sjórinn er nógu tær svo að sólargeislar nái niður til sjávargróðurs sem í kjölfarið skapar gott umhverfi fyrir aðrar tegundir sjávardýra. „Á einum fermeter, sem bláskeljar hafa komið sér fyrir á, geta verið tugir, jafnvel hundruð annarra tegunda,“ segir Harley. „Þú gætir komið þúsundum bláskelja fyrir á svæði sem er jafn stórt og eldavél. Og það eru hundruð ferkílómetrar af klettum við vesturströnd Kanada sem eru kjörin heimkynni fyrir bláskeljarnar. Fyrir utan það að við erum ekki að tala um eina tegund,“ segir Harley. Bláskeljar eru meðal þeirra skelfiska sem hafa tiltölulega stuttan líftíma, og fjölga sér eftir um tvö ár. Önnur smá sjávardýr, eins og krossfiskar og aðrir skelfiskar lifa í áratugi og fjölga sér mun hægar. Því gæti verið að sumir stofnar sem halda til við vesturströnd Kanada hafi orðið fyrir verulegum skelli í hitabylgjunni. Kanada Dýr Loftslagsmál Tengdar fréttir Höfðu nokkrar mínútur til að flýja þegar bærinn brann til grunna Íbúar Lytton í Kanada áttu fótum sínum fjör að launa í gærkvöldi þegar skógareldur umlukti þorpið með litlum fyrirvara. Þeir flúðu í allar áttir en þorpið brann nánast allt til kaldra kola á nokkrum mínútum. 1. júlí 2021 20:06 Kviknað í bænum eftir röð hitameta Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. 1. júlí 2021 08:39 Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 30. júní 2021 06:55 Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Hitabylgjan sveif yfir Kanada og norðvesturhluta Bandaríkjanna í um fimm daga. Aldrei áður hefur hiti mælst jafn hár á þessu svæði. Hitinn náði mest tæpum 50°C í Bresku-Kólumbíu og fórust allt að fimm hundruð skyndilega vegna hitans. Þá kviknuðu margir gróðureldar vegna hitans og loga þeir enn í héraðinu. Sérfræðingar hræðast þó að hitinn muni hafa enn verri og langvarandi afleiðingar á sjávardýr og vistkerfi við strendur Kanada. Christopher Harley, sjávarlíffræðingur við Háskólann í Bresku-Kólumbíu, hefur reiknað það út að meira en milljarður sjávardýra kunnu hafa farist vegna hitans. Hann segir að vísbendingar hamfaranna megi sjá á ströndum Vancouver. „Venjulega brakar ekki undan fótum manns þegar maður gengur á ströndinni. En núna eru svo margar tómar bláskeljar á ströndinni að maður kemst ekki hjá því að stíga á dauð dýr sem liggja á ströndinni,“ sagði Harley í samtali við fréttastofu Guardian. Harley segir að hann hafi fundið yfirgnæfandi lykt af rotnandi sjávarfangi við ströndina. Þá hafi hann tekið eftir því að margar dauðu bláskeljanna voru eldaðar, vegna þess hve vatn sem safnaðist hafði í polla á ströndinni var óvenjulega heitt. Þá hafi sniglar, krossfiskar og skelfiskar legið dauðir í hrúgum á ströndinni. Bláskeljar eru nokkuð harðar af sér og geta þolað hita langt upp að fjörutíu gráðum. Hrúðurkarlar eru enn harðari af sér og geta lifað allt upp í 45 stiga hita, að minnsta kosti í nokkra klukkutíma. „Þegar hitinn er orðinn hærri en það geta þessi dýr ekki lifað það af,“ segir Harley. Þessi fjöldadauði skelfiska gæti haft veruleg áhrif á vatnsgæðin við strendur Kanada en skelfiskar hjálpa til við að hreinsa sjávarvatn. Það leiðir til þess að sjórinn er nógu tær svo að sólargeislar nái niður til sjávargróðurs sem í kjölfarið skapar gott umhverfi fyrir aðrar tegundir sjávardýra. „Á einum fermeter, sem bláskeljar hafa komið sér fyrir á, geta verið tugir, jafnvel hundruð annarra tegunda,“ segir Harley. „Þú gætir komið þúsundum bláskelja fyrir á svæði sem er jafn stórt og eldavél. Og það eru hundruð ferkílómetrar af klettum við vesturströnd Kanada sem eru kjörin heimkynni fyrir bláskeljarnar. Fyrir utan það að við erum ekki að tala um eina tegund,“ segir Harley. Bláskeljar eru meðal þeirra skelfiska sem hafa tiltölulega stuttan líftíma, og fjölga sér eftir um tvö ár. Önnur smá sjávardýr, eins og krossfiskar og aðrir skelfiskar lifa í áratugi og fjölga sér mun hægar. Því gæti verið að sumir stofnar sem halda til við vesturströnd Kanada hafi orðið fyrir verulegum skelli í hitabylgjunni.
Kanada Dýr Loftslagsmál Tengdar fréttir Höfðu nokkrar mínútur til að flýja þegar bærinn brann til grunna Íbúar Lytton í Kanada áttu fótum sínum fjör að launa í gærkvöldi þegar skógareldur umlukti þorpið með litlum fyrirvara. Þeir flúðu í allar áttir en þorpið brann nánast allt til kaldra kola á nokkrum mínútum. 1. júlí 2021 20:06 Kviknað í bænum eftir röð hitameta Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. 1. júlí 2021 08:39 Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 30. júní 2021 06:55 Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Höfðu nokkrar mínútur til að flýja þegar bærinn brann til grunna Íbúar Lytton í Kanada áttu fótum sínum fjör að launa í gærkvöldi þegar skógareldur umlukti þorpið með litlum fyrirvara. Þeir flúðu í allar áttir en þorpið brann nánast allt til kaldra kola á nokkrum mínútum. 1. júlí 2021 20:06
Kviknað í bænum eftir röð hitameta Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. 1. júlí 2021 08:39
Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 30. júní 2021 06:55
Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47