Færeyingar brustu í grát þegar karlmaður var sýknaður af morði sextán ára stúlku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2021 16:45 Maðurinn var sýknaður af ákæru um að hafa myrt hina 16 ára gömlu Mariu Fuglø Christiansen í nóvember 2012. Vísir/Vilhelm 26 ára gamall maður var í morgun sýknaður af dómstóli í Færeyjum af ákæru um að hafa myrt hina sextán ára gömlu Mariu Fuglø Christiansen í nóvember 2012. Áhorfendur í dómstal brustu margir hverjir í grát þegar dómarinn las upp niðurstöðu dómsins. Færeyska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Maðurinn hefur verið í fangelsi síðan árið 2013 vegna annars máls, líkamsárásar og tilraunar til manndráps, en honum verður sleppt út í næstu viku. Karina Skou, verjandi hans sagðist ekki hissa á niðurstöðu dómsins eftir að hann var kveðinn upp. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þann 20. nóvember 2012 orðið Mariu að bana með því að hafa hrint henni í sjóinn og skilið hana þar eftir svo að hún drukknaði. Jógvan Páll Lassen, lögmaður í Færeyjum, segir að sýknan sé mikil skömm fyrir réttarkerfið í Færeyjum. Fram kemur í dómnum yfir manninum að niðurstöður réttarmeinafræðings hafi ekki bent til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað og að ekki væri hægt að byggja málið á óhaldbærum sönnunargögnum einvörðungu. Rannsökuðu hann vegna tilraunar hans til manndráps Hinn dæmdi hefur sjálfur lýst yfir sakleysi frá því að rannsókn á málinu átti sér stað en viðurkenndi þó að hafa hitt Mariu fyrir, sem hann hafði áður átt í sambandi við, á þriðja tímanum aðfaranótt 20. nóvember. Hann hafi rætt við hana stuttlega áður en leiðir þeirra skildu. Lýst var eftir Mariu morguninn 20. nóvember og fannst hún látinn degi síðar. Grunur um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað vaknaði ekki fyrr en eftir að maðurinn var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps í júlí 2013. Þrátt fyrir umfangsmikla rannsókn fundust engar haldbærar vísbendingar um að nokkuð glæpsamlegt hafi átt sér stað og lokaði lögregla rannsókn málsins í mars 2017. Rannsóknin var hins vegar opnuð að nýju í desember sama ár eftir að fjölskylda Mariu kærði ákvörðun lögreglu til ríkissaksóknara. Færeyjar Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Færeyska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Maðurinn hefur verið í fangelsi síðan árið 2013 vegna annars máls, líkamsárásar og tilraunar til manndráps, en honum verður sleppt út í næstu viku. Karina Skou, verjandi hans sagðist ekki hissa á niðurstöðu dómsins eftir að hann var kveðinn upp. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þann 20. nóvember 2012 orðið Mariu að bana með því að hafa hrint henni í sjóinn og skilið hana þar eftir svo að hún drukknaði. Jógvan Páll Lassen, lögmaður í Færeyjum, segir að sýknan sé mikil skömm fyrir réttarkerfið í Færeyjum. Fram kemur í dómnum yfir manninum að niðurstöður réttarmeinafræðings hafi ekki bent til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað og að ekki væri hægt að byggja málið á óhaldbærum sönnunargögnum einvörðungu. Rannsökuðu hann vegna tilraunar hans til manndráps Hinn dæmdi hefur sjálfur lýst yfir sakleysi frá því að rannsókn á málinu átti sér stað en viðurkenndi þó að hafa hitt Mariu fyrir, sem hann hafði áður átt í sambandi við, á þriðja tímanum aðfaranótt 20. nóvember. Hann hafi rætt við hana stuttlega áður en leiðir þeirra skildu. Lýst var eftir Mariu morguninn 20. nóvember og fannst hún látinn degi síðar. Grunur um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað vaknaði ekki fyrr en eftir að maðurinn var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps í júlí 2013. Þrátt fyrir umfangsmikla rannsókn fundust engar haldbærar vísbendingar um að nokkuð glæpsamlegt hafi átt sér stað og lokaði lögregla rannsókn málsins í mars 2017. Rannsóknin var hins vegar opnuð að nýju í desember sama ár eftir að fjölskylda Mariu kærði ákvörðun lögreglu til ríkissaksóknara.
Færeyjar Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira