Sport

Var staddur á heimili þjálfara síns þegar hann lenti í flugeldaslysinu á 4. júlí og lést

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matiss Kivlenieks lék með Columbus Blue Jackets í bandarísku atvinnumannadeildinni í íshokkí og var markvörður.
Matiss Kivlenieks lék með Columbus Blue Jackets í bandarísku atvinnumannadeildinni í íshokkí og var markvörður. Getty/Jamie Sabau

Íshokkí markvörðurinn Matiss Kivlenieks sem lést eftir flugeldaóhapp í fjórða júlí hátíðarhöldum í Bandaríkjunum var staddur á heimili markvarðarþjálfara liðsins, Manny Legace.

Kivlenieks, sem var 24 ára gamall Letti, lék með Columbus Blue Jackets í NHL-deildinni. Hann hafði spilað í NHL-deildinni síðan á 2019-20 tímabilinu.

Kivlenieks fékk mikið högg á brjóstkassann eftir að undirstaða fyrir flugeldaskot fór á flug. Hann sat ásamt fleirum í heitum potti og reyndi að forða sér undan en fékk járnið í brjóstkassann.

Atvikið er rannsakað sem slys en þrír á staðnum hringdu í Neyðarlínuna eftir slysið.

Kivlenieks var látinn þegar hann kom á sjúkrahúsið. Hann lést vegna mikill áverka á lungum og hjarta.

Kivlenieks og liðsfélagi hans Elvis Merzlikins höfðu ferðast til Novi í Michigan fylki þar sem markvarðarþjálfari Columbus Blue Jackets liðsins átti heima.

Í viðbót við hátíðarhöld vegna þjóðhátíðardags Bandaríkjanna þá var dóttir þjálfarans einnig að gifta sig.


Tengdar fréttir

Mark­vörður Lett­lands látinn að­eins 24 ára að aldri

Matiss Kivlenieks, markvörður Lettlands og Columbus Blue Jackets í NHL-deildinni í íshokkí, er látinn aðeins 24 ára að aldri. Aðeins rúmur mánuður er síðan Kivlenieks stóð í markinu er Lettland vann frækinn 2-0 sigur á Kanada á HM í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×