Gosið í dvala í sólarhring í lengsta hléi frá upphafi Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júlí 2021 23:40 Eldgígurinn í Fagradalsfjalli í kvöld. Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Enginn jarðeldur hefur sést á yfirborði í gígnum í Fagradalsfjalli í sólarhring. Þetta er lengsta goshlé frá upphafi eldgossins í Geldingadölum þann 19. mars síðastliðinn. Samkvæmt óróariti Veðurstofu Íslands hætti gosórói skyndilega laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Þó mátti sjá glitta í rauðglóandi bjarma í gígnum skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist hann hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum síðan þá. Órarit Veðurstofunnar sýnir gosóróa undanfarna tíu sólarhringa. Goshléin sjást þar sem bláa línan fer niður fyrir 2000 á skalanum.Veðurstofa Íslands Jarðvísindamenn segja að greinileg eðlisbreyting hafi orðið á gosinu þann 23. júni en fram að því hafði gangur þess verið óvenju jafn og stöðugur. Fyrsta goshléð varð fyrir níu sólarhringum, þann 27. júní, en varði aðeins í um hálftíma. Kvöldið eftir, þann 28. júní, virðist gosið hafa legið niðri í nokkrar klukkustundir. Tvö lengri goshlé, sem vörðu hvort um sig í um það bil sextán klukkustundir, fylgdu svo á föstudag og sunnudag. Gosið hefur til þessa jafnharðan tekið sig upp aftur og náð fyrri styrk. Þegar rýnt er í óróann síðastliðinn sólarhring virtist lengi vel framan af degi sem hann færi jafnt og þétt vaxandi. Um kvöldmatarleytið hættu línurnar að fara upp á við og hafa í kvöld fremur verið að síga niður á við. Hér má sjá eldgígínn í beinni útsendingu á vefmyndavél Vísis: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eldgígurinn lagðist í dvala í gærkvöldi Gosvirkni á yfirborði í eldgígnum í Fagradalsfjalli hætti skyndilega um ellefuleytið í gærkvöldi. Þó mátti sjá örlítið í rauðglóandi glóð skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist gígurinn hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum í morgun. 6. júlí 2021 11:11 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Samkvæmt óróariti Veðurstofu Íslands hætti gosórói skyndilega laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Þó mátti sjá glitta í rauðglóandi bjarma í gígnum skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist hann hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum síðan þá. Órarit Veðurstofunnar sýnir gosóróa undanfarna tíu sólarhringa. Goshléin sjást þar sem bláa línan fer niður fyrir 2000 á skalanum.Veðurstofa Íslands Jarðvísindamenn segja að greinileg eðlisbreyting hafi orðið á gosinu þann 23. júni en fram að því hafði gangur þess verið óvenju jafn og stöðugur. Fyrsta goshléð varð fyrir níu sólarhringum, þann 27. júní, en varði aðeins í um hálftíma. Kvöldið eftir, þann 28. júní, virðist gosið hafa legið niðri í nokkrar klukkustundir. Tvö lengri goshlé, sem vörðu hvort um sig í um það bil sextán klukkustundir, fylgdu svo á föstudag og sunnudag. Gosið hefur til þessa jafnharðan tekið sig upp aftur og náð fyrri styrk. Þegar rýnt er í óróann síðastliðinn sólarhring virtist lengi vel framan af degi sem hann færi jafnt og þétt vaxandi. Um kvöldmatarleytið hættu línurnar að fara upp á við og hafa í kvöld fremur verið að síga niður á við. Hér má sjá eldgígínn í beinni útsendingu á vefmyndavél Vísis:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eldgígurinn lagðist í dvala í gærkvöldi Gosvirkni á yfirborði í eldgígnum í Fagradalsfjalli hætti skyndilega um ellefuleytið í gærkvöldi. Þó mátti sjá örlítið í rauðglóandi glóð skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist gígurinn hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum í morgun. 6. júlí 2021 11:11 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Eldgígurinn lagðist í dvala í gærkvöldi Gosvirkni á yfirborði í eldgígnum í Fagradalsfjalli hætti skyndilega um ellefuleytið í gærkvöldi. Þó mátti sjá örlítið í rauðglóandi glóð skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist gígurinn hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum í morgun. 6. júlí 2021 11:11