Gosið í dvala í sólarhring í lengsta hléi frá upphafi Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júlí 2021 23:40 Eldgígurinn í Fagradalsfjalli í kvöld. Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Enginn jarðeldur hefur sést á yfirborði í gígnum í Fagradalsfjalli í sólarhring. Þetta er lengsta goshlé frá upphafi eldgossins í Geldingadölum þann 19. mars síðastliðinn. Samkvæmt óróariti Veðurstofu Íslands hætti gosórói skyndilega laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Þó mátti sjá glitta í rauðglóandi bjarma í gígnum skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist hann hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum síðan þá. Órarit Veðurstofunnar sýnir gosóróa undanfarna tíu sólarhringa. Goshléin sjást þar sem bláa línan fer niður fyrir 2000 á skalanum.Veðurstofa Íslands Jarðvísindamenn segja að greinileg eðlisbreyting hafi orðið á gosinu þann 23. júni en fram að því hafði gangur þess verið óvenju jafn og stöðugur. Fyrsta goshléð varð fyrir níu sólarhringum, þann 27. júní, en varði aðeins í um hálftíma. Kvöldið eftir, þann 28. júní, virðist gosið hafa legið niðri í nokkrar klukkustundir. Tvö lengri goshlé, sem vörðu hvort um sig í um það bil sextán klukkustundir, fylgdu svo á föstudag og sunnudag. Gosið hefur til þessa jafnharðan tekið sig upp aftur og náð fyrri styrk. Þegar rýnt er í óróann síðastliðinn sólarhring virtist lengi vel framan af degi sem hann færi jafnt og þétt vaxandi. Um kvöldmatarleytið hættu línurnar að fara upp á við og hafa í kvöld fremur verið að síga niður á við. Hér má sjá eldgígínn í beinni útsendingu á vefmyndavél Vísis: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eldgígurinn lagðist í dvala í gærkvöldi Gosvirkni á yfirborði í eldgígnum í Fagradalsfjalli hætti skyndilega um ellefuleytið í gærkvöldi. Þó mátti sjá örlítið í rauðglóandi glóð skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist gígurinn hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum í morgun. 6. júlí 2021 11:11 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Samkvæmt óróariti Veðurstofu Íslands hætti gosórói skyndilega laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Þó mátti sjá glitta í rauðglóandi bjarma í gígnum skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist hann hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum síðan þá. Órarit Veðurstofunnar sýnir gosóróa undanfarna tíu sólarhringa. Goshléin sjást þar sem bláa línan fer niður fyrir 2000 á skalanum.Veðurstofa Íslands Jarðvísindamenn segja að greinileg eðlisbreyting hafi orðið á gosinu þann 23. júni en fram að því hafði gangur þess verið óvenju jafn og stöðugur. Fyrsta goshléð varð fyrir níu sólarhringum, þann 27. júní, en varði aðeins í um hálftíma. Kvöldið eftir, þann 28. júní, virðist gosið hafa legið niðri í nokkrar klukkustundir. Tvö lengri goshlé, sem vörðu hvort um sig í um það bil sextán klukkustundir, fylgdu svo á föstudag og sunnudag. Gosið hefur til þessa jafnharðan tekið sig upp aftur og náð fyrri styrk. Þegar rýnt er í óróann síðastliðinn sólarhring virtist lengi vel framan af degi sem hann færi jafnt og þétt vaxandi. Um kvöldmatarleytið hættu línurnar að fara upp á við og hafa í kvöld fremur verið að síga niður á við. Hér má sjá eldgígínn í beinni útsendingu á vefmyndavél Vísis:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eldgígurinn lagðist í dvala í gærkvöldi Gosvirkni á yfirborði í eldgígnum í Fagradalsfjalli hætti skyndilega um ellefuleytið í gærkvöldi. Þó mátti sjá örlítið í rauðglóandi glóð skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist gígurinn hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum í morgun. 6. júlí 2021 11:11 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Eldgígurinn lagðist í dvala í gærkvöldi Gosvirkni á yfirborði í eldgígnum í Fagradalsfjalli hætti skyndilega um ellefuleytið í gærkvöldi. Þó mátti sjá örlítið í rauðglóandi glóð skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist gígurinn hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum í morgun. 6. júlí 2021 11:11