Fyrrverandi varakanslari fyrir dóm í tengslum við „Ibizagate“ Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2021 09:12 Heinz-Christian Strache (f.m.) hrökklaðist úr Frelsisflokknum eftir Ibiza-hneykslið en sneri aftur í stjórnmálin með nýjum flokki fyrrverandi frelsisflokksmanna. Vísir/EPA Réttarhöld yfir Heinz-Christian Strache, fyrrverandi varakanslara Austurríkis og leiðtoga Frelsisflokksins, hófust í Vín í morgun. Hann er sakaður um spillingu, meðal annars í hneykslismáli sem felldi ríkisstjórn landsins árið 2019 og kennt er við Ibiza. Strache sagði af sér sem varakanslari eftir að leynileg myndbandsupptaka birtist af honum ölvuðum í samræðum við rússneska konu á spænsku eyjunni Ibiza. Konan þóttist vera frænka rússnesks ólígarka og gaf í skyn að hún hefði hug á að kaupa stærsta götublað Austurríkis. Bauð Strache henni þá ábatasama samninga við ríkið í skiptum fyrir stuðning blaðsins við flokkinn. Upptakan, sem var gerð skömmu fyrir þingkosningar árið 2017, leiddi til spillingarrannsókna og var lagt hald á síma Strache og fleiri stjórnmálamanna. Hneykslismálið hefur verið nefnt „Ibizagate“ í fjölmiðlum. Í málinu sem var tekið fyrir í dag er Strache ákærður fyrir að reyna að breyta lögum í þágu einkarekins sjúkrahúss í skiptum fyrir framlög í kosningasjóði Frelsisflokksins. Hann er sakaður um að hafa þegið 10.000 evrur, jafnvirði tæprar einnar og hálfrar milljónar íslenskra króna. AP-fréttastofan segir að Strache gæti átt yfir höfði sér sex mánaða til fimm ára fangelsisrefsingu verði hann fundinn sekur. Lögmenn hans segja að hvorki hann né þeir ætli að tjá sig opinberlega á meðan réttarhöldin standa yfir. Austurríki Rússland Tengdar fréttir Kurz og Græningjar náðu saman Austurríski þjóðarflokkurinn (ÖVP) og Græningjar þar í landi hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir nokkurra mánaða viðræður. 2. janúar 2020 07:20 Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18 Allir ráðherrar austurríska Frelsisflokksins segja af sér Alls fimm ráðherrar flokksins hafa nú sagt af sér, auk varakanslarans, í kjölfar hneykslismáls sem skekur Austurríki. 20. maí 2019 19:41 Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Strache sagði af sér sem varakanslari eftir að leynileg myndbandsupptaka birtist af honum ölvuðum í samræðum við rússneska konu á spænsku eyjunni Ibiza. Konan þóttist vera frænka rússnesks ólígarka og gaf í skyn að hún hefði hug á að kaupa stærsta götublað Austurríkis. Bauð Strache henni þá ábatasama samninga við ríkið í skiptum fyrir stuðning blaðsins við flokkinn. Upptakan, sem var gerð skömmu fyrir þingkosningar árið 2017, leiddi til spillingarrannsókna og var lagt hald á síma Strache og fleiri stjórnmálamanna. Hneykslismálið hefur verið nefnt „Ibizagate“ í fjölmiðlum. Í málinu sem var tekið fyrir í dag er Strache ákærður fyrir að reyna að breyta lögum í þágu einkarekins sjúkrahúss í skiptum fyrir framlög í kosningasjóði Frelsisflokksins. Hann er sakaður um að hafa þegið 10.000 evrur, jafnvirði tæprar einnar og hálfrar milljónar íslenskra króna. AP-fréttastofan segir að Strache gæti átt yfir höfði sér sex mánaða til fimm ára fangelsisrefsingu verði hann fundinn sekur. Lögmenn hans segja að hvorki hann né þeir ætli að tjá sig opinberlega á meðan réttarhöldin standa yfir.
Austurríki Rússland Tengdar fréttir Kurz og Græningjar náðu saman Austurríski þjóðarflokkurinn (ÖVP) og Græningjar þar í landi hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir nokkurra mánaða viðræður. 2. janúar 2020 07:20 Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18 Allir ráðherrar austurríska Frelsisflokksins segja af sér Alls fimm ráðherrar flokksins hafa nú sagt af sér, auk varakanslarans, í kjölfar hneykslismáls sem skekur Austurríki. 20. maí 2019 19:41 Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Kurz og Græningjar náðu saman Austurríski þjóðarflokkurinn (ÖVP) og Græningjar þar í landi hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir nokkurra mánaða viðræður. 2. janúar 2020 07:20
Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18
Allir ráðherrar austurríska Frelsisflokksins segja af sér Alls fimm ráðherrar flokksins hafa nú sagt af sér, auk varakanslarans, í kjölfar hneykslismáls sem skekur Austurríki. 20. maí 2019 19:41
Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04