Fyrrverandi varakanslari fyrir dóm í tengslum við „Ibizagate“ Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2021 09:12 Heinz-Christian Strache (f.m.) hrökklaðist úr Frelsisflokknum eftir Ibiza-hneykslið en sneri aftur í stjórnmálin með nýjum flokki fyrrverandi frelsisflokksmanna. Vísir/EPA Réttarhöld yfir Heinz-Christian Strache, fyrrverandi varakanslara Austurríkis og leiðtoga Frelsisflokksins, hófust í Vín í morgun. Hann er sakaður um spillingu, meðal annars í hneykslismáli sem felldi ríkisstjórn landsins árið 2019 og kennt er við Ibiza. Strache sagði af sér sem varakanslari eftir að leynileg myndbandsupptaka birtist af honum ölvuðum í samræðum við rússneska konu á spænsku eyjunni Ibiza. Konan þóttist vera frænka rússnesks ólígarka og gaf í skyn að hún hefði hug á að kaupa stærsta götublað Austurríkis. Bauð Strache henni þá ábatasama samninga við ríkið í skiptum fyrir stuðning blaðsins við flokkinn. Upptakan, sem var gerð skömmu fyrir þingkosningar árið 2017, leiddi til spillingarrannsókna og var lagt hald á síma Strache og fleiri stjórnmálamanna. Hneykslismálið hefur verið nefnt „Ibizagate“ í fjölmiðlum. Í málinu sem var tekið fyrir í dag er Strache ákærður fyrir að reyna að breyta lögum í þágu einkarekins sjúkrahúss í skiptum fyrir framlög í kosningasjóði Frelsisflokksins. Hann er sakaður um að hafa þegið 10.000 evrur, jafnvirði tæprar einnar og hálfrar milljónar íslenskra króna. AP-fréttastofan segir að Strache gæti átt yfir höfði sér sex mánaða til fimm ára fangelsisrefsingu verði hann fundinn sekur. Lögmenn hans segja að hvorki hann né þeir ætli að tjá sig opinberlega á meðan réttarhöldin standa yfir. Austurríki Rússland Tengdar fréttir Kurz og Græningjar náðu saman Austurríski þjóðarflokkurinn (ÖVP) og Græningjar þar í landi hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir nokkurra mánaða viðræður. 2. janúar 2020 07:20 Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18 Allir ráðherrar austurríska Frelsisflokksins segja af sér Alls fimm ráðherrar flokksins hafa nú sagt af sér, auk varakanslarans, í kjölfar hneykslismáls sem skekur Austurríki. 20. maí 2019 19:41 Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Strache sagði af sér sem varakanslari eftir að leynileg myndbandsupptaka birtist af honum ölvuðum í samræðum við rússneska konu á spænsku eyjunni Ibiza. Konan þóttist vera frænka rússnesks ólígarka og gaf í skyn að hún hefði hug á að kaupa stærsta götublað Austurríkis. Bauð Strache henni þá ábatasama samninga við ríkið í skiptum fyrir stuðning blaðsins við flokkinn. Upptakan, sem var gerð skömmu fyrir þingkosningar árið 2017, leiddi til spillingarrannsókna og var lagt hald á síma Strache og fleiri stjórnmálamanna. Hneykslismálið hefur verið nefnt „Ibizagate“ í fjölmiðlum. Í málinu sem var tekið fyrir í dag er Strache ákærður fyrir að reyna að breyta lögum í þágu einkarekins sjúkrahúss í skiptum fyrir framlög í kosningasjóði Frelsisflokksins. Hann er sakaður um að hafa þegið 10.000 evrur, jafnvirði tæprar einnar og hálfrar milljónar íslenskra króna. AP-fréttastofan segir að Strache gæti átt yfir höfði sér sex mánaða til fimm ára fangelsisrefsingu verði hann fundinn sekur. Lögmenn hans segja að hvorki hann né þeir ætli að tjá sig opinberlega á meðan réttarhöldin standa yfir.
Austurríki Rússland Tengdar fréttir Kurz og Græningjar náðu saman Austurríski þjóðarflokkurinn (ÖVP) og Græningjar þar í landi hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir nokkurra mánaða viðræður. 2. janúar 2020 07:20 Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18 Allir ráðherrar austurríska Frelsisflokksins segja af sér Alls fimm ráðherrar flokksins hafa nú sagt af sér, auk varakanslarans, í kjölfar hneykslismáls sem skekur Austurríki. 20. maí 2019 19:41 Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Kurz og Græningjar náðu saman Austurríski þjóðarflokkurinn (ÖVP) og Græningjar þar í landi hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir nokkurra mánaða viðræður. 2. janúar 2020 07:20
Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18
Allir ráðherrar austurríska Frelsisflokksins segja af sér Alls fimm ráðherrar flokksins hafa nú sagt af sér, auk varakanslarans, í kjölfar hneykslismáls sem skekur Austurríki. 20. maí 2019 19:41
Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04