Fyrrverandi varakanslari fyrir dóm í tengslum við „Ibizagate“ Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2021 09:12 Heinz-Christian Strache (f.m.) hrökklaðist úr Frelsisflokknum eftir Ibiza-hneykslið en sneri aftur í stjórnmálin með nýjum flokki fyrrverandi frelsisflokksmanna. Vísir/EPA Réttarhöld yfir Heinz-Christian Strache, fyrrverandi varakanslara Austurríkis og leiðtoga Frelsisflokksins, hófust í Vín í morgun. Hann er sakaður um spillingu, meðal annars í hneykslismáli sem felldi ríkisstjórn landsins árið 2019 og kennt er við Ibiza. Strache sagði af sér sem varakanslari eftir að leynileg myndbandsupptaka birtist af honum ölvuðum í samræðum við rússneska konu á spænsku eyjunni Ibiza. Konan þóttist vera frænka rússnesks ólígarka og gaf í skyn að hún hefði hug á að kaupa stærsta götublað Austurríkis. Bauð Strache henni þá ábatasama samninga við ríkið í skiptum fyrir stuðning blaðsins við flokkinn. Upptakan, sem var gerð skömmu fyrir þingkosningar árið 2017, leiddi til spillingarrannsókna og var lagt hald á síma Strache og fleiri stjórnmálamanna. Hneykslismálið hefur verið nefnt „Ibizagate“ í fjölmiðlum. Í málinu sem var tekið fyrir í dag er Strache ákærður fyrir að reyna að breyta lögum í þágu einkarekins sjúkrahúss í skiptum fyrir framlög í kosningasjóði Frelsisflokksins. Hann er sakaður um að hafa þegið 10.000 evrur, jafnvirði tæprar einnar og hálfrar milljónar íslenskra króna. AP-fréttastofan segir að Strache gæti átt yfir höfði sér sex mánaða til fimm ára fangelsisrefsingu verði hann fundinn sekur. Lögmenn hans segja að hvorki hann né þeir ætli að tjá sig opinberlega á meðan réttarhöldin standa yfir. Austurríki Rússland Tengdar fréttir Kurz og Græningjar náðu saman Austurríski þjóðarflokkurinn (ÖVP) og Græningjar þar í landi hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir nokkurra mánaða viðræður. 2. janúar 2020 07:20 Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18 Allir ráðherrar austurríska Frelsisflokksins segja af sér Alls fimm ráðherrar flokksins hafa nú sagt af sér, auk varakanslarans, í kjölfar hneykslismáls sem skekur Austurríki. 20. maí 2019 19:41 Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Strache sagði af sér sem varakanslari eftir að leynileg myndbandsupptaka birtist af honum ölvuðum í samræðum við rússneska konu á spænsku eyjunni Ibiza. Konan þóttist vera frænka rússnesks ólígarka og gaf í skyn að hún hefði hug á að kaupa stærsta götublað Austurríkis. Bauð Strache henni þá ábatasama samninga við ríkið í skiptum fyrir stuðning blaðsins við flokkinn. Upptakan, sem var gerð skömmu fyrir þingkosningar árið 2017, leiddi til spillingarrannsókna og var lagt hald á síma Strache og fleiri stjórnmálamanna. Hneykslismálið hefur verið nefnt „Ibizagate“ í fjölmiðlum. Í málinu sem var tekið fyrir í dag er Strache ákærður fyrir að reyna að breyta lögum í þágu einkarekins sjúkrahúss í skiptum fyrir framlög í kosningasjóði Frelsisflokksins. Hann er sakaður um að hafa þegið 10.000 evrur, jafnvirði tæprar einnar og hálfrar milljónar íslenskra króna. AP-fréttastofan segir að Strache gæti átt yfir höfði sér sex mánaða til fimm ára fangelsisrefsingu verði hann fundinn sekur. Lögmenn hans segja að hvorki hann né þeir ætli að tjá sig opinberlega á meðan réttarhöldin standa yfir.
Austurríki Rússland Tengdar fréttir Kurz og Græningjar náðu saman Austurríski þjóðarflokkurinn (ÖVP) og Græningjar þar í landi hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir nokkurra mánaða viðræður. 2. janúar 2020 07:20 Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18 Allir ráðherrar austurríska Frelsisflokksins segja af sér Alls fimm ráðherrar flokksins hafa nú sagt af sér, auk varakanslarans, í kjölfar hneykslismáls sem skekur Austurríki. 20. maí 2019 19:41 Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Kurz og Græningjar náðu saman Austurríski þjóðarflokkurinn (ÖVP) og Græningjar þar í landi hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir nokkurra mánaða viðræður. 2. janúar 2020 07:20
Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18
Allir ráðherrar austurríska Frelsisflokksins segja af sér Alls fimm ráðherrar flokksins hafa nú sagt af sér, auk varakanslarans, í kjölfar hneykslismáls sem skekur Austurríki. 20. maí 2019 19:41
Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04