Að minnsta kosti 150 létust í fleiri en 400 skotárásum yfir þjóðhátíðarhelgina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. júlí 2021 07:39 Í New York hefur byssuglæpum fjölgað um 40 prósent það sem af er ári. epa/Justin Lane Að minnsta kosti 150 létust í yfir 400 skotárásum í Bandaríkjunum síðastliðna helgi, þegar landsmenn fögnuðu þjóðhátíðardeginum 4. júlí. Enn er verið að uppfæra tölurnar, sem ná yfir 72 klukkustunda tímabil frá föstudegi til sunnudags. Samkvæmt lögrelguyfirvöldum í New York dró reyndar saman í byssuofbeldinu frá fyrra ári en 26 létust í 21 skotárás síðustu helgi, samanborið við 30 dauðsföll í 25 árásum í fyrra. Á sjálfan fullveldisdaginn létust þrettán í tólf skotárásum, samanborið við átta dauðsföll í átta skotárásum árið 2020. Skotárásum í borginni hefur fjölgað um 40 prósent milli ára almennt. Í Chicago voru 83 skotnir, þar af 14 drepnir, frá því kl. 18 á föstudag og til kl. 6 á mánudagsmorgun. Meðal særðu voru fimm og sex ára stúlkur. Samkvæmt CNN áttu nokkrar „fjöldaárásir“ sér stað um helgina en þá er átt við árás þar sem fjórir eða fleiri deyja eða særast, að árásarmanninum undanskildum. Átta særðust í skotárás nærri bílaþvottastöð í Fort Worth í Texas á sunnudagsmorgun, þegar átök brutust út milli hópa manna. Einn mannanna gekk á brott og snéri svo aftur með byssu og hóf að skjóta á hóp fólks. Nokkrir skutu til baka. Lögregla segir flesta særðu hafa verið einstaklinga sem áttu leið hjá. Í Norfolk í Virginíu voru fjögur börn skotin á föstudag. Börnin eru talin munu ná fullum bata en lögregla hefur handtekið meintan árásarmann, 15 ára gamlan dreng. Einn lést og ellefu særðust, þar af tveir alvarlega, þegar skotið var á fólk í hverfispartý í Toledo í Ohio og sunnudag. Látni var 17 ára og hinir alvarlega særðu 19 ára og 51 árs. Þá létust tveir unglingspiltar og þrír særðust í skotárás í Cincinnati á sunnudag og í Dallas sinnti lögregla tveimur útköllum vegna skotárása, þar sem samtals fimm urðu fyrir skoti og þrír létust. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut golfþjálfara með tvo látna á pallinum Lögreglan í Atlanta í Bandaríkjunum leitar nú einstaklings sem skaut golfþjálfarann Gene Siller til bana á golfvelli norður af borginni á laugardag. Viðkomandi er einnig grunaður um að hafa orðið tveimur öðrum að bana. 5. júlí 2021 07:53 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira
Samkvæmt lögrelguyfirvöldum í New York dró reyndar saman í byssuofbeldinu frá fyrra ári en 26 létust í 21 skotárás síðustu helgi, samanborið við 30 dauðsföll í 25 árásum í fyrra. Á sjálfan fullveldisdaginn létust þrettán í tólf skotárásum, samanborið við átta dauðsföll í átta skotárásum árið 2020. Skotárásum í borginni hefur fjölgað um 40 prósent milli ára almennt. Í Chicago voru 83 skotnir, þar af 14 drepnir, frá því kl. 18 á föstudag og til kl. 6 á mánudagsmorgun. Meðal særðu voru fimm og sex ára stúlkur. Samkvæmt CNN áttu nokkrar „fjöldaárásir“ sér stað um helgina en þá er átt við árás þar sem fjórir eða fleiri deyja eða særast, að árásarmanninum undanskildum. Átta særðust í skotárás nærri bílaþvottastöð í Fort Worth í Texas á sunnudagsmorgun, þegar átök brutust út milli hópa manna. Einn mannanna gekk á brott og snéri svo aftur með byssu og hóf að skjóta á hóp fólks. Nokkrir skutu til baka. Lögregla segir flesta særðu hafa verið einstaklinga sem áttu leið hjá. Í Norfolk í Virginíu voru fjögur börn skotin á föstudag. Börnin eru talin munu ná fullum bata en lögregla hefur handtekið meintan árásarmann, 15 ára gamlan dreng. Einn lést og ellefu særðust, þar af tveir alvarlega, þegar skotið var á fólk í hverfispartý í Toledo í Ohio og sunnudag. Látni var 17 ára og hinir alvarlega særðu 19 ára og 51 árs. Þá létust tveir unglingspiltar og þrír særðust í skotárás í Cincinnati á sunnudag og í Dallas sinnti lögregla tveimur útköllum vegna skotárása, þar sem samtals fimm urðu fyrir skoti og þrír létust.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut golfþjálfara með tvo látna á pallinum Lögreglan í Atlanta í Bandaríkjunum leitar nú einstaklings sem skaut golfþjálfarann Gene Siller til bana á golfvelli norður af borginni á laugardag. Viðkomandi er einnig grunaður um að hafa orðið tveimur öðrum að bana. 5. júlí 2021 07:53 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira
Skaut golfþjálfara með tvo látna á pallinum Lögreglan í Atlanta í Bandaríkjunum leitar nú einstaklings sem skaut golfþjálfarann Gene Siller til bana á golfvelli norður af borginni á laugardag. Viðkomandi er einnig grunaður um að hafa orðið tveimur öðrum að bana. 5. júlí 2021 07:53