Fram vann 10 Kórdrengi í markaleik - Tap í fyrsta leik Guðjóns Þórðar Valur Páll Eiríksson skrifar 5. júlí 2021 21:10 Framarar eru óstöðvandi í Lengjudeildinni. Vísir/Haraldur Guðjónsson 10. umferð Lengjudeildar karla í fótbolta kláraðist í kvöld með þremur leikjum. Fram styrkti stöðu sína á toppnum með 4-3 sigri á Kórdrengjum en mikið var skorað í leikjum kvöldsins. Taplaust topplið Fram tók á móti Kórdrengjum á Framvelli. 2-2 stóð í hálfleik þar sem Albert Hafsteinsson hafði komið Fram yfir í tvígang en sjálfsmark Arons Þórðar Albertssonar og mark frá Connor Simpson fyrir Kórdrengi skömmu fyrir hálfleik þýddi að staðan var jöfn. Leonard Sigurðsson kom Kórdrengjum yfir á 52. mínútu en aðeins þremur mínútum síðar fékk liðsfélagi hans Davíð Þór Ásbjörnsson að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fram gekk á lagið þar sem Alex Freyr Elísson jafnaði leikinn strax í kjölfarið á 57. mínútu. Tíu mínútum síðar fullkomnaði Albert Hafsteinsson þrennu sína og tryggði Fram 4-3 sigur. Fram er því með 28 stig eftir tíu leiki á toppi deildarinnar, sex stigum á undan ÍBV sem vann Þrótt naumlega fyrr í kvöld. Kórdrengir eru aftur á móti með 16 stig í 4. sæti. Grindavík tók á móti Aftureldingu þar sem Arnór Gauti Ragnarsson kom gestunum yfir snemma leiks. Tvö mörk Sigurðar Bjarts Hallssonar kom Grindvíkingum aftur á móti 2-1 yfir og þannig stóð fram á 74. mínútu. Pedro Vázquez jafnaði þá fyrir Mosfellinga af vítapunktinum áður en Anton Logi Lúðvíksson skoraði þriðja mark þeirra aðeins þremur mínútum síðar. Mark Símons Loga Thasapong undir lok leiks tryggði Grindvíkingum hins vegar stig, 3-3 jafntefli niðurstaðan. Grindavík verður af mikilvægum stigum í toppbaráttunni en liðið er með 18 stig í 3. sæti, fjórum á eftir Eyjamönnum sem eru þar fyrir ofan. Afturelding er hins vegar með 13 stig í 7. sæti. Þriðja þrennan í sumar Á Seltjarnarnesi var Guðjón Þórðarson að stýra Víkingum frá Ólafsvík í fyrsta skipti frá því að hann tók við af Gunnari Einarssyni á dögunum. Bæði lið þurftu á stigum að halda í botnbaráttu deildarinnar. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Pétur Theódór Árnason, skoraði tvö mörk fyrir Gróttu til að veita þeim 2-0 forskot í hléi. Anel Crnac minnkaði muninn fyrir gestina eftir fimm mínútna leik í síðari hálfleik en Pétur var ekki hættur þar sem að hann skoraði þriðja mark sitt og þriðja mark Gróttu á 57. mínútu. Guðfinnur Þór Lárusson klóraði í bakkann fyrir Ólafsvíkinga undir lok uppbótartíma en það kom of seint. 3-2 sigur Gróttu staðreynd. Um er að ræða þriðju þrennu Péturs Theódórs í sumar og er hann markahæstur í deildinni með 13 mörk. Grótta er eftir sigurinn með ellefu stig, fjórum stigum frá fallsæti. Víkingar eru hins vegar enn aðeins með eitt stig á botni deildarinnar. Lengjudeildin Fram Víkingur Ólafsvík Grótta Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Taplaust topplið Fram tók á móti Kórdrengjum á Framvelli. 2-2 stóð í hálfleik þar sem Albert Hafsteinsson hafði komið Fram yfir í tvígang en sjálfsmark Arons Þórðar Albertssonar og mark frá Connor Simpson fyrir Kórdrengi skömmu fyrir hálfleik þýddi að staðan var jöfn. Leonard Sigurðsson kom Kórdrengjum yfir á 52. mínútu en aðeins þremur mínútum síðar fékk liðsfélagi hans Davíð Þór Ásbjörnsson að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fram gekk á lagið þar sem Alex Freyr Elísson jafnaði leikinn strax í kjölfarið á 57. mínútu. Tíu mínútum síðar fullkomnaði Albert Hafsteinsson þrennu sína og tryggði Fram 4-3 sigur. Fram er því með 28 stig eftir tíu leiki á toppi deildarinnar, sex stigum á undan ÍBV sem vann Þrótt naumlega fyrr í kvöld. Kórdrengir eru aftur á móti með 16 stig í 4. sæti. Grindavík tók á móti Aftureldingu þar sem Arnór Gauti Ragnarsson kom gestunum yfir snemma leiks. Tvö mörk Sigurðar Bjarts Hallssonar kom Grindvíkingum aftur á móti 2-1 yfir og þannig stóð fram á 74. mínútu. Pedro Vázquez jafnaði þá fyrir Mosfellinga af vítapunktinum áður en Anton Logi Lúðvíksson skoraði þriðja mark þeirra aðeins þremur mínútum síðar. Mark Símons Loga Thasapong undir lok leiks tryggði Grindvíkingum hins vegar stig, 3-3 jafntefli niðurstaðan. Grindavík verður af mikilvægum stigum í toppbaráttunni en liðið er með 18 stig í 3. sæti, fjórum á eftir Eyjamönnum sem eru þar fyrir ofan. Afturelding er hins vegar með 13 stig í 7. sæti. Þriðja þrennan í sumar Á Seltjarnarnesi var Guðjón Þórðarson að stýra Víkingum frá Ólafsvík í fyrsta skipti frá því að hann tók við af Gunnari Einarssyni á dögunum. Bæði lið þurftu á stigum að halda í botnbaráttu deildarinnar. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Pétur Theódór Árnason, skoraði tvö mörk fyrir Gróttu til að veita þeim 2-0 forskot í hléi. Anel Crnac minnkaði muninn fyrir gestina eftir fimm mínútna leik í síðari hálfleik en Pétur var ekki hættur þar sem að hann skoraði þriðja mark sitt og þriðja mark Gróttu á 57. mínútu. Guðfinnur Þór Lárusson klóraði í bakkann fyrir Ólafsvíkinga undir lok uppbótartíma en það kom of seint. 3-2 sigur Gróttu staðreynd. Um er að ræða þriðju þrennu Péturs Theódórs í sumar og er hann markahæstur í deildinni með 13 mörk. Grótta er eftir sigurinn með ellefu stig, fjórum stigum frá fallsæti. Víkingar eru hins vegar enn aðeins með eitt stig á botni deildarinnar.
Lengjudeildin Fram Víkingur Ólafsvík Grótta Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira