Læti eftir leik á Wimbledon mótinu: „Þú veist að hún er að ljúga“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2021 10:31 Hin ástralska Ajla Tomljanovic komst áfram á Wimbledon mótinu eftir sigur á Jelena Ostapenko frá Lettlandi. AP/Alberto Pezzali Ástralinn Ajla Tomljanovic er komin áfram í fjórðu umferð á Wimbledon mótinu í tennis en leikur hennar í þriðju umferðinni komst í fréttirnar eftir rifrildi milli hennar og mótherjans, Jelenu Ostapenko frá Lettlandi. Tomljanovic byrjaði leikinn ekki vel og Ostapenko vann fyrsta settið 4-6. Hún tryggði sér aftur á móti sigur og sæti í næstu umferð með því að vinna næstu tvö sett 6-4 og 6-2. Leiðindin á milli Tomljanovic og Ostapenko byrjuðu fyrir alvöru í síðasta settinu þegar Ostapenko tók sér meiðslaleikhlé í stöðunni 4-0 fyrir Tomljanovic. Ajla Tomljanovic and Jelena Ostapenko traded insults in front of the umpire at the end of their third-round match #bbctennis #Wimbledon— BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2021 Tomljanovic var mjög ósátt með það og taldi mótherja sinn vera að gera sér upp meiðsli til að leita ráða hjá þjálfara sínum. Fram að því var ekki hægt að sjá að sú lettneska væri að glíma við einhver meiðsli. Tomljanovic reiddist þegar Ostapenko fékk að taka leikhléið. „Þú veist að hún er að ljúga, við vitum það öll,“ sagði hún við dómara leiksins. Dómarinn svaraði með því að Ostapenko ætti rétt á því að leita sér lækninga í búningsklefanum. Ostapenko tók sér líka langan tíma og lengri tíma en hún mátti. Allt í einu stoppaði klukkan og Tomljanovic spurði af hverju. Ostapenko lét loksins sjá sig en tókst ekki að stoppa Tomljanovic sem vann settið 6-2 og þar með leikinn. 'You're the WORST player on the tour'Jelena Ostapenko rages at Ajla Tomljanovic after losing third round match at Wimbledonhttps://t.co/TjUaJmbgEQ— MailOnline Sport (@MailSport) July 4, 2021 Eftir leikinn var enn meiri dramatík. Ostapenko þakkaði ekki strax fyrir leikinn heldur fór að ganga frá sínu dóti. Tomljanovic þakkaði áhorfendunum fyrir á meðan. Ostapenko kom loksins að netinu og þakkaði fyrir leikinn en skaut þá um leið á Tomljanovic. „Framkoma þín er hræðileg, hræðileg,“ sagði Jelena Ostapenko „Segir hver,“ svaraði Ajla Tomljanovic. „Þú sýnir enga virðingu,“ sagði Ostapenko og hélt því síðan fram að Tomljanovic væri versti leikmaðurinn á mótaröðinni. Ostapenko sagði eftir leikinn að ef hún hefði verið bara fimmtíu prósent heil þá hefði hún unnið þá áströlsku. „Að mínu mati þá sýndi hún mér mikla vanvirðingu því allir geta meiðst í þessari íþrótt sem og í öllum öðrum. Hvernig hetur hún kallað mig lygara þegar hún veit ekkert hvað er í gangi? Kannski voru þetta eldri meiðsli. Kannski var þetta ekki nýr sársauki,“ sagði Ostapenko og hélt áfram: „Þú getur ekki sagt þetta. Ekki fyrir framan alla, að kalla mig lygara. Þetta er ekki sæmandi. Þessa vegna kallaði ég hana slæman leikmann vegna þessarar framkomu. Þó þú sért að vinna þá getur ekki gert allt sem þú vilt,“ sagði Ostapenko. Tomljanovic svaraði þessu: „Hún getur haldið því fram að hún hafi verið meidd en ég held að hún hafi ekki verið meidd. Það var ekkert að henni allan leikinn en þegar hún er lent 4-0 undir þá kallar hún leikhlé. Ég hef spilað við marga leikmenn og ég veit hvenær þær eru meiddar og hvenær ekki,“ sagði Tomljanovic. „Ofan á allt saman þá ásakar hún mig um virðingarleysi í lok leiksins. Þetta er bara hlægilegt. Þetta er skammarleg framkomu af leikmanni sem hefur unnið risamót. Krakkar horfa á hana og sjá þetta,“ sagði Tomljanovic. Hún baðst þó afsökunar ef það sé rétt að andstæðingur hennar hafi verið meidd. Tennis Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Sjá meira
Tomljanovic byrjaði leikinn ekki vel og Ostapenko vann fyrsta settið 4-6. Hún tryggði sér aftur á móti sigur og sæti í næstu umferð með því að vinna næstu tvö sett 6-4 og 6-2. Leiðindin á milli Tomljanovic og Ostapenko byrjuðu fyrir alvöru í síðasta settinu þegar Ostapenko tók sér meiðslaleikhlé í stöðunni 4-0 fyrir Tomljanovic. Ajla Tomljanovic and Jelena Ostapenko traded insults in front of the umpire at the end of their third-round match #bbctennis #Wimbledon— BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2021 Tomljanovic var mjög ósátt með það og taldi mótherja sinn vera að gera sér upp meiðsli til að leita ráða hjá þjálfara sínum. Fram að því var ekki hægt að sjá að sú lettneska væri að glíma við einhver meiðsli. Tomljanovic reiddist þegar Ostapenko fékk að taka leikhléið. „Þú veist að hún er að ljúga, við vitum það öll,“ sagði hún við dómara leiksins. Dómarinn svaraði með því að Ostapenko ætti rétt á því að leita sér lækninga í búningsklefanum. Ostapenko tók sér líka langan tíma og lengri tíma en hún mátti. Allt í einu stoppaði klukkan og Tomljanovic spurði af hverju. Ostapenko lét loksins sjá sig en tókst ekki að stoppa Tomljanovic sem vann settið 6-2 og þar með leikinn. 'You're the WORST player on the tour'Jelena Ostapenko rages at Ajla Tomljanovic after losing third round match at Wimbledonhttps://t.co/TjUaJmbgEQ— MailOnline Sport (@MailSport) July 4, 2021 Eftir leikinn var enn meiri dramatík. Ostapenko þakkaði ekki strax fyrir leikinn heldur fór að ganga frá sínu dóti. Tomljanovic þakkaði áhorfendunum fyrir á meðan. Ostapenko kom loksins að netinu og þakkaði fyrir leikinn en skaut þá um leið á Tomljanovic. „Framkoma þín er hræðileg, hræðileg,“ sagði Jelena Ostapenko „Segir hver,“ svaraði Ajla Tomljanovic. „Þú sýnir enga virðingu,“ sagði Ostapenko og hélt því síðan fram að Tomljanovic væri versti leikmaðurinn á mótaröðinni. Ostapenko sagði eftir leikinn að ef hún hefði verið bara fimmtíu prósent heil þá hefði hún unnið þá áströlsku. „Að mínu mati þá sýndi hún mér mikla vanvirðingu því allir geta meiðst í þessari íþrótt sem og í öllum öðrum. Hvernig hetur hún kallað mig lygara þegar hún veit ekkert hvað er í gangi? Kannski voru þetta eldri meiðsli. Kannski var þetta ekki nýr sársauki,“ sagði Ostapenko og hélt áfram: „Þú getur ekki sagt þetta. Ekki fyrir framan alla, að kalla mig lygara. Þetta er ekki sæmandi. Þessa vegna kallaði ég hana slæman leikmann vegna þessarar framkomu. Þó þú sért að vinna þá getur ekki gert allt sem þú vilt,“ sagði Ostapenko. Tomljanovic svaraði þessu: „Hún getur haldið því fram að hún hafi verið meidd en ég held að hún hafi ekki verið meidd. Það var ekkert að henni allan leikinn en þegar hún er lent 4-0 undir þá kallar hún leikhlé. Ég hef spilað við marga leikmenn og ég veit hvenær þær eru meiddar og hvenær ekki,“ sagði Tomljanovic. „Ofan á allt saman þá ásakar hún mig um virðingarleysi í lok leiksins. Þetta er bara hlægilegt. Þetta er skammarleg framkomu af leikmanni sem hefur unnið risamót. Krakkar horfa á hana og sjá þetta,“ sagði Tomljanovic. Hún baðst þó afsökunar ef það sé rétt að andstæðingur hennar hafi verið meidd.
Tennis Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Sjá meira