Nokkrir sjálfboðaliðar komu hengibrú upp í óbyggðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júlí 2021 16:08 Steinn Hrútur Eiríksson er meðal þeirra sem kom brúni upp. arnar halldórsson Hópur sjálfboðaliða gaf vinnu sína og kom upp 29 metra langri hengibrú í óbyggðum í Lónsöræfum. Vinnan tók 22 daga og segir sjálfboðaliði verkefnið eitt það skemmtilegasta sem hann hafi komist í. Hugmyndina að göngubrúnni fékk Gunnlaugur Benedikt Ólafsson á Stafafelli sem sótti um styrk úr framkvæmdasjóði ferðamálastaða og fékk úthlutaðar sjö milljónir. „Þetta er hluti af hans hugmynd um að opna gönguleið sem hann kallar Austurstræti. Og er gullfalleg leið þarna inn frá en vandamálið er að þarna eru nokkrar ár sem eru erfiðar,“ sagði Steinn Hrútur Eiríksson, eigandi Brimuxa. Hluti hópsins við uppsetningu í óbyggðum.Steinn hrútur eiríksson Uppsetning tók 22 daga Var því ákveðið að ráðast í smíði á hengibrú yfir Víðidalsá. Styrkurinn dugði fyrir verkstæðisvinnu og byggingarefni en þá stóð uppsetning brúarinnar eftir. Steinn ásamt tólf öðrum settu hana upp í sjálfboðaliðastarfi. „Við buðumst til að setja hana upp í okkar frítíma. Þetta endaði með einhverjum 22 löngum vinnudögum inni á fjöllum í fyrrasumar með okkar fólki. Slatta af sjálfboðaliðum sem komu með okkur og varð úr þessu yndislegt frí, skemmtilegt.“ Verkefnið var þó krefjandi enda svæðið langt frá byggð og samgöngur engar. Ákveðið var að hafa hengibrúna eins einfalda og hægt væri vegna erfiðra aðstæðna við flutninga langt inn í óbyggðir. „Ef okkur vantaði eitthvað þá tók fimm tíma að labba að Illakamb. Þaðan þurfti að bera allt. Þannig það tók sex til sjö tíma að komast í næstu búð þannig það var langur dagur ef það vantaði eitthvað,“ sagði Steinn. Hópurinn borðar kvöldmat eftir langan vinnudag.steinn hrútur eiríksson Brúin sem er um 29 metra löng og opnar leið austur eftir og inn í dalina sem snúa að Álftafirði. Steinn segir verkefnið eitt það skemmtilegasta sem hann hefur tekið þátt í og er hópurinn hvergi nærri hættur. „Ég reikna með að við höldum áfram næsta vetur og næsta sumar að ráðast í næstu brú sem verður minni en opnar svæðið enn frekar.“ Við uppsetningu.steinn hrútur eiríksson Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Hugmyndina að göngubrúnni fékk Gunnlaugur Benedikt Ólafsson á Stafafelli sem sótti um styrk úr framkvæmdasjóði ferðamálastaða og fékk úthlutaðar sjö milljónir. „Þetta er hluti af hans hugmynd um að opna gönguleið sem hann kallar Austurstræti. Og er gullfalleg leið þarna inn frá en vandamálið er að þarna eru nokkrar ár sem eru erfiðar,“ sagði Steinn Hrútur Eiríksson, eigandi Brimuxa. Hluti hópsins við uppsetningu í óbyggðum.Steinn hrútur eiríksson Uppsetning tók 22 daga Var því ákveðið að ráðast í smíði á hengibrú yfir Víðidalsá. Styrkurinn dugði fyrir verkstæðisvinnu og byggingarefni en þá stóð uppsetning brúarinnar eftir. Steinn ásamt tólf öðrum settu hana upp í sjálfboðaliðastarfi. „Við buðumst til að setja hana upp í okkar frítíma. Þetta endaði með einhverjum 22 löngum vinnudögum inni á fjöllum í fyrrasumar með okkar fólki. Slatta af sjálfboðaliðum sem komu með okkur og varð úr þessu yndislegt frí, skemmtilegt.“ Verkefnið var þó krefjandi enda svæðið langt frá byggð og samgöngur engar. Ákveðið var að hafa hengibrúna eins einfalda og hægt væri vegna erfiðra aðstæðna við flutninga langt inn í óbyggðir. „Ef okkur vantaði eitthvað þá tók fimm tíma að labba að Illakamb. Þaðan þurfti að bera allt. Þannig það tók sex til sjö tíma að komast í næstu búð þannig það var langur dagur ef það vantaði eitthvað,“ sagði Steinn. Hópurinn borðar kvöldmat eftir langan vinnudag.steinn hrútur eiríksson Brúin sem er um 29 metra löng og opnar leið austur eftir og inn í dalina sem snúa að Álftafirði. Steinn segir verkefnið eitt það skemmtilegasta sem hann hefur tekið þátt í og er hópurinn hvergi nærri hættur. „Ég reikna með að við höldum áfram næsta vetur og næsta sumar að ráðast í næstu brú sem verður minni en opnar svæðið enn frekar.“ Við uppsetningu.steinn hrútur eiríksson
Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira