Sumarveður í öllum landshlutum um helgina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júlí 2021 12:01 Sumarveður á landinu öllu um helgina. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir um og yfir fimmtán stiga hita í öllum landshlutum um helgina. Hlýjast verður á Norðausturlandi þar sem jafnframt hefur dregið úr vatnavöxtum. Fyrsta helgi júlímánaðar er ár hvert mikil ferðahelgi. Þeir sem ætla að elta góða veðrið á ferðalagi um helgina hafa úr mörgum landshlutum að velja en hiti verður um og yfir fimmtán stig á landinu öllu. „Það er útlit fyrir fremur hæga breytilega átt svona á öllu landinu. Jafnvel hafgolu einkum síðari hluta daganna. Það er bjartviðri á öllu landinu en þó líkur á einhverju þokulofti út með ströndinni, einkum á kvöldin og fram undir morgun. Lítil úrkoma, stöku síðdegisskúr hér og þar sem fylgir þessu góða og hýja veðri. Hitanum verður nokkuð jafn skipt um allt landið, um og yfir 15 stig í öllum landshlutum á hverjum einasta degi,“ sagði Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hlýjast veður á Norðausturlandi þar sem hiti slær í tuttugu stig. „Heilt yfir er enginn landshluti sem sker sig neitt rosalega úr veðurlega. Það er helst Suðausturlandið þar sem verður helst skúraloft á sunnudaginn,“ sagði Eiríkur Örn. Staðan skárri á Norðurlandi Miklir vatnavextir hafa verið á norðurlandi vegna hlýinda. Hættustig er í gildi á svæðinu en fólk sem býr í Fnjóskadal fyrir innan Illugastaði er innilokað eftir að vegur fór í sundur. Yfirlögregluþjónn segir að það væsi ekki um íbúa og að það hafi dregið úr vatnavöxtum. „Staðan er bara skárri. Það hafa ekki komið upplýsingar um frekari skemmdir á vegum eða mannvirkjum. Það er heldur að sjattna í þessum ám hérna eins og t.d. Eyjafjarðará og Fnjóská,“ sagði Kristján Kristjánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra. Veður Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Akureyri Tengdar fréttir Hættustigi vegna vatnavaxta á Norðurlandi eystra lýst yfir Gífurlegir vatnavextir eru í ám og vötnum á svæðinu. 1. júlí 2021 16:20 Miklir vatnavextir á Seyðisfirði Mikil hlýindi og leysingar hafa verið á Seyðisfirði síðustu daga líkt og annars staðar á Austur- og Norðurlandi. 1. júlí 2021 09:54 Gríðarlegir vatnavextir valda vegaskemmdum á Norðurlandi Gríðarlegir vatnavextir á norðanverðu landinu hafa víða gert skráveifu í vegakerfinu. Illugastaðavegur í Fjóskadal er farinn í sundur á um tveggja kílómetra kafla innan við Illugastaði og Eyjafjarðarbraut eystri er farin í sundur við Þverá. 1. júlí 2021 06:41 Hugsanlegt að vegir rofni og brýr skemmist í Eyjafirði Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur varað fólk í Eyjafirði að vera á ferðinni á þjóðveginum að óþörfu. Búast megi við miklum áframhaldandi vatnavöxtum þar og í Þingeyjarsveit. 30. júní 2021 23:13 Gríðarlegir vatnavextir fyrir norðan: Flæddi inn á tjaldsvæði við Vaglaskóg Gríðarlegir vatnavextir eru í Þingeyjarsveit vegna leysinga og hefur Fnjóská flætt yfir bakka sína og inn á tjaldsvæðið við Vaglaskóg. Vatnsmagn í Glerá er einnig gífurlegt og segir umsjónaraðili virkjana í ánni að hér séu á ferð mestu sumarleysingar í mannaminnum. 30. júní 2021 17:22 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Fyrsta helgi júlímánaðar er ár hvert mikil ferðahelgi. Þeir sem ætla að elta góða veðrið á ferðalagi um helgina hafa úr mörgum landshlutum að velja en hiti verður um og yfir fimmtán stig á landinu öllu. „Það er útlit fyrir fremur hæga breytilega átt svona á öllu landinu. Jafnvel hafgolu einkum síðari hluta daganna. Það er bjartviðri á öllu landinu en þó líkur á einhverju þokulofti út með ströndinni, einkum á kvöldin og fram undir morgun. Lítil úrkoma, stöku síðdegisskúr hér og þar sem fylgir þessu góða og hýja veðri. Hitanum verður nokkuð jafn skipt um allt landið, um og yfir 15 stig í öllum landshlutum á hverjum einasta degi,“ sagði Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hlýjast veður á Norðausturlandi þar sem hiti slær í tuttugu stig. „Heilt yfir er enginn landshluti sem sker sig neitt rosalega úr veðurlega. Það er helst Suðausturlandið þar sem verður helst skúraloft á sunnudaginn,“ sagði Eiríkur Örn. Staðan skárri á Norðurlandi Miklir vatnavextir hafa verið á norðurlandi vegna hlýinda. Hættustig er í gildi á svæðinu en fólk sem býr í Fnjóskadal fyrir innan Illugastaði er innilokað eftir að vegur fór í sundur. Yfirlögregluþjónn segir að það væsi ekki um íbúa og að það hafi dregið úr vatnavöxtum. „Staðan er bara skárri. Það hafa ekki komið upplýsingar um frekari skemmdir á vegum eða mannvirkjum. Það er heldur að sjattna í þessum ám hérna eins og t.d. Eyjafjarðará og Fnjóská,“ sagði Kristján Kristjánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra.
Veður Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Akureyri Tengdar fréttir Hættustigi vegna vatnavaxta á Norðurlandi eystra lýst yfir Gífurlegir vatnavextir eru í ám og vötnum á svæðinu. 1. júlí 2021 16:20 Miklir vatnavextir á Seyðisfirði Mikil hlýindi og leysingar hafa verið á Seyðisfirði síðustu daga líkt og annars staðar á Austur- og Norðurlandi. 1. júlí 2021 09:54 Gríðarlegir vatnavextir valda vegaskemmdum á Norðurlandi Gríðarlegir vatnavextir á norðanverðu landinu hafa víða gert skráveifu í vegakerfinu. Illugastaðavegur í Fjóskadal er farinn í sundur á um tveggja kílómetra kafla innan við Illugastaði og Eyjafjarðarbraut eystri er farin í sundur við Þverá. 1. júlí 2021 06:41 Hugsanlegt að vegir rofni og brýr skemmist í Eyjafirði Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur varað fólk í Eyjafirði að vera á ferðinni á þjóðveginum að óþörfu. Búast megi við miklum áframhaldandi vatnavöxtum þar og í Þingeyjarsveit. 30. júní 2021 23:13 Gríðarlegir vatnavextir fyrir norðan: Flæddi inn á tjaldsvæði við Vaglaskóg Gríðarlegir vatnavextir eru í Þingeyjarsveit vegna leysinga og hefur Fnjóská flætt yfir bakka sína og inn á tjaldsvæðið við Vaglaskóg. Vatnsmagn í Glerá er einnig gífurlegt og segir umsjónaraðili virkjana í ánni að hér séu á ferð mestu sumarleysingar í mannaminnum. 30. júní 2021 17:22 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Hættustigi vegna vatnavaxta á Norðurlandi eystra lýst yfir Gífurlegir vatnavextir eru í ám og vötnum á svæðinu. 1. júlí 2021 16:20
Miklir vatnavextir á Seyðisfirði Mikil hlýindi og leysingar hafa verið á Seyðisfirði síðustu daga líkt og annars staðar á Austur- og Norðurlandi. 1. júlí 2021 09:54
Gríðarlegir vatnavextir valda vegaskemmdum á Norðurlandi Gríðarlegir vatnavextir á norðanverðu landinu hafa víða gert skráveifu í vegakerfinu. Illugastaðavegur í Fjóskadal er farinn í sundur á um tveggja kílómetra kafla innan við Illugastaði og Eyjafjarðarbraut eystri er farin í sundur við Þverá. 1. júlí 2021 06:41
Hugsanlegt að vegir rofni og brýr skemmist í Eyjafirði Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur varað fólk í Eyjafirði að vera á ferðinni á þjóðveginum að óþörfu. Búast megi við miklum áframhaldandi vatnavöxtum þar og í Þingeyjarsveit. 30. júní 2021 23:13
Gríðarlegir vatnavextir fyrir norðan: Flæddi inn á tjaldsvæði við Vaglaskóg Gríðarlegir vatnavextir eru í Þingeyjarsveit vegna leysinga og hefur Fnjóská flætt yfir bakka sína og inn á tjaldsvæðið við Vaglaskóg. Vatnsmagn í Glerá er einnig gífurlegt og segir umsjónaraðili virkjana í ánni að hér séu á ferð mestu sumarleysingar í mannaminnum. 30. júní 2021 17:22