Óvíst um gerð þriðja nýja flugvallarins á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júlí 2021 23:10 Teikning af fyrirhugðum flugvelli í Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Kalaallit Airports Horfur eru á að Grænlendingar verði að sætta sig við að fá bara tvo nýja alþjóðflugvelli að sinni en ekki þrjá, eins og að var stefnt. Vegna fjárskorts hafa grænlensk stjórnvöld neyðst til að fresta gerð nýs aðalflugvallar fyrir Suður-Grænland. Flugvallauppbyggingin er langstærsta innviðafjárfesting í sögu Grænlendinga og eru framkvæmdir komnar af stað bæði í Nuuk og Ilulissat, en fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Flugvellirnir þrír. Framkvæmdir eru hafnar við vellina í Nuuk og Ilulissat en óvissa er um Qaqortoq.Stöð 2/Google Earth. Áformin í Qaqortoq eru hins vegar í frosti en nýjum flugvelli þar er ætlað að taka við hlutverki Narsarsuaq sem aðalflugvöllur Suður-Grænlands. Þar er búið að hanna völl með fimmtán hundruð metra langri flugbraut og glæsilegri flugstöð, sem þjóna á bæði innanlands- og millilandaflugi. Qaqortoq-flugvöllur er hannaður til að hann geti tekið við minni farþegaþotum.Kalaallit Airports Það kom hins vegar babb í bátinn þegar tilboðin voru opnuð í fyrra. Þau lægstu reyndust nærri tvöfalt hærri en sá fjárhagsrammi sem grænlenska landsstjórnin hafði markað fyrir verkið. Ramminn var um það bil ellefu milljarðar íslenska króna, en ekkert boð barst undir tuttugu milljörðum króna. Í hópi bjóðenda sem valdir höfðu verið í forvali var Ístak. Gert er ráð fyrir glæsilegri 4.300 fermetra flugstöð í Qaqortoq.KALAALLIT AIRPORTS Eftir nokkra umhugsun ákvað grænlenska stjórnin að endurtaka útboðið í von um að fá lægri tilboð en án þess þó að minnka umfang verksins. Nýja útboðið breytti hins vegar engu, að því er Sermitsiaq skýrði frá. Tilboðin lækkuðu ekkert, sem kom reyndar fáum á óvart, enda var verið að bjóða út nákvæmlega sama verkið. Þverskurðarmynd af fyrirhugaðri flugstöð.Kalaallit Airports Á sama tíma hafa borist fréttir af háum bakreikningum verktaka vegna hinna flugvallanna og að kostnaður þar stefni í að fara langt fram úr áætlunum sem nemur átján milljörðum íslenskra króna. Í frétt KNR er lýst áhyggjum um að tvísýnt sé um að nýr flugvöllur á Suður-Grænlandi verði að veruleika á næstu árum en til stóð að hann yrði tekinn í notkun á árinu 2023. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Endurtaka útboð í gerð flugvallar á Grænlandi Flugvallafélag grænlenskra stjórnvalda, Kalaallit Airports, hefur ákveðið að bjóða út að nýju gerð flugvallar við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Þetta er endurtekning á útboði í fyrra en tilboðin sem þá bárust voru sögð hafa verið öll hátt yfir fjárhagsramma verkefnisins. Íslenski verktakinn Ístak var í hópi bjóðenda, sem valdir höfðu verið að undangengnu forvali. 17. janúar 2021 22:00 Skoða minni flugstöð og styttri flugbraut Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur skýrt fjárlaganefnd landsstjórnar Grænlands frá því að félagið sé að skoða þann möguleika að skera niður stærð fyrirhugaðrar flugstöðvar og að stytta flugbraut í Qaqortoq á Suður-Grænlandi. 13. september 2020 22:48 Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. 6. september 2020 09:38 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Flugvallauppbyggingin er langstærsta innviðafjárfesting í sögu Grænlendinga og eru framkvæmdir komnar af stað bæði í Nuuk og Ilulissat, en fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Flugvellirnir þrír. Framkvæmdir eru hafnar við vellina í Nuuk og Ilulissat en óvissa er um Qaqortoq.Stöð 2/Google Earth. Áformin í Qaqortoq eru hins vegar í frosti en nýjum flugvelli þar er ætlað að taka við hlutverki Narsarsuaq sem aðalflugvöllur Suður-Grænlands. Þar er búið að hanna völl með fimmtán hundruð metra langri flugbraut og glæsilegri flugstöð, sem þjóna á bæði innanlands- og millilandaflugi. Qaqortoq-flugvöllur er hannaður til að hann geti tekið við minni farþegaþotum.Kalaallit Airports Það kom hins vegar babb í bátinn þegar tilboðin voru opnuð í fyrra. Þau lægstu reyndust nærri tvöfalt hærri en sá fjárhagsrammi sem grænlenska landsstjórnin hafði markað fyrir verkið. Ramminn var um það bil ellefu milljarðar íslenska króna, en ekkert boð barst undir tuttugu milljörðum króna. Í hópi bjóðenda sem valdir höfðu verið í forvali var Ístak. Gert er ráð fyrir glæsilegri 4.300 fermetra flugstöð í Qaqortoq.KALAALLIT AIRPORTS Eftir nokkra umhugsun ákvað grænlenska stjórnin að endurtaka útboðið í von um að fá lægri tilboð en án þess þó að minnka umfang verksins. Nýja útboðið breytti hins vegar engu, að því er Sermitsiaq skýrði frá. Tilboðin lækkuðu ekkert, sem kom reyndar fáum á óvart, enda var verið að bjóða út nákvæmlega sama verkið. Þverskurðarmynd af fyrirhugaðri flugstöð.Kalaallit Airports Á sama tíma hafa borist fréttir af háum bakreikningum verktaka vegna hinna flugvallanna og að kostnaður þar stefni í að fara langt fram úr áætlunum sem nemur átján milljörðum íslenskra króna. Í frétt KNR er lýst áhyggjum um að tvísýnt sé um að nýr flugvöllur á Suður-Grænlandi verði að veruleika á næstu árum en til stóð að hann yrði tekinn í notkun á árinu 2023. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Endurtaka útboð í gerð flugvallar á Grænlandi Flugvallafélag grænlenskra stjórnvalda, Kalaallit Airports, hefur ákveðið að bjóða út að nýju gerð flugvallar við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Þetta er endurtekning á útboði í fyrra en tilboðin sem þá bárust voru sögð hafa verið öll hátt yfir fjárhagsramma verkefnisins. Íslenski verktakinn Ístak var í hópi bjóðenda, sem valdir höfðu verið að undangengnu forvali. 17. janúar 2021 22:00 Skoða minni flugstöð og styttri flugbraut Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur skýrt fjárlaganefnd landsstjórnar Grænlands frá því að félagið sé að skoða þann möguleika að skera niður stærð fyrirhugaðrar flugstöðvar og að stytta flugbraut í Qaqortoq á Suður-Grænlandi. 13. september 2020 22:48 Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. 6. september 2020 09:38 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Endurtaka útboð í gerð flugvallar á Grænlandi Flugvallafélag grænlenskra stjórnvalda, Kalaallit Airports, hefur ákveðið að bjóða út að nýju gerð flugvallar við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Þetta er endurtekning á útboði í fyrra en tilboðin sem þá bárust voru sögð hafa verið öll hátt yfir fjárhagsramma verkefnisins. Íslenski verktakinn Ístak var í hópi bjóðenda, sem valdir höfðu verið að undangengnu forvali. 17. janúar 2021 22:00
Skoða minni flugstöð og styttri flugbraut Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur skýrt fjárlaganefnd landsstjórnar Grænlands frá því að félagið sé að skoða þann möguleika að skera niður stærð fyrirhugaðrar flugstöðvar og að stytta flugbraut í Qaqortoq á Suður-Grænlandi. 13. september 2020 22:48
Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. 6. september 2020 09:38
Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15
Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40