Óvíst um gerð þriðja nýja flugvallarins á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júlí 2021 23:10 Teikning af fyrirhugðum flugvelli í Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Kalaallit Airports Horfur eru á að Grænlendingar verði að sætta sig við að fá bara tvo nýja alþjóðflugvelli að sinni en ekki þrjá, eins og að var stefnt. Vegna fjárskorts hafa grænlensk stjórnvöld neyðst til að fresta gerð nýs aðalflugvallar fyrir Suður-Grænland. Flugvallauppbyggingin er langstærsta innviðafjárfesting í sögu Grænlendinga og eru framkvæmdir komnar af stað bæði í Nuuk og Ilulissat, en fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Flugvellirnir þrír. Framkvæmdir eru hafnar við vellina í Nuuk og Ilulissat en óvissa er um Qaqortoq.Stöð 2/Google Earth. Áformin í Qaqortoq eru hins vegar í frosti en nýjum flugvelli þar er ætlað að taka við hlutverki Narsarsuaq sem aðalflugvöllur Suður-Grænlands. Þar er búið að hanna völl með fimmtán hundruð metra langri flugbraut og glæsilegri flugstöð, sem þjóna á bæði innanlands- og millilandaflugi. Qaqortoq-flugvöllur er hannaður til að hann geti tekið við minni farþegaþotum.Kalaallit Airports Það kom hins vegar babb í bátinn þegar tilboðin voru opnuð í fyrra. Þau lægstu reyndust nærri tvöfalt hærri en sá fjárhagsrammi sem grænlenska landsstjórnin hafði markað fyrir verkið. Ramminn var um það bil ellefu milljarðar íslenska króna, en ekkert boð barst undir tuttugu milljörðum króna. Í hópi bjóðenda sem valdir höfðu verið í forvali var Ístak. Gert er ráð fyrir glæsilegri 4.300 fermetra flugstöð í Qaqortoq.KALAALLIT AIRPORTS Eftir nokkra umhugsun ákvað grænlenska stjórnin að endurtaka útboðið í von um að fá lægri tilboð en án þess þó að minnka umfang verksins. Nýja útboðið breytti hins vegar engu, að því er Sermitsiaq skýrði frá. Tilboðin lækkuðu ekkert, sem kom reyndar fáum á óvart, enda var verið að bjóða út nákvæmlega sama verkið. Þverskurðarmynd af fyrirhugaðri flugstöð.Kalaallit Airports Á sama tíma hafa borist fréttir af háum bakreikningum verktaka vegna hinna flugvallanna og að kostnaður þar stefni í að fara langt fram úr áætlunum sem nemur átján milljörðum íslenskra króna. Í frétt KNR er lýst áhyggjum um að tvísýnt sé um að nýr flugvöllur á Suður-Grænlandi verði að veruleika á næstu árum en til stóð að hann yrði tekinn í notkun á árinu 2023. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Endurtaka útboð í gerð flugvallar á Grænlandi Flugvallafélag grænlenskra stjórnvalda, Kalaallit Airports, hefur ákveðið að bjóða út að nýju gerð flugvallar við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Þetta er endurtekning á útboði í fyrra en tilboðin sem þá bárust voru sögð hafa verið öll hátt yfir fjárhagsramma verkefnisins. Íslenski verktakinn Ístak var í hópi bjóðenda, sem valdir höfðu verið að undangengnu forvali. 17. janúar 2021 22:00 Skoða minni flugstöð og styttri flugbraut Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur skýrt fjárlaganefnd landsstjórnar Grænlands frá því að félagið sé að skoða þann möguleika að skera niður stærð fyrirhugaðrar flugstöðvar og að stytta flugbraut í Qaqortoq á Suður-Grænlandi. 13. september 2020 22:48 Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. 6. september 2020 09:38 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Flugvallauppbyggingin er langstærsta innviðafjárfesting í sögu Grænlendinga og eru framkvæmdir komnar af stað bæði í Nuuk og Ilulissat, en fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Flugvellirnir þrír. Framkvæmdir eru hafnar við vellina í Nuuk og Ilulissat en óvissa er um Qaqortoq.Stöð 2/Google Earth. Áformin í Qaqortoq eru hins vegar í frosti en nýjum flugvelli þar er ætlað að taka við hlutverki Narsarsuaq sem aðalflugvöllur Suður-Grænlands. Þar er búið að hanna völl með fimmtán hundruð metra langri flugbraut og glæsilegri flugstöð, sem þjóna á bæði innanlands- og millilandaflugi. Qaqortoq-flugvöllur er hannaður til að hann geti tekið við minni farþegaþotum.Kalaallit Airports Það kom hins vegar babb í bátinn þegar tilboðin voru opnuð í fyrra. Þau lægstu reyndust nærri tvöfalt hærri en sá fjárhagsrammi sem grænlenska landsstjórnin hafði markað fyrir verkið. Ramminn var um það bil ellefu milljarðar íslenska króna, en ekkert boð barst undir tuttugu milljörðum króna. Í hópi bjóðenda sem valdir höfðu verið í forvali var Ístak. Gert er ráð fyrir glæsilegri 4.300 fermetra flugstöð í Qaqortoq.KALAALLIT AIRPORTS Eftir nokkra umhugsun ákvað grænlenska stjórnin að endurtaka útboðið í von um að fá lægri tilboð en án þess þó að minnka umfang verksins. Nýja útboðið breytti hins vegar engu, að því er Sermitsiaq skýrði frá. Tilboðin lækkuðu ekkert, sem kom reyndar fáum á óvart, enda var verið að bjóða út nákvæmlega sama verkið. Þverskurðarmynd af fyrirhugaðri flugstöð.Kalaallit Airports Á sama tíma hafa borist fréttir af háum bakreikningum verktaka vegna hinna flugvallanna og að kostnaður þar stefni í að fara langt fram úr áætlunum sem nemur átján milljörðum íslenskra króna. Í frétt KNR er lýst áhyggjum um að tvísýnt sé um að nýr flugvöllur á Suður-Grænlandi verði að veruleika á næstu árum en til stóð að hann yrði tekinn í notkun á árinu 2023. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Endurtaka útboð í gerð flugvallar á Grænlandi Flugvallafélag grænlenskra stjórnvalda, Kalaallit Airports, hefur ákveðið að bjóða út að nýju gerð flugvallar við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Þetta er endurtekning á útboði í fyrra en tilboðin sem þá bárust voru sögð hafa verið öll hátt yfir fjárhagsramma verkefnisins. Íslenski verktakinn Ístak var í hópi bjóðenda, sem valdir höfðu verið að undangengnu forvali. 17. janúar 2021 22:00 Skoða minni flugstöð og styttri flugbraut Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur skýrt fjárlaganefnd landsstjórnar Grænlands frá því að félagið sé að skoða þann möguleika að skera niður stærð fyrirhugaðrar flugstöðvar og að stytta flugbraut í Qaqortoq á Suður-Grænlandi. 13. september 2020 22:48 Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. 6. september 2020 09:38 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Endurtaka útboð í gerð flugvallar á Grænlandi Flugvallafélag grænlenskra stjórnvalda, Kalaallit Airports, hefur ákveðið að bjóða út að nýju gerð flugvallar við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Þetta er endurtekning á útboði í fyrra en tilboðin sem þá bárust voru sögð hafa verið öll hátt yfir fjárhagsramma verkefnisins. Íslenski verktakinn Ístak var í hópi bjóðenda, sem valdir höfðu verið að undangengnu forvali. 17. janúar 2021 22:00
Skoða minni flugstöð og styttri flugbraut Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur skýrt fjárlaganefnd landsstjórnar Grænlands frá því að félagið sé að skoða þann möguleika að skera niður stærð fyrirhugaðrar flugstöðvar og að stytta flugbraut í Qaqortoq á Suður-Grænlandi. 13. september 2020 22:48
Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. 6. september 2020 09:38
Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15
Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40