Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 2-0 | Valsmenn með átta stiga forskot á toppnum Árni Jóhannsson skrifar 1. júlí 2021 22:07 Valsmenn unnu mikilvægan sigur í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Valur vann 2-0 heimasigur á FH að Hlíðarenda í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. Sigurður Egill Lárusson og Sverrir Páll Hjaltested skoruðu mörk Vals í þægilegum sigri þeirra. Leikurinn byrjaði fjörlega og var ljóst að liðin voru að reyna að spila góðan fótbolta en þó án þess að skapa sér nokkur færi. Um miðbik fyrri hálfleiks dró þó úr hraða leiksins og dómarinn byrjaði að flauta á allskonar brot, dómar sem bæði voru réttir og rangir, þannig að bæði lið voru mjög ósátt við hann og var dómarinn í stórhættu á að missa tökin á leiknum og litu fjögur gul spjöld dagsins ljós á mjög skömmum tíma. Þetta gerði það að verkum að flæðið var ekkert og mikið miðjumoð. Heimamenn voru fyrri til að ranka við sér og sköpuðu sér nokkur hálffæri í blálok fyrri hálfleiks en bæði lið gátu gengið til búningsherbergja ósátt með gang leiksins í stöðunni 0-0. Valsmenn komu út í seinni hálfleikinn af meiri krafti og þegar um 12 mínútur voru liðnar af honum skoruðu þeir fyrsta markið. Kristinn Freyr Sigurðsson fékk nægan tíma á miðjum vallarhelming FH-inga til að bíða eftir hlaupum félaga sinna inn fyrir vörn gestanna. Hann fann Sigurð Egil Lárusson á fjærstöng og gerði Sigurður vel í því að taka boltann á lofti og smella honum inn fyrir nærstöngina. Valsmenn komnir með forskot sem var verðskuldað heilt yfir. Þá tók við kafli þar sem heimamönnum leið mjög vel. FH hafði boltann en ógnaði ekki neitt. Valsmenn biðu eftir sénsinum sínum og fengu hann á 74. mínútu þegar þeir tvöfölduðu forskot sitt. Orri Sigurður Ómarsson, sem var að öðrum ólöstuðum í Val maður leiksins, fékk boltann við miðju vinstra megin og gat eins og Kristinn í fyrsta markinu beðið eftir hlaupinu sem hann vildi. Nægur var tíminn. Sverrir Páll Hjaltested tók á rás inn fyrir varnarlínuna og fékk einnig nægan tíma til að athafna sig og setti hann boltann framhjá markverðinum örugglega og staðan 2-0. Lokamínúturnar voru að mestu leyti óáhugaverðar þar sem FH reyndi en ekkert gekk. Þeir fengu aukaspyrnu þó á lokamínútum leiksins og úr skotinu vildu þeir fá vítaspyrnu fyrir hendi en líklega var staðan á höndinni ekki óeðlileg. Leikurinn var flautaður af og Valsmenn geta verið ánægður með dagsverkið. Af hverju vann Valur? Á þessum tímapunkti er Valur bara mikið betra fótboltalið. Þeim líður vel inn á vellinum, sem ekki er hægt að segja um FH, og geta þvingað leikina í það að henta sér. Þeir nýttu tvö færi í dag sem var meira en nóg því FH skapaði sér ekki neitt af viti. Bestir á vellinum? Orri Sigurður Ómarsson spilaði feykilega vel í dag. Hann skapaði usla þegar hann komst upp kantinn og var partur af mjög öruggri varnarlínu Valsmanna. Þá þarf einnig að nefna Birki Heimisson sem dreifði boltanum mjög vel upp í hornin sem skapaði langmest fyrir heimamenn. Hvað gekk illa? FH gekk illa að skapa sér færi. Þeir virka mjög þungir og því gerist ekkert þegar þeir reyna að sprengja upp leik sinn. Þá verður að minnast á það að í báðum mörkunum fengu Valsmenn óhóflegan tíma til að athafna sig og skapa sér góðar stöður sem þeir og nýttu. Hvað næst? Bæði lið spila Evrópuleiki í næstu viku. Valsmenn fara til Zagreb á miðvikudaginn og keppa þar við Dinamo frá Zagreb í Meistaradeildinni. FH fá írska liðið Sligo í heimsókn í Sambandsdeildinni og eins og fyrirliði þeirra komst að orði þá er þetta mikilvæg keppni fyrir félagið. Þarna gefst allavega tækifæri til að skrúfa upp stemmningu og byrja þetta mót af alvöru. Sigurður Egill: Þetta var frábær frammistaða Sigurður Egill var á skotskónum í kvöld.vísir/bára Umræðan hefur verið þannig að Valsmenn séu ekki að spila eins og vel og þeir ættu að geta en þeir ættu að geta verið sáttir í kvöld og var Sigurður Egill Lárusson spurður út í hana. „Þetta var frábær frammistaða. Mér fannst við skulda sjálfum okkur og stuðningsmönnum okkar svona góða frammistöðu. Þetta var virkilega heilsteyptur leikur og ég virkilega ánægður með þetta. Við héldum boltanum mjög vel en það hefur ekki tekist sem skildi í síðustu leikjum innan liðsins. Svo vorum við að komast upp í hornin og nýttum færin okkar mjög vel.“ Sigurður, eins og áður segir, skoraði fyrra mark Vals í dag og var hann beðinn um að tala um markið sitt. „Ég sá bara að Kiddi fékk boltann og tók hlaupið inn fyrir. Ég og Kiddi þekkjum hvorn annan mjög vel og ég hitti boltann svakalega vel.“ Að lokum var Sigurður spurður hvort eitthvað hafi komið honum á óvart við FH en þeir voru mjög máttlausir fram á við í leiknum. „Nei ekkert sem kom á óvart. Við lögðum þennan leik vel upp og Heimir þekkir liðið þeirra náttúrlega mjög vel og við vorum svo bara tilbúnir í þetta.“ Valur FH Pepsi Max-deild karla
Valur vann 2-0 heimasigur á FH að Hlíðarenda í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. Sigurður Egill Lárusson og Sverrir Páll Hjaltested skoruðu mörk Vals í þægilegum sigri þeirra. Leikurinn byrjaði fjörlega og var ljóst að liðin voru að reyna að spila góðan fótbolta en þó án þess að skapa sér nokkur færi. Um miðbik fyrri hálfleiks dró þó úr hraða leiksins og dómarinn byrjaði að flauta á allskonar brot, dómar sem bæði voru réttir og rangir, þannig að bæði lið voru mjög ósátt við hann og var dómarinn í stórhættu á að missa tökin á leiknum og litu fjögur gul spjöld dagsins ljós á mjög skömmum tíma. Þetta gerði það að verkum að flæðið var ekkert og mikið miðjumoð. Heimamenn voru fyrri til að ranka við sér og sköpuðu sér nokkur hálffæri í blálok fyrri hálfleiks en bæði lið gátu gengið til búningsherbergja ósátt með gang leiksins í stöðunni 0-0. Valsmenn komu út í seinni hálfleikinn af meiri krafti og þegar um 12 mínútur voru liðnar af honum skoruðu þeir fyrsta markið. Kristinn Freyr Sigurðsson fékk nægan tíma á miðjum vallarhelming FH-inga til að bíða eftir hlaupum félaga sinna inn fyrir vörn gestanna. Hann fann Sigurð Egil Lárusson á fjærstöng og gerði Sigurður vel í því að taka boltann á lofti og smella honum inn fyrir nærstöngina. Valsmenn komnir með forskot sem var verðskuldað heilt yfir. Þá tók við kafli þar sem heimamönnum leið mjög vel. FH hafði boltann en ógnaði ekki neitt. Valsmenn biðu eftir sénsinum sínum og fengu hann á 74. mínútu þegar þeir tvöfölduðu forskot sitt. Orri Sigurður Ómarsson, sem var að öðrum ólöstuðum í Val maður leiksins, fékk boltann við miðju vinstra megin og gat eins og Kristinn í fyrsta markinu beðið eftir hlaupinu sem hann vildi. Nægur var tíminn. Sverrir Páll Hjaltested tók á rás inn fyrir varnarlínuna og fékk einnig nægan tíma til að athafna sig og setti hann boltann framhjá markverðinum örugglega og staðan 2-0. Lokamínúturnar voru að mestu leyti óáhugaverðar þar sem FH reyndi en ekkert gekk. Þeir fengu aukaspyrnu þó á lokamínútum leiksins og úr skotinu vildu þeir fá vítaspyrnu fyrir hendi en líklega var staðan á höndinni ekki óeðlileg. Leikurinn var flautaður af og Valsmenn geta verið ánægður með dagsverkið. Af hverju vann Valur? Á þessum tímapunkti er Valur bara mikið betra fótboltalið. Þeim líður vel inn á vellinum, sem ekki er hægt að segja um FH, og geta þvingað leikina í það að henta sér. Þeir nýttu tvö færi í dag sem var meira en nóg því FH skapaði sér ekki neitt af viti. Bestir á vellinum? Orri Sigurður Ómarsson spilaði feykilega vel í dag. Hann skapaði usla þegar hann komst upp kantinn og var partur af mjög öruggri varnarlínu Valsmanna. Þá þarf einnig að nefna Birki Heimisson sem dreifði boltanum mjög vel upp í hornin sem skapaði langmest fyrir heimamenn. Hvað gekk illa? FH gekk illa að skapa sér færi. Þeir virka mjög þungir og því gerist ekkert þegar þeir reyna að sprengja upp leik sinn. Þá verður að minnast á það að í báðum mörkunum fengu Valsmenn óhóflegan tíma til að athafna sig og skapa sér góðar stöður sem þeir og nýttu. Hvað næst? Bæði lið spila Evrópuleiki í næstu viku. Valsmenn fara til Zagreb á miðvikudaginn og keppa þar við Dinamo frá Zagreb í Meistaradeildinni. FH fá írska liðið Sligo í heimsókn í Sambandsdeildinni og eins og fyrirliði þeirra komst að orði þá er þetta mikilvæg keppni fyrir félagið. Þarna gefst allavega tækifæri til að skrúfa upp stemmningu og byrja þetta mót af alvöru. Sigurður Egill: Þetta var frábær frammistaða Sigurður Egill var á skotskónum í kvöld.vísir/bára Umræðan hefur verið þannig að Valsmenn séu ekki að spila eins og vel og þeir ættu að geta en þeir ættu að geta verið sáttir í kvöld og var Sigurður Egill Lárusson spurður út í hana. „Þetta var frábær frammistaða. Mér fannst við skulda sjálfum okkur og stuðningsmönnum okkar svona góða frammistöðu. Þetta var virkilega heilsteyptur leikur og ég virkilega ánægður með þetta. Við héldum boltanum mjög vel en það hefur ekki tekist sem skildi í síðustu leikjum innan liðsins. Svo vorum við að komast upp í hornin og nýttum færin okkar mjög vel.“ Sigurður, eins og áður segir, skoraði fyrra mark Vals í dag og var hann beðinn um að tala um markið sitt. „Ég sá bara að Kiddi fékk boltann og tók hlaupið inn fyrir. Ég og Kiddi þekkjum hvorn annan mjög vel og ég hitti boltann svakalega vel.“ Að lokum var Sigurður spurður hvort eitthvað hafi komið honum á óvart við FH en þeir voru mjög máttlausir fram á við í leiknum. „Nei ekkert sem kom á óvart. Við lögðum þennan leik vel upp og Heimir þekkir liðið þeirra náttúrlega mjög vel og við vorum svo bara tilbúnir í þetta.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti