Fjármálastjóri Trump gefur sig fram Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2021 11:17 Fyrirtæki Trump og fjármálastjóri þess eiga von á ákæru í New York. Vísir/Getty Búist er við því að Allen Weisselberg, fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins, verði leiddur fyrir dómara í dag eftir að hann gaf sig fram sjálfviljugur við saksóknara í New York. Hann og fyrirtækið sjálft eru ákærð fyrir skattalagabrot. Ekki hefur verið greint frá efni ákæru umdæmissaksóknarans á Manhattan á hendur Trump-fyrirtækisins. New York Times segir að leynd verði að líkindum aflétt af ákærunni síðar í dag. Rannsókn saksóknarans hefur meðal annars beinst að því hvort að Weisselberg hafi greitt skatt af hlunnindum sem hann og fjölskylda hans fengu frá fyrirtækinu. Weisselberg mætti ásamt lögmanni sínum á skrifstofu saksóknarans á sjöunda tímanum í morgun að staðartíma. Í yfirlýsingu sem Trump-fyrirtækið sendi frá sér sakaði það saksóknarann um að nota Weisselberg sem „peð“ í herferð til að koma höggi á Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem skilji eftir sig sviðna jörð. New - Trump Organization statement reacting to Allen Weisselberg who just surrendered to the Manhattan DA this morning — says in part he is being used as a “pawn in a scorched earth attempt to harm the former President. “ pic.twitter.com/WavgJWhy26— John Santucci (@Santucci) July 1, 2021 Ekki er búist við því að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, verði sjálfur ákærður í dag. Þegar hann var kjörinn forseti fól hann sjóði, sem synir hans og Weisselberg stýra, stjórn viðskiptaveldisins. Saksóknarinn sameinaði rannsókn sína við aðra sem dómsmálaráðherra New York-ríkis stóð fyrir á sama tíma. Saman eru þeir sagðir rannsaka hvort að fyrirtæki Trump hafi blekkt fjármálastofnanir og skattayfirvöld með því að slá ýmist úr og í um verðmæti eigna sinna, allt eftir því hvað hentaði fyrir hvert tilefni. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Ekki hefur verið greint frá efni ákæru umdæmissaksóknarans á Manhattan á hendur Trump-fyrirtækisins. New York Times segir að leynd verði að líkindum aflétt af ákærunni síðar í dag. Rannsókn saksóknarans hefur meðal annars beinst að því hvort að Weisselberg hafi greitt skatt af hlunnindum sem hann og fjölskylda hans fengu frá fyrirtækinu. Weisselberg mætti ásamt lögmanni sínum á skrifstofu saksóknarans á sjöunda tímanum í morgun að staðartíma. Í yfirlýsingu sem Trump-fyrirtækið sendi frá sér sakaði það saksóknarann um að nota Weisselberg sem „peð“ í herferð til að koma höggi á Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem skilji eftir sig sviðna jörð. New - Trump Organization statement reacting to Allen Weisselberg who just surrendered to the Manhattan DA this morning — says in part he is being used as a “pawn in a scorched earth attempt to harm the former President. “ pic.twitter.com/WavgJWhy26— John Santucci (@Santucci) July 1, 2021 Ekki er búist við því að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, verði sjálfur ákærður í dag. Þegar hann var kjörinn forseti fól hann sjóði, sem synir hans og Weisselberg stýra, stjórn viðskiptaveldisins. Saksóknarinn sameinaði rannsókn sína við aðra sem dómsmálaráðherra New York-ríkis stóð fyrir á sama tíma. Saman eru þeir sagðir rannsaka hvort að fyrirtæki Trump hafi blekkt fjármálastofnanir og skattayfirvöld með því að slá ýmist úr og í um verðmæti eigna sinna, allt eftir því hvað hentaði fyrir hvert tilefni.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira