Segir Íslendinga tuða mest yfir röðum á flugvellinum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júní 2021 21:01 Ferðamennirnir sem fréttastofa ræddi við voru alls ekkert hræddir við að ferðast á tímum heimsfaraldurs. vísir Lögregla á Keflavíkurflugvelli finnur vel fyrir auknum straumi ferðamanna til landsins. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir Íslendinga tuða mest allra þjóða yfir biðröðum á flugvellinum en fæstir þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við komu hingað til lands til að sjá eldgosið í Geldingadölum. Á tveimur vikum hefur ferðamönnum sem koma til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll fjölgað frá um tvö þúsund á dag og upp í fimm þúsund. Miklar raðir myndast á álagstímum vegna sýnatöku á vellinum og þurfa sumir að bíða í allt að þrjá tíma til þess að komast út af flugstöðinni. Íslendingar tuða mest „Ferðamenn hlakka til að koma þó þeir þurfi að bíða smá stund í biðröð. Það er misjafnt frá hvaða þjóðum þeir koma, hvað þeim finnst gaman í biðröðunum. Þeir sem helst kvarta eru Íslendingarnir en að öðru leyti eru allir glaðir sem koma hingað,“ sagði Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum. Er fólk ekkert þreytt á röðum? „Jú fólk getur nú orðið þreytt í röðunum en það er reynt að aðstoða fólk með því að gefa því súkkulaði, vatn og fleira og reynt að halda smá stemningu þarna inni þangað til að þau koma fram,“ sagði Arngrímur. Þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki hugmynd um góða stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi né að hér væru engar samkomutakmarkanir innanlands. „Ísland hefur verið eitt af fáum grænum löndum á Evrópukortinu svo það er gott en við komum ekki sérstaklega af því að það er laust við Covid19,“ sagði Jill, ferðamaður frá Beglíu. Flestir voru að fara í sína fyrstu utanlandsferð síðan faraldurinn hófst og var enginn af þeim sem fréttastofa ræddi við hræddur við að ferðast þrátt fyrir heimsfaraldur. Bólusett og glöð „Nei, reyndar ekki því við erum bólusett svo við erum mjög ánægð,“ sagði Lauren, ferðamaður frá Hollandi. „Það er líka nóg pláss á Íslandi,“ bætir Chris vinur hennar við. Þeir sem koma til landsins eru nú skimaðir í komusalnum. Á morgun breytast sóttvarnarreglur á landamærunum.Sigurjón ólason Hvað ætlið þið að gera á Íslandi? „Við ætlum að keyra um landið,“ sagði Lauren. Eldgosið ekkert sérstakt aðdráttarafl „Við ætlum að hjóla frá nyrstu höfuðborg heimsins til þeirrar syðstu, Wellington á Nýja-Sjálandi. Þess vegna verðum við að byrja á Íslandi,“ sagði Christopher, ferðamaður frá Belgíu. Þá var eldgosið ekkert sérstakt aðdráttarafl. „Það var ekki á listanum en kannski bætum við því við,“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Farþegar þurfa að bíða í allt að þrjá tíma til að komast út af flugstöðinni“ Ferðamönnum sem koma til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað um frá um þúsund til tvö þúsund ferðamönnum á dag upp í fimm þúsund síðastliðnar tvær vikur. Í dag hafa lent 21 flugvél á Keflavíkurflugvelli og von er á fimm til viðbótar í kvöld. 28. júní 2021 19:22 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Á tveimur vikum hefur ferðamönnum sem koma til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll fjölgað frá um tvö þúsund á dag og upp í fimm þúsund. Miklar raðir myndast á álagstímum vegna sýnatöku á vellinum og þurfa sumir að bíða í allt að þrjá tíma til þess að komast út af flugstöðinni. Íslendingar tuða mest „Ferðamenn hlakka til að koma þó þeir þurfi að bíða smá stund í biðröð. Það er misjafnt frá hvaða þjóðum þeir koma, hvað þeim finnst gaman í biðröðunum. Þeir sem helst kvarta eru Íslendingarnir en að öðru leyti eru allir glaðir sem koma hingað,“ sagði Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum. Er fólk ekkert þreytt á röðum? „Jú fólk getur nú orðið þreytt í röðunum en það er reynt að aðstoða fólk með því að gefa því súkkulaði, vatn og fleira og reynt að halda smá stemningu þarna inni þangað til að þau koma fram,“ sagði Arngrímur. Þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki hugmynd um góða stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi né að hér væru engar samkomutakmarkanir innanlands. „Ísland hefur verið eitt af fáum grænum löndum á Evrópukortinu svo það er gott en við komum ekki sérstaklega af því að það er laust við Covid19,“ sagði Jill, ferðamaður frá Beglíu. Flestir voru að fara í sína fyrstu utanlandsferð síðan faraldurinn hófst og var enginn af þeim sem fréttastofa ræddi við hræddur við að ferðast þrátt fyrir heimsfaraldur. Bólusett og glöð „Nei, reyndar ekki því við erum bólusett svo við erum mjög ánægð,“ sagði Lauren, ferðamaður frá Hollandi. „Það er líka nóg pláss á Íslandi,“ bætir Chris vinur hennar við. Þeir sem koma til landsins eru nú skimaðir í komusalnum. Á morgun breytast sóttvarnarreglur á landamærunum.Sigurjón ólason Hvað ætlið þið að gera á Íslandi? „Við ætlum að keyra um landið,“ sagði Lauren. Eldgosið ekkert sérstakt aðdráttarafl „Við ætlum að hjóla frá nyrstu höfuðborg heimsins til þeirrar syðstu, Wellington á Nýja-Sjálandi. Þess vegna verðum við að byrja á Íslandi,“ sagði Christopher, ferðamaður frá Belgíu. Þá var eldgosið ekkert sérstakt aðdráttarafl. „Það var ekki á listanum en kannski bætum við því við,“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Farþegar þurfa að bíða í allt að þrjá tíma til að komast út af flugstöðinni“ Ferðamönnum sem koma til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað um frá um þúsund til tvö þúsund ferðamönnum á dag upp í fimm þúsund síðastliðnar tvær vikur. Í dag hafa lent 21 flugvél á Keflavíkurflugvelli og von er á fimm til viðbótar í kvöld. 28. júní 2021 19:22 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
„Farþegar þurfa að bíða í allt að þrjá tíma til að komast út af flugstöðinni“ Ferðamönnum sem koma til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað um frá um þúsund til tvö þúsund ferðamönnum á dag upp í fimm þúsund síðastliðnar tvær vikur. Í dag hafa lent 21 flugvél á Keflavíkurflugvelli og von er á fimm til viðbótar í kvöld. 28. júní 2021 19:22