Amma og afi eflaust með Bleikt og blátt í skápnum Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 1. júlí 2021 07:01 Tónlistarkonan Saga B svarar spurningum um strippið, rappið og tónlistarferilinn sem hún byrjaði fyrir aðeins ári síðan í viðtali við Harmageddon. „Ég byrjaði að hafa samband við pródúsera, fór að fylgjast með öðrum tónlistarmönnum og byrjaði svo að senda skilaboð, fékk náttúrulega engin svör,“ segir tónlistarkonan Saga B í viðtali við Harmageddon. Berglind Saga, betur þekkt sem Saga B, er 28 ára gömul tónlistarkona, móðir og Hafnarfjarðarmær, svo eitthvað sé nefnt. Ekkert athugavert við strippdans „Ég er bara ósköp venjulega stelpa,“ segir Saga þegar hún er beðin um að lýsa sjálfri sér í byrjun viðtals. Saga vakti mikla athygli landsmanna eftir að hafa dansað djarfan dans við tónlistaratriði Bassa Maraj í fjölskylduþættinum Vikan með Gísla Marteini á Rúv. Aðspurð hvort atriðið hafi verið við hæfi í þætti sem að „ömmur og afar horfa á“ stóð ekki á svörum. „Amma mín og afi voru ábyggilega með Bleikt og blátt inni í skáp,“ segir Saga og bætir því við að henni finnist ekkert athugavert við það að strippdans sé sýndur á ríkismiðli, þó svo að strippstaðir séu ólöglegir hér á landi. Bifvélavirkjun, naglafræði og einkaþjálfun Saga kláraði grunndeild bílaiðnaðar í Iðnskólanum í Hafnarfirði og þaðan lá leið hennar í bifvélavirkjun í Borgarholtsskóla. Ég var bara alltaf með bilaðan áhuga á öllu sem tengist mótorsporti og bílum. Bróðir hennar mömmu var bifvélavirki. Ég fór svo í starfskynningu á bifvélaverkstæði og hugsaði, ég ætla að gera þetta! Núna er ég með bifvélavirkjunina, með diplóma í naglafræði og einkaþjálfari. Tónlistarferill Sögu byrjaði á síðasta ári og hefur hún nú þegar sent út frá sér átta lög á streymisveitunni Spotify. „Ég hef verið mjög músíkölsk frá því að ég var lítil stelpa, verið með þennan draum síðan ég var lítil. Svo að ég ákvað að láta til skarar skríða,“ segir Saga aðspurð hvernig það hafi atvikast að hún hafi byrjað að reyna fyrir sér í tónlistarheiminum. Ég byrjaði að hafa samband við pródúsera, fór að fylgjast með öðrum tónlistarmönnum og byrjaði að senda skilaboð, fékk náttúrulega engin svör í fyrstu. Hún hafi þó ekki gefist upp og ári síðar hafi svörin byrjað að berast. Bæði rappar og syngur Fyrstu þrjú lögin sem hún gaf út segir hún hafa verið hálfgerða tilraun þar sem hún prófaði sig áfram með ólíka stíla til að læra. „Svo ákvað ég bara að gera EP plötu og gerði Bangers sem kom út í desember.“ Saga bæði syngur og rappar í lögum sínum og þegar Frosti spyr hana hvort hún skilgreini sig sem rappara svarar hún: Bæði bara, get sungið í mörgum tónum og get svo rappað. Nýjasta lag Sögu heitir Bottle Service og gaf hún einnig út afar djarft myndband við lagið. Þegar hún er spurð út í gagnrýnisraddir segist hún átta sig á því að hún geti ekki verið allra en hún skilji þó ekki þessa gagnrýni á strippið eða djarfan dans. „Ef þið farið til útlanda er ekki alltaf gaman að fara á strippstað?“ spyr hún þáttastjórnendur sem koma sér pent undan svörum. Hún segir að strippstaðir ættu að vera löglegir og þessi möguleiki ætti að vera í boði fyrir þær stelpur vilji dansa. Súlan er ákveðin list. Mér finnst eins og allt eigi að vera í boði, að þetta sé löglegt, allir á launaskrá og allt sé opið. Segir hungrið koma sér áfram Þó svo að hafa byrjaði að gefa út lög fyrir aðeins ári síðan er Saga komið með um fimm þúsund meðalhlustanir á mánuði á Spotify. Frosti ber tölurnar saman við meðal mánaðarhlustanir Reykjavíkurdætra: Þær eru með um sex þúsund meðalhlustanir á mánuði, hvernig stendur á því að þú sért með svipaða hlustun og þær? Ætli það sé ekki hungrið? Viðtalið við Sögu B í heild sinni má nálgast hér fyrir neðan. Klippa: Harmageddon - Alltaf gaman að kíkja á strippstaðina Harmageddon Tónlist Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fleiri fréttir Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Sjá meira
Berglind Saga, betur þekkt sem Saga B, er 28 ára gömul tónlistarkona, móðir og Hafnarfjarðarmær, svo eitthvað sé nefnt. Ekkert athugavert við strippdans „Ég er bara ósköp venjulega stelpa,“ segir Saga þegar hún er beðin um að lýsa sjálfri sér í byrjun viðtals. Saga vakti mikla athygli landsmanna eftir að hafa dansað djarfan dans við tónlistaratriði Bassa Maraj í fjölskylduþættinum Vikan með Gísla Marteini á Rúv. Aðspurð hvort atriðið hafi verið við hæfi í þætti sem að „ömmur og afar horfa á“ stóð ekki á svörum. „Amma mín og afi voru ábyggilega með Bleikt og blátt inni í skáp,“ segir Saga og bætir því við að henni finnist ekkert athugavert við það að strippdans sé sýndur á ríkismiðli, þó svo að strippstaðir séu ólöglegir hér á landi. Bifvélavirkjun, naglafræði og einkaþjálfun Saga kláraði grunndeild bílaiðnaðar í Iðnskólanum í Hafnarfirði og þaðan lá leið hennar í bifvélavirkjun í Borgarholtsskóla. Ég var bara alltaf með bilaðan áhuga á öllu sem tengist mótorsporti og bílum. Bróðir hennar mömmu var bifvélavirki. Ég fór svo í starfskynningu á bifvélaverkstæði og hugsaði, ég ætla að gera þetta! Núna er ég með bifvélavirkjunina, með diplóma í naglafræði og einkaþjálfari. Tónlistarferill Sögu byrjaði á síðasta ári og hefur hún nú þegar sent út frá sér átta lög á streymisveitunni Spotify. „Ég hef verið mjög músíkölsk frá því að ég var lítil stelpa, verið með þennan draum síðan ég var lítil. Svo að ég ákvað að láta til skarar skríða,“ segir Saga aðspurð hvernig það hafi atvikast að hún hafi byrjað að reyna fyrir sér í tónlistarheiminum. Ég byrjaði að hafa samband við pródúsera, fór að fylgjast með öðrum tónlistarmönnum og byrjaði að senda skilaboð, fékk náttúrulega engin svör í fyrstu. Hún hafi þó ekki gefist upp og ári síðar hafi svörin byrjað að berast. Bæði rappar og syngur Fyrstu þrjú lögin sem hún gaf út segir hún hafa verið hálfgerða tilraun þar sem hún prófaði sig áfram með ólíka stíla til að læra. „Svo ákvað ég bara að gera EP plötu og gerði Bangers sem kom út í desember.“ Saga bæði syngur og rappar í lögum sínum og þegar Frosti spyr hana hvort hún skilgreini sig sem rappara svarar hún: Bæði bara, get sungið í mörgum tónum og get svo rappað. Nýjasta lag Sögu heitir Bottle Service og gaf hún einnig út afar djarft myndband við lagið. Þegar hún er spurð út í gagnrýnisraddir segist hún átta sig á því að hún geti ekki verið allra en hún skilji þó ekki þessa gagnrýni á strippið eða djarfan dans. „Ef þið farið til útlanda er ekki alltaf gaman að fara á strippstað?“ spyr hún þáttastjórnendur sem koma sér pent undan svörum. Hún segir að strippstaðir ættu að vera löglegir og þessi möguleiki ætti að vera í boði fyrir þær stelpur vilji dansa. Súlan er ákveðin list. Mér finnst eins og allt eigi að vera í boði, að þetta sé löglegt, allir á launaskrá og allt sé opið. Segir hungrið koma sér áfram Þó svo að hafa byrjaði að gefa út lög fyrir aðeins ári síðan er Saga komið með um fimm þúsund meðalhlustanir á mánuði á Spotify. Frosti ber tölurnar saman við meðal mánaðarhlustanir Reykjavíkurdætra: Þær eru með um sex þúsund meðalhlustanir á mánuði, hvernig stendur á því að þú sért með svipaða hlustun og þær? Ætli það sé ekki hungrið? Viðtalið við Sögu B í heild sinni má nálgast hér fyrir neðan. Klippa: Harmageddon - Alltaf gaman að kíkja á strippstaðina
Harmageddon Tónlist Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fleiri fréttir Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Sjá meira