Nýr raforkusamningur Landsvirkjunar og Verne Global Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2021 14:35 Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Verne Global hf, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Aðsend Landsvirkjun og Verne Global hf. tilkynntu í dag undirritun nýs raforkusamnings. Um er að ræða grænan raforkusamning sem gildir til 2030, en í honum er samið um upprunaábyrgðir til staðfestingar á því að öll raforka sem seld er til gagnavers Verne Global á Íslandi er einungis framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að Verne Global hafi átt viðskipti við Landsvirkjun frá 2009 og var fyrsta alþjóðlega gagnaverið sem komið var á fót á Íslandi. „Starfsemin, sem losar engan útblástur, er sérhönnuð fyrir gervigreind og stórvirka gagnavinnslu, um leið og viðskiptavinum er boðið upp á alhliða stuðning meðan á vinnsluferlinu stendur til þess að hámarka afköst og sveigjanleika.“ Með samstarfi við Landsvirkjun geti Verne Global boðið viðskiptavinum sínum umtalsvert kostnaðarhagræði með aðgengi að gnótt endurnýjanlegrar vatns- og jarðhitaorku sem Ísland hafi upp á að bjóða um leið og dregið sé úr kolefnislosun. „Þess má geta að bílaframleiðendurnir BMW og Volkswagen vinna með Verne Global og nýta sér umfangsmikla vinnslugetu gagnaversins til þess að bæta hönnun bíla sem þeir framleiða, stytta hönnunartímann og stuðla að bestun í bílaumferð án þess að skaða umhverfið. Meðal annarra viðskiptavina Verne Global eru fjármálastofnanir, rannsóknarfyrirtæki á sviði líftækni og sérfræðingar í gervigreind.“ Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir gagnaversiðnaðinn á Íslandi stöðugt eflast og sé sá orkufreki iðnaður sem vaxi hvað hraðast á heimsvísu. „Eftirspurn eftir stórvirkri tölvuvinnslu fer vaxandi og sú sérstaða landsins að geta boðið upp á áreiðanlega græna orku á samkeppnishæfum kjörum og hentugt veðurfar gera Ísland að svalasta staðnum fyrir gagnver. Það er okkur sönn ánægja að sjá áframhaldandi vöxt Verne Global og styðja við framtíðaráætlanir fyrirtækisins.“ Dominic Ward, forstjóri Verne Global, segir í tilkynningunni að fyrirtækið hafi á Íslandi fundið ákjósanlegt svæði fyrir stórvirka tölvuvinnslu knúna af stórkostlegri orku sem skaði ekki umhverfið. „Landsvirkjun hefur leikið lykilhlutverk í því að gera okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar einstakt forskot í samkeppninni, eins og lágt orkuverð og verðöryggi. Raforkuverð í flestum öðrum löndum sveiflast eftir aðstæðum á markaði, en í gegnum samstarf okkar við Landsvirkjun á Íslandi getum við boðið viðskiptavinum okkar þann stöðugleika sem fylgir því að vita fyrirfram hver orkukostnaður gagnaversins verður og að orkan er fullkomlega endurnýjanleg.“ Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að Verne Global hafi átt viðskipti við Landsvirkjun frá 2009 og var fyrsta alþjóðlega gagnaverið sem komið var á fót á Íslandi. „Starfsemin, sem losar engan útblástur, er sérhönnuð fyrir gervigreind og stórvirka gagnavinnslu, um leið og viðskiptavinum er boðið upp á alhliða stuðning meðan á vinnsluferlinu stendur til þess að hámarka afköst og sveigjanleika.“ Með samstarfi við Landsvirkjun geti Verne Global boðið viðskiptavinum sínum umtalsvert kostnaðarhagræði með aðgengi að gnótt endurnýjanlegrar vatns- og jarðhitaorku sem Ísland hafi upp á að bjóða um leið og dregið sé úr kolefnislosun. „Þess má geta að bílaframleiðendurnir BMW og Volkswagen vinna með Verne Global og nýta sér umfangsmikla vinnslugetu gagnaversins til þess að bæta hönnun bíla sem þeir framleiða, stytta hönnunartímann og stuðla að bestun í bílaumferð án þess að skaða umhverfið. Meðal annarra viðskiptavina Verne Global eru fjármálastofnanir, rannsóknarfyrirtæki á sviði líftækni og sérfræðingar í gervigreind.“ Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir gagnaversiðnaðinn á Íslandi stöðugt eflast og sé sá orkufreki iðnaður sem vaxi hvað hraðast á heimsvísu. „Eftirspurn eftir stórvirkri tölvuvinnslu fer vaxandi og sú sérstaða landsins að geta boðið upp á áreiðanlega græna orku á samkeppnishæfum kjörum og hentugt veðurfar gera Ísland að svalasta staðnum fyrir gagnver. Það er okkur sönn ánægja að sjá áframhaldandi vöxt Verne Global og styðja við framtíðaráætlanir fyrirtækisins.“ Dominic Ward, forstjóri Verne Global, segir í tilkynningunni að fyrirtækið hafi á Íslandi fundið ákjósanlegt svæði fyrir stórvirka tölvuvinnslu knúna af stórkostlegri orku sem skaði ekki umhverfið. „Landsvirkjun hefur leikið lykilhlutverk í því að gera okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar einstakt forskot í samkeppninni, eins og lágt orkuverð og verðöryggi. Raforkuverð í flestum öðrum löndum sveiflast eftir aðstæðum á markaði, en í gegnum samstarf okkar við Landsvirkjun á Íslandi getum við boðið viðskiptavinum okkar þann stöðugleika sem fylgir því að vita fyrirfram hver orkukostnaður gagnaversins verður og að orkan er fullkomlega endurnýjanleg.“
Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent