Skora á stjórnvöld að grípa til aðgerða því Covid auki ójöfnuð Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2021 14:18 Í nýrri skýrslu sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar kemur fram að ójöfnuður hefur aukist til mikilla muna. ASÍ skorar á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að grípa til markvissra aðgerða. Vísir/Vilhelm Ný skýrsla sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif telur aðgerða þörf til að sporna gegn auknum ójöfnuði. Í skýrslunni segir að kórónuveirufaraldurinn sé líklegur til að hraða á þeirri þróun til aukins ójöfnuðar sem greina hefur mátt á Íslandi á undanförnum árum. ASÍ kallar því eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda meðal annars í baráttu gegn langtímaatvinnuleysi. Í þessari fimmtu skýrslu hópsins er skoðað sérstaklega áhrif kórónuverufaraldursins á ójöfnuð. Stór hópur hefur orðið fyrir verulegri og mikilli lífskjaraskerðingu vegna atvinnuleysis. Í þeim hópi er að finna mikinn fjölda einstaklinga sem voru veikir fyrir en þurfa að sætta sig við hlutfallslega verulegt tekjufall. „Á sama tíma hafi kaupmáttur aukist hjá þeim sem ekki hafa orðið fyrir teljandi skakkaföllum af völdum veirunnar. Eigendur hlutabréfa hafi hagnast vel. Húsnæðiseigendur hafi notið góðs af lágum vöxtum, minnkaðri greiðslubyrði og mikilli hækkun fasteignaverðs. Þetta auki ójöfnuð í eignaskiptingu og valdi misræmi í afkomu ólíkra samfélagshópa,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. En þar er kallað eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að sporna gegn þessari vá. Í sérfræðingahópi ASÍ og BSRB eiga sæti: Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, formaður. Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum. Guðrún Johnsen, efnahagsráðgjafi VR. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB. Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði. Ásgeir Sverrisson, sérfræðingur ASÍ, starfar með hópnum. Arnaldur Sölvi Kristjánsson, hagfræðingur ASÍ, sem vann með hópnum að gerð þessarar skýrslu. Tengd skjöl Covid-og-ójöfnuður_300621PDF430KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Félagsmál Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Sjá meira
Í skýrslunni segir að kórónuveirufaraldurinn sé líklegur til að hraða á þeirri þróun til aukins ójöfnuðar sem greina hefur mátt á Íslandi á undanförnum árum. ASÍ kallar því eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda meðal annars í baráttu gegn langtímaatvinnuleysi. Í þessari fimmtu skýrslu hópsins er skoðað sérstaklega áhrif kórónuverufaraldursins á ójöfnuð. Stór hópur hefur orðið fyrir verulegri og mikilli lífskjaraskerðingu vegna atvinnuleysis. Í þeim hópi er að finna mikinn fjölda einstaklinga sem voru veikir fyrir en þurfa að sætta sig við hlutfallslega verulegt tekjufall. „Á sama tíma hafi kaupmáttur aukist hjá þeim sem ekki hafa orðið fyrir teljandi skakkaföllum af völdum veirunnar. Eigendur hlutabréfa hafi hagnast vel. Húsnæðiseigendur hafi notið góðs af lágum vöxtum, minnkaðri greiðslubyrði og mikilli hækkun fasteignaverðs. Þetta auki ójöfnuð í eignaskiptingu og valdi misræmi í afkomu ólíkra samfélagshópa,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. En þar er kallað eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að sporna gegn þessari vá. Í sérfræðingahópi ASÍ og BSRB eiga sæti: Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, formaður. Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum. Guðrún Johnsen, efnahagsráðgjafi VR. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB. Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði. Ásgeir Sverrisson, sérfræðingur ASÍ, starfar með hópnum. Arnaldur Sölvi Kristjánsson, hagfræðingur ASÍ, sem vann með hópnum að gerð þessarar skýrslu. Tengd skjöl Covid-og-ójöfnuður_300621PDF430KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Félagsmál Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Sjá meira