Engin augljós tákn um að eldgosinu sé að ljúka Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2021 08:39 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að þörf sé á öflugri skjálftahrinu til að gosinu ljúki. Vísir/Vilhelm „Það eru engin augljós tákn um að þetta eldgos sé að hætta.“ Þetta sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem eldgosið í Fagradalsfjalli var til umræðu. Þorvaldur segir að hann telji að það þurfi mögulega aðra skjálftahrinu, sem drifin er áfram af plötuhreyfingum, til að stoppa þetta gos. „Slíkar plötuhreyfingar virðast hafa komið þessu gosi af stað og mig grunar að það þurfi kannski eitthvað svipað til að stoppa það.“ Á meðan jörðin skelfur ekki heldur gosið þá áfram? „Já, þá rennur kvikan bara upp um gosrásina. Þetta er bara eins og pípa sem er alltaf opin. Lekur alltaf jafnt og þétt úr henni. Og enginn krani til að skrúfa fyrir. Þeir gleymdu að kaupa hann,“ segir Þorvaldur léttur í bragði. Smá hiksti Nokkur umræða skapaðist fyrr í vikunni um hvort að eldgosinu væri að ljúka eftir að gosórói féll um stund á þriðjudagskvöldið. Þorvaldur segist þó ekki hafa haldið að eldgosinu væri eitthvað að ljúka. „Það hefur komið smá hiksti í þetta, en þetta hefur gerst áður þannig að maður átti nú alveg eins von á því að það myndi ná sér upp aftur.“ Mikil boðaföll Þorvaldur segir að þær séu orðnar ansi öflugar hrinurnar nú og með töluverðum kvikustrókum, þegar sést þá til gossins á annað borð. „Við sjáum í gærkvöldi, milli klukkan átta og níu, þá komu tvær fallegar hrinur með allmyndarlegum kvikustrókum og virkilega öflugt hraunflæði út úr gígnum. Mikil boðaföll þarna niður hlíðarnar. Svo tókum við eftir því að það var líka veruleg virkni á yfirborði, yfirhlaup eins og við myndum kalla það, í Meradölum. Þannig að stór hluti Meradala var að þekjast nýju hrauni og svo fór vesturendinn á hrauninu í Nátthaga af stað í gær líka,“ segir Þorvaldur Þórðarson. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bítið Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Sjá meira
Þorvaldur segir að hann telji að það þurfi mögulega aðra skjálftahrinu, sem drifin er áfram af plötuhreyfingum, til að stoppa þetta gos. „Slíkar plötuhreyfingar virðast hafa komið þessu gosi af stað og mig grunar að það þurfi kannski eitthvað svipað til að stoppa það.“ Á meðan jörðin skelfur ekki heldur gosið þá áfram? „Já, þá rennur kvikan bara upp um gosrásina. Þetta er bara eins og pípa sem er alltaf opin. Lekur alltaf jafnt og þétt úr henni. Og enginn krani til að skrúfa fyrir. Þeir gleymdu að kaupa hann,“ segir Þorvaldur léttur í bragði. Smá hiksti Nokkur umræða skapaðist fyrr í vikunni um hvort að eldgosinu væri að ljúka eftir að gosórói féll um stund á þriðjudagskvöldið. Þorvaldur segist þó ekki hafa haldið að eldgosinu væri eitthvað að ljúka. „Það hefur komið smá hiksti í þetta, en þetta hefur gerst áður þannig að maður átti nú alveg eins von á því að það myndi ná sér upp aftur.“ Mikil boðaföll Þorvaldur segir að þær séu orðnar ansi öflugar hrinurnar nú og með töluverðum kvikustrókum, þegar sést þá til gossins á annað borð. „Við sjáum í gærkvöldi, milli klukkan átta og níu, þá komu tvær fallegar hrinur með allmyndarlegum kvikustrókum og virkilega öflugt hraunflæði út úr gígnum. Mikil boðaföll þarna niður hlíðarnar. Svo tókum við eftir því að það var líka veruleg virkni á yfirborði, yfirhlaup eins og við myndum kalla það, í Meradölum. Þannig að stór hluti Meradala var að þekjast nýju hrauni og svo fór vesturendinn á hrauninu í Nátthaga af stað í gær líka,“ segir Þorvaldur Þórðarson. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bítið Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Sjá meira