Samþykktu að fjarlægja brjóstmyndir og styttur úr þinghúsinu Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2021 08:08 Roger Taney var forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna á árunum 1836 til 1864. AP Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í gær ályktun sem felur í sér að fjarlægja eigi brjóstmynd af Roger Taney, fyrrverandi forseta hæstaréttar landsins, úr þinghúsinu í höfuðborginni Washington. Taney, sem lést árið 1864, samþykkti í dómaratíð sinni úrskurðinn sem kenndur er við þrælinn Dred Scott. Scott leitaði á sínum tíma til dómstóla og krafðist þess að verða frjáls maður þar sem hann byggi í ríki þar sem bann var lagt við þrælahald. Málið kom til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna þar sem hann beið lægri hlut. Reuters segir frá því að auk brjóstmyndarinnar af Taney standi til að fjarlægja fleiri styttur og brjóstmyndir úr þinghúsinu. Taney var forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna á árunum 1836 til 1864, en áður hafði hann meðal annars gegnt embætti fjármála- og dómsmálaráðherra landsins. Í stað brjóstmyndarinnar af Taney stendur til að koma fyrir styttu af Thurgood Marshall, fyrsta svarta dómaranum við Hæstarétt Bandaríkjanna, sem lést árið 1993. John C. Calhoun var þingmaður og sömuleiðis varaforseti Bandaríkjanna í forsetatíð John Quincy Adams og Andrew Jackson. Fjarlægja á styttuna að honum úr þinghúsinu.AP Segja málið dæmi um ríkjandi slaufunarmenningu Mikill fjöldi þingmanna var á móti því að láta fjarlægja styttuna af Taney. Þannig segir Mo Brooks, þingmaður Repúblikana frá Alabama, málið dæmi um svokallaða „slaufunarmenningu“ (e. cancel culture) og endurskoðunar á sögunni, framkvæmd af fólki sem telst til „elítu“ og þykist vita allt betur en venjulegir borgarar. Alls greiddu 285 þingmenn atkvæði með ályktuninni og 120 lögðust gegn henni. Auk brjóstmyndarinnar af Taney stendur samkvæmt ályktuninni til að fjarlægja styttur af þremur þingmönnum sem vörðu þrælahald og aðskilnað kynþátta, þeim John C. Calhoun, Charles Aycock og James P. Clarke. Bandaríkin Styttur og útilistaverk Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira
Taney, sem lést árið 1864, samþykkti í dómaratíð sinni úrskurðinn sem kenndur er við þrælinn Dred Scott. Scott leitaði á sínum tíma til dómstóla og krafðist þess að verða frjáls maður þar sem hann byggi í ríki þar sem bann var lagt við þrælahald. Málið kom til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna þar sem hann beið lægri hlut. Reuters segir frá því að auk brjóstmyndarinnar af Taney standi til að fjarlægja fleiri styttur og brjóstmyndir úr þinghúsinu. Taney var forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna á árunum 1836 til 1864, en áður hafði hann meðal annars gegnt embætti fjármála- og dómsmálaráðherra landsins. Í stað brjóstmyndarinnar af Taney stendur til að koma fyrir styttu af Thurgood Marshall, fyrsta svarta dómaranum við Hæstarétt Bandaríkjanna, sem lést árið 1993. John C. Calhoun var þingmaður og sömuleiðis varaforseti Bandaríkjanna í forsetatíð John Quincy Adams og Andrew Jackson. Fjarlægja á styttuna að honum úr þinghúsinu.AP Segja málið dæmi um ríkjandi slaufunarmenningu Mikill fjöldi þingmanna var á móti því að láta fjarlægja styttuna af Taney. Þannig segir Mo Brooks, þingmaður Repúblikana frá Alabama, málið dæmi um svokallaða „slaufunarmenningu“ (e. cancel culture) og endurskoðunar á sögunni, framkvæmd af fólki sem telst til „elítu“ og þykist vita allt betur en venjulegir borgarar. Alls greiddu 285 þingmenn atkvæði með ályktuninni og 120 lögðust gegn henni. Auk brjóstmyndarinnar af Taney stendur samkvæmt ályktuninni til að fjarlægja styttur af þremur þingmönnum sem vörðu þrælahald og aðskilnað kynþátta, þeim John C. Calhoun, Charles Aycock og James P. Clarke.
Bandaríkin Styttur og útilistaverk Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira