Elín Metta kom Val yfir á 20. mínútu og stundarfjórðungi síðar tvöfaldaði hún forystuna en þannig stóðu leikar í hálfleik.
Elín Metta var ekki hætt því hún skoraði þriðja markið á 56. mínútu en Elín er þar með komin með sjö mörk í deildinni í sumar.
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen bætti við fjórða markinu tæpum tíu mínútum fyrir leikslok og þar við sat.
Valur er á toppnum með sautján stig, að minnsta kosti þangað til annað kvöld, en Breiðablik spilar við Stjörnuna á morgun.
Keflavík er í sjöunda sætinu með níu stig, einu stigi frá fallsæti.