Halla Bergþóra mun ekki tjá sig neitt frekar um samtalið við dómsmálaráðherra Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2021 14:48 Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að hún muni ekki verða til þess að rjúfa trúnað um það sem fór fram á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þar sem símtöl hennar og dómsmálaráðherra voru til umfjöllunar. Vísir/Vilhelm Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að tjá sig efnislega að neinu leyti um hið fræga símtal sem hún átti við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Þetta segir hún í samtali við Vísi en í texta sem hún sendi frá sér nú rétt í þessu þar sem hún ítrekar það. Eins og fram hefur komið sat Halla Bergþóra fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna samtalsins þar sem hún greindi frá efni samtalsins. Trúnaður ríkti um hvað fór fram á þeim fundi en samkvæmt heimildum ríkisútvarpsins kom fram þar að ráðherra hafi innt lögreglustjóra eftir því hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar, þá væntanlega á upplýsingum lögreglu um að ráðherra hafi verið staddur í Ásmundarsal á Þorláksmessu í fyrra og brotið sóttvarnarlög. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar telur þetta til marks um óeðlileg afskipti framkvæmdavalds af lögreglu. „Líkt og fram hefur komið óskaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis eftir því að ég svaraði spurningum nefndarinnar um samskipti okkar dómsmálaráðherra þennan dag. Ég kýs að virða trúnað sem ríkir um það sem kom fram efnislega og tel ekki rétt að fjalla nánar um efni þessara samskipti en ég hef þegar gert,“ segir Halla Bergþóra. Hún bendir á að hún hafi skýrt frá því að hún og ráðherra hafi á aðfangadegi átt tvö samtöl „og að þau hafi snúið að upplýsingagjöf lögregluembættisins vegna sóttvarnarbrotsins í Ásmundarsal. Ég vil árétta það sem áður hefur komið fram að ég taldi efni þessara samtala rúmast innan þeirra heimilda sem ráðherra hefur til upplýsingaöflunar frá forstöðumanni stofnunar sem undir hana heyrir og kveðið er á um í stjórnarráðslögum nr.115/2011. Það er enn fremur mitt mat að samskiptin hafi ekki falið í sér afskipti af rannsókn umrædds máls.“ Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Þetta segir hún í samtali við Vísi en í texta sem hún sendi frá sér nú rétt í þessu þar sem hún ítrekar það. Eins og fram hefur komið sat Halla Bergþóra fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna samtalsins þar sem hún greindi frá efni samtalsins. Trúnaður ríkti um hvað fór fram á þeim fundi en samkvæmt heimildum ríkisútvarpsins kom fram þar að ráðherra hafi innt lögreglustjóra eftir því hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar, þá væntanlega á upplýsingum lögreglu um að ráðherra hafi verið staddur í Ásmundarsal á Þorláksmessu í fyrra og brotið sóttvarnarlög. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar telur þetta til marks um óeðlileg afskipti framkvæmdavalds af lögreglu. „Líkt og fram hefur komið óskaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis eftir því að ég svaraði spurningum nefndarinnar um samskipti okkar dómsmálaráðherra þennan dag. Ég kýs að virða trúnað sem ríkir um það sem kom fram efnislega og tel ekki rétt að fjalla nánar um efni þessara samskipti en ég hef þegar gert,“ segir Halla Bergþóra. Hún bendir á að hún hafi skýrt frá því að hún og ráðherra hafi á aðfangadegi átt tvö samtöl „og að þau hafi snúið að upplýsingagjöf lögregluembættisins vegna sóttvarnarbrotsins í Ásmundarsal. Ég vil árétta það sem áður hefur komið fram að ég taldi efni þessara samtala rúmast innan þeirra heimilda sem ráðherra hefur til upplýsingaöflunar frá forstöðumanni stofnunar sem undir hana heyrir og kveðið er á um í stjórnarráðslögum nr.115/2011. Það er enn fremur mitt mat að samskiptin hafi ekki falið í sér afskipti af rannsókn umrædds máls.“
Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira