Ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júní 2021 12:06 Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur og hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunnar ræddi um stöðuna í Geldingadölum í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Vísir/Vilhelm Jarðskjálftafræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum í Geldingadölum en þoka veldur því að sérfræðingar geta ekki farið að svæðinu í dag. Órói féll verulega í gærkvöldi sem gæti verið til marks um byrjunina á endanum á gosinu. Byrjunin á endanum? Páll Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands velti því fyrir sér í gærkvöldi hvort óróinn sem féll töluvert á níunda tímanum í gær væri byrjunin á endanum á gosinu í Geldingadölum. Vegna lélegs skyggnis í gærkvöldi, nótt og morgun hefur ekkert sést á vefmyndavélum fjölmiðla sem snúa að gosstöðvunum. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni segir erfitt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum. „Um miðjan dag í gær fellur óróinn og í gærkvöldi dettur hann mjög mikið niður. Það er dálítið erfitt fyrir okkur að túlka þessar breytingar í óróanum vegna þess að við hreinlega sjáum ekki svo mikið hvað er að gerast á gosstöðvunum. Það er þokuloft og verður næstu daga þannig að þokuloftið byrgir sýn á vefmyndavélunum og erfitt að sjá. En í nótt sást alveg að það er glóð þarna enn í gangi en það er auðvitað spurning hvað þetta þýðir og dálítið erfitt fyrir okkur að spá í það,“ sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Þokulofti er spáð á svæðinu næstu daga og verða jarðvísindamenn að bíða eftir að því létti til þess að geta áttað sig á stöðunni. Kristín segir að mögulega hafi dregið verulega út gosinu. Sérfræðingar þurfa að bíða og sjá „Það er auðvitað ein sviðsmynd sem við erum að skoða. Að hugsanlega hafi dregið verulega úr framleiðslu á hrauni þarna og hugsanlega er eitthvað slíkt að fara að gerast en eins og ég segi þá er erfitt að spá í það. Virknin hefur verið kaflaskipt í þessu gosi og frá og með gærdeginum er greinilega eitthvað sem breytist og við verðum bara að bíða og sjá hvað það þýðir.“ Sérfræðingar Veðurstofunnar munu ekki fara að svæðinu í dag vegna þoku. „Það er orðið mjög erfitt að komast að gígnum því það er hraunbreiða þarna um allt en við munum auðvitað fylgjast vel með og nota fyrsta tækifærið til að fara þangað og skoða aðstæður en það er ekkert skipulagt í dag,“ sagði Kristín Jónsdóttir. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Samfelldur gosórói byrjaði aftur um tvö í nótt Gosóróinn í Fagradalsfjalli er hafinn á ný eftir stutt hlé í gærkvöldi. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðustu klukkustundirnar vegna lélegs skyggnis. 29. júní 2021 07:18 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Byrjunin á endanum? Páll Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands velti því fyrir sér í gærkvöldi hvort óróinn sem féll töluvert á níunda tímanum í gær væri byrjunin á endanum á gosinu í Geldingadölum. Vegna lélegs skyggnis í gærkvöldi, nótt og morgun hefur ekkert sést á vefmyndavélum fjölmiðla sem snúa að gosstöðvunum. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni segir erfitt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum. „Um miðjan dag í gær fellur óróinn og í gærkvöldi dettur hann mjög mikið niður. Það er dálítið erfitt fyrir okkur að túlka þessar breytingar í óróanum vegna þess að við hreinlega sjáum ekki svo mikið hvað er að gerast á gosstöðvunum. Það er þokuloft og verður næstu daga þannig að þokuloftið byrgir sýn á vefmyndavélunum og erfitt að sjá. En í nótt sást alveg að það er glóð þarna enn í gangi en það er auðvitað spurning hvað þetta þýðir og dálítið erfitt fyrir okkur að spá í það,“ sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Þokulofti er spáð á svæðinu næstu daga og verða jarðvísindamenn að bíða eftir að því létti til þess að geta áttað sig á stöðunni. Kristín segir að mögulega hafi dregið verulega út gosinu. Sérfræðingar þurfa að bíða og sjá „Það er auðvitað ein sviðsmynd sem við erum að skoða. Að hugsanlega hafi dregið verulega úr framleiðslu á hrauni þarna og hugsanlega er eitthvað slíkt að fara að gerast en eins og ég segi þá er erfitt að spá í það. Virknin hefur verið kaflaskipt í þessu gosi og frá og með gærdeginum er greinilega eitthvað sem breytist og við verðum bara að bíða og sjá hvað það þýðir.“ Sérfræðingar Veðurstofunnar munu ekki fara að svæðinu í dag vegna þoku. „Það er orðið mjög erfitt að komast að gígnum því það er hraunbreiða þarna um allt en við munum auðvitað fylgjast vel með og nota fyrsta tækifærið til að fara þangað og skoða aðstæður en það er ekkert skipulagt í dag,“ sagði Kristín Jónsdóttir.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Samfelldur gosórói byrjaði aftur um tvö í nótt Gosóróinn í Fagradalsfjalli er hafinn á ný eftir stutt hlé í gærkvöldi. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðustu klukkustundirnar vegna lélegs skyggnis. 29. júní 2021 07:18 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Samfelldur gosórói byrjaði aftur um tvö í nótt Gosóróinn í Fagradalsfjalli er hafinn á ný eftir stutt hlé í gærkvöldi. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðustu klukkustundirnar vegna lélegs skyggnis. 29. júní 2021 07:18