Ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júní 2021 12:06 Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur og hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunnar ræddi um stöðuna í Geldingadölum í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Vísir/Vilhelm Jarðskjálftafræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum í Geldingadölum en þoka veldur því að sérfræðingar geta ekki farið að svæðinu í dag. Órói féll verulega í gærkvöldi sem gæti verið til marks um byrjunina á endanum á gosinu. Byrjunin á endanum? Páll Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands velti því fyrir sér í gærkvöldi hvort óróinn sem féll töluvert á níunda tímanum í gær væri byrjunin á endanum á gosinu í Geldingadölum. Vegna lélegs skyggnis í gærkvöldi, nótt og morgun hefur ekkert sést á vefmyndavélum fjölmiðla sem snúa að gosstöðvunum. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni segir erfitt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum. „Um miðjan dag í gær fellur óróinn og í gærkvöldi dettur hann mjög mikið niður. Það er dálítið erfitt fyrir okkur að túlka þessar breytingar í óróanum vegna þess að við hreinlega sjáum ekki svo mikið hvað er að gerast á gosstöðvunum. Það er þokuloft og verður næstu daga þannig að þokuloftið byrgir sýn á vefmyndavélunum og erfitt að sjá. En í nótt sást alveg að það er glóð þarna enn í gangi en það er auðvitað spurning hvað þetta þýðir og dálítið erfitt fyrir okkur að spá í það,“ sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Þokulofti er spáð á svæðinu næstu daga og verða jarðvísindamenn að bíða eftir að því létti til þess að geta áttað sig á stöðunni. Kristín segir að mögulega hafi dregið verulega út gosinu. Sérfræðingar þurfa að bíða og sjá „Það er auðvitað ein sviðsmynd sem við erum að skoða. Að hugsanlega hafi dregið verulega úr framleiðslu á hrauni þarna og hugsanlega er eitthvað slíkt að fara að gerast en eins og ég segi þá er erfitt að spá í það. Virknin hefur verið kaflaskipt í þessu gosi og frá og með gærdeginum er greinilega eitthvað sem breytist og við verðum bara að bíða og sjá hvað það þýðir.“ Sérfræðingar Veðurstofunnar munu ekki fara að svæðinu í dag vegna þoku. „Það er orðið mjög erfitt að komast að gígnum því það er hraunbreiða þarna um allt en við munum auðvitað fylgjast vel með og nota fyrsta tækifærið til að fara þangað og skoða aðstæður en það er ekkert skipulagt í dag,“ sagði Kristín Jónsdóttir. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Samfelldur gosórói byrjaði aftur um tvö í nótt Gosóróinn í Fagradalsfjalli er hafinn á ný eftir stutt hlé í gærkvöldi. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðustu klukkustundirnar vegna lélegs skyggnis. 29. júní 2021 07:18 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Byrjunin á endanum? Páll Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands velti því fyrir sér í gærkvöldi hvort óróinn sem féll töluvert á níunda tímanum í gær væri byrjunin á endanum á gosinu í Geldingadölum. Vegna lélegs skyggnis í gærkvöldi, nótt og morgun hefur ekkert sést á vefmyndavélum fjölmiðla sem snúa að gosstöðvunum. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni segir erfitt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum. „Um miðjan dag í gær fellur óróinn og í gærkvöldi dettur hann mjög mikið niður. Það er dálítið erfitt fyrir okkur að túlka þessar breytingar í óróanum vegna þess að við hreinlega sjáum ekki svo mikið hvað er að gerast á gosstöðvunum. Það er þokuloft og verður næstu daga þannig að þokuloftið byrgir sýn á vefmyndavélunum og erfitt að sjá. En í nótt sást alveg að það er glóð þarna enn í gangi en það er auðvitað spurning hvað þetta þýðir og dálítið erfitt fyrir okkur að spá í það,“ sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Þokulofti er spáð á svæðinu næstu daga og verða jarðvísindamenn að bíða eftir að því létti til þess að geta áttað sig á stöðunni. Kristín segir að mögulega hafi dregið verulega út gosinu. Sérfræðingar þurfa að bíða og sjá „Það er auðvitað ein sviðsmynd sem við erum að skoða. Að hugsanlega hafi dregið verulega úr framleiðslu á hrauni þarna og hugsanlega er eitthvað slíkt að fara að gerast en eins og ég segi þá er erfitt að spá í það. Virknin hefur verið kaflaskipt í þessu gosi og frá og með gærdeginum er greinilega eitthvað sem breytist og við verðum bara að bíða og sjá hvað það þýðir.“ Sérfræðingar Veðurstofunnar munu ekki fara að svæðinu í dag vegna þoku. „Það er orðið mjög erfitt að komast að gígnum því það er hraunbreiða þarna um allt en við munum auðvitað fylgjast vel með og nota fyrsta tækifærið til að fara þangað og skoða aðstæður en það er ekkert skipulagt í dag,“ sagði Kristín Jónsdóttir.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Samfelldur gosórói byrjaði aftur um tvö í nótt Gosóróinn í Fagradalsfjalli er hafinn á ný eftir stutt hlé í gærkvöldi. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðustu klukkustundirnar vegna lélegs skyggnis. 29. júní 2021 07:18 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Samfelldur gosórói byrjaði aftur um tvö í nótt Gosóróinn í Fagradalsfjalli er hafinn á ný eftir stutt hlé í gærkvöldi. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðustu klukkustundirnar vegna lélegs skyggnis. 29. júní 2021 07:18