Ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júní 2021 12:06 Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur og hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunnar ræddi um stöðuna í Geldingadölum í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Vísir/Vilhelm Jarðskjálftafræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum í Geldingadölum en þoka veldur því að sérfræðingar geta ekki farið að svæðinu í dag. Órói féll verulega í gærkvöldi sem gæti verið til marks um byrjunina á endanum á gosinu. Byrjunin á endanum? Páll Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands velti því fyrir sér í gærkvöldi hvort óróinn sem féll töluvert á níunda tímanum í gær væri byrjunin á endanum á gosinu í Geldingadölum. Vegna lélegs skyggnis í gærkvöldi, nótt og morgun hefur ekkert sést á vefmyndavélum fjölmiðla sem snúa að gosstöðvunum. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni segir erfitt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum. „Um miðjan dag í gær fellur óróinn og í gærkvöldi dettur hann mjög mikið niður. Það er dálítið erfitt fyrir okkur að túlka þessar breytingar í óróanum vegna þess að við hreinlega sjáum ekki svo mikið hvað er að gerast á gosstöðvunum. Það er þokuloft og verður næstu daga þannig að þokuloftið byrgir sýn á vefmyndavélunum og erfitt að sjá. En í nótt sást alveg að það er glóð þarna enn í gangi en það er auðvitað spurning hvað þetta þýðir og dálítið erfitt fyrir okkur að spá í það,“ sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Þokulofti er spáð á svæðinu næstu daga og verða jarðvísindamenn að bíða eftir að því létti til þess að geta áttað sig á stöðunni. Kristín segir að mögulega hafi dregið verulega út gosinu. Sérfræðingar þurfa að bíða og sjá „Það er auðvitað ein sviðsmynd sem við erum að skoða. Að hugsanlega hafi dregið verulega úr framleiðslu á hrauni þarna og hugsanlega er eitthvað slíkt að fara að gerast en eins og ég segi þá er erfitt að spá í það. Virknin hefur verið kaflaskipt í þessu gosi og frá og með gærdeginum er greinilega eitthvað sem breytist og við verðum bara að bíða og sjá hvað það þýðir.“ Sérfræðingar Veðurstofunnar munu ekki fara að svæðinu í dag vegna þoku. „Það er orðið mjög erfitt að komast að gígnum því það er hraunbreiða þarna um allt en við munum auðvitað fylgjast vel með og nota fyrsta tækifærið til að fara þangað og skoða aðstæður en það er ekkert skipulagt í dag,“ sagði Kristín Jónsdóttir. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Samfelldur gosórói byrjaði aftur um tvö í nótt Gosóróinn í Fagradalsfjalli er hafinn á ný eftir stutt hlé í gærkvöldi. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðustu klukkustundirnar vegna lélegs skyggnis. 29. júní 2021 07:18 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Byrjunin á endanum? Páll Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands velti því fyrir sér í gærkvöldi hvort óróinn sem féll töluvert á níunda tímanum í gær væri byrjunin á endanum á gosinu í Geldingadölum. Vegna lélegs skyggnis í gærkvöldi, nótt og morgun hefur ekkert sést á vefmyndavélum fjölmiðla sem snúa að gosstöðvunum. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni segir erfitt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum. „Um miðjan dag í gær fellur óróinn og í gærkvöldi dettur hann mjög mikið niður. Það er dálítið erfitt fyrir okkur að túlka þessar breytingar í óróanum vegna þess að við hreinlega sjáum ekki svo mikið hvað er að gerast á gosstöðvunum. Það er þokuloft og verður næstu daga þannig að þokuloftið byrgir sýn á vefmyndavélunum og erfitt að sjá. En í nótt sást alveg að það er glóð þarna enn í gangi en það er auðvitað spurning hvað þetta þýðir og dálítið erfitt fyrir okkur að spá í það,“ sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Þokulofti er spáð á svæðinu næstu daga og verða jarðvísindamenn að bíða eftir að því létti til þess að geta áttað sig á stöðunni. Kristín segir að mögulega hafi dregið verulega út gosinu. Sérfræðingar þurfa að bíða og sjá „Það er auðvitað ein sviðsmynd sem við erum að skoða. Að hugsanlega hafi dregið verulega úr framleiðslu á hrauni þarna og hugsanlega er eitthvað slíkt að fara að gerast en eins og ég segi þá er erfitt að spá í það. Virknin hefur verið kaflaskipt í þessu gosi og frá og með gærdeginum er greinilega eitthvað sem breytist og við verðum bara að bíða og sjá hvað það þýðir.“ Sérfræðingar Veðurstofunnar munu ekki fara að svæðinu í dag vegna þoku. „Það er orðið mjög erfitt að komast að gígnum því það er hraunbreiða þarna um allt en við munum auðvitað fylgjast vel með og nota fyrsta tækifærið til að fara þangað og skoða aðstæður en það er ekkert skipulagt í dag,“ sagði Kristín Jónsdóttir.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Samfelldur gosórói byrjaði aftur um tvö í nótt Gosóróinn í Fagradalsfjalli er hafinn á ný eftir stutt hlé í gærkvöldi. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðustu klukkustundirnar vegna lélegs skyggnis. 29. júní 2021 07:18 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Samfelldur gosórói byrjaði aftur um tvö í nótt Gosóróinn í Fagradalsfjalli er hafinn á ný eftir stutt hlé í gærkvöldi. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðustu klukkustundirnar vegna lélegs skyggnis. 29. júní 2021 07:18