Hafa lagt inn umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2021 09:50 Hvammsvirkjun verður staðsett í neðri Þjórsá, um fimmtán kílómetra neðan við Búrfellsstöð. Landsvirkjun Landsvirkjun hefur lagt inn umsókn hjá Orkustofnun um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði þá neðsta aflstöðin á Þjórsársvæðinu. Virkjunarleyfi er forsenda þess að síðar verði hægt að óska eftir framkvæmdaleyfi. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, greinir frá þessu í grein sem birtist á Vísi í morgun. Hann segir að undirbúningur Hvammsvirkjunar hafi staðið í áratugi, eins og gjarnt sé með virkjanir. „Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær verður sótt um leyfi til að hefja framkvæmdir við gerð hennar. Það gæti orðið á næsta ári, að því gefnu að virkjunarleyfi liggi þá fyrir.“ Tölvugerð mynd af Hvammsvirkjun.Landsvirkjun Alls eru sjö vatnsaflsvirkjanir í Þjórsá og þverám hennar – Tungnaá og Köldukvísl – og hafa þrjár virkjanir, Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, verið á teikniborðinu. Þörf á grænni orku Hörður nefnir í grein sinni að íslensk stjórnvöld hafi sett sér markmið sem kalli á aukna raforkuframleiðslu, þar sem Íslendingar ætli að vera búnir að losa sig við bensín og olíur árið 2050. „[En] það gerist ekki nema við höfum næga græna orku í staðinn. Raforkukerfið okkar er nánast fullnýtt og brýn nauðsyn að efla það enn frekar,“ segir Hörður. Landsvirkjun Á vef Landsvirkjunar segir að Hvammsvirkjun verði staðsett í neðri Þjórsá, um fimmtán kílómetra neðan við Búrfellsstöð. „Hún mun nýta 32 metra fall árinnar frá Yrjaskeri ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey ofan bæjarins Þjórsárholts. Vatni verður veitt inn í stöðvarhús í landi Hvamms en þaðan dregur virkjunin nafn sitt. Úr stöðvarhúsi fellur vatnið um jarðgöng, í frárennslisskurð og aftur út í farveg Þjórsár neðan við Ölmóðsey,“ segir um virkjunina. Hvammsvirkjun mun nýta 32 metra fall árinnar frá Yrjaskeri ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey ofan bæjarins Þjórsárholts.Loftmyndir.is Lón Hvammsvirkjunar heitir Hagalón og yrði um fjórir ferkílómetrar að flatarmáli. Hvammsvirkjun er hönnuð fyrir allt að 93 MW afl og verður árleg orkugeta allt að 720 GWst. Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tengdar fréttir Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá í bígerð á þessu og næsta ári Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá, sem nú eru í bígerð í tengslum við virkjanaframkvæmdir, gætu haft mikla þýðingu fyrir samgöngur og ferðaþjónustu í uppsveitum Suðurlands. Brú á móts við Árnes styttir vegalengdir um tugi kílómetra. 15. maí 2020 22:52 Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, greinir frá þessu í grein sem birtist á Vísi í morgun. Hann segir að undirbúningur Hvammsvirkjunar hafi staðið í áratugi, eins og gjarnt sé með virkjanir. „Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær verður sótt um leyfi til að hefja framkvæmdir við gerð hennar. Það gæti orðið á næsta ári, að því gefnu að virkjunarleyfi liggi þá fyrir.“ Tölvugerð mynd af Hvammsvirkjun.Landsvirkjun Alls eru sjö vatnsaflsvirkjanir í Þjórsá og þverám hennar – Tungnaá og Köldukvísl – og hafa þrjár virkjanir, Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, verið á teikniborðinu. Þörf á grænni orku Hörður nefnir í grein sinni að íslensk stjórnvöld hafi sett sér markmið sem kalli á aukna raforkuframleiðslu, þar sem Íslendingar ætli að vera búnir að losa sig við bensín og olíur árið 2050. „[En] það gerist ekki nema við höfum næga græna orku í staðinn. Raforkukerfið okkar er nánast fullnýtt og brýn nauðsyn að efla það enn frekar,“ segir Hörður. Landsvirkjun Á vef Landsvirkjunar segir að Hvammsvirkjun verði staðsett í neðri Þjórsá, um fimmtán kílómetra neðan við Búrfellsstöð. „Hún mun nýta 32 metra fall árinnar frá Yrjaskeri ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey ofan bæjarins Þjórsárholts. Vatni verður veitt inn í stöðvarhús í landi Hvamms en þaðan dregur virkjunin nafn sitt. Úr stöðvarhúsi fellur vatnið um jarðgöng, í frárennslisskurð og aftur út í farveg Þjórsár neðan við Ölmóðsey,“ segir um virkjunina. Hvammsvirkjun mun nýta 32 metra fall árinnar frá Yrjaskeri ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey ofan bæjarins Þjórsárholts.Loftmyndir.is Lón Hvammsvirkjunar heitir Hagalón og yrði um fjórir ferkílómetrar að flatarmáli. Hvammsvirkjun er hönnuð fyrir allt að 93 MW afl og verður árleg orkugeta allt að 720 GWst.
Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tengdar fréttir Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá í bígerð á þessu og næsta ári Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá, sem nú eru í bígerð í tengslum við virkjanaframkvæmdir, gætu haft mikla þýðingu fyrir samgöngur og ferðaþjónustu í uppsveitum Suðurlands. Brú á móts við Árnes styttir vegalengdir um tugi kílómetra. 15. maí 2020 22:52 Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44
Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá í bígerð á þessu og næsta ári Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá, sem nú eru í bígerð í tengslum við virkjanaframkvæmdir, gætu haft mikla þýðingu fyrir samgöngur og ferðaþjónustu í uppsveitum Suðurlands. Brú á móts við Árnes styttir vegalengdir um tugi kílómetra. 15. maí 2020 22:52
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun