Innlent

Sam­felldur gos­ó­rói byrjaði aftur um tvö í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
Hraun í Nátthaga.
Hraun í Nátthaga. Vísir/Vilhelm

Gosóróinn í Fagradalsfjalli er hafinn á ný eftir stutt hlé í gærkvöldi. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðustu klukkustundirnar vegna lélegs skyggnis.

Þetta segir Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Hún segir að smá hlé hafi orðið á samfelldum óróa frá 21:30 í gærkvöldi og fram yfir klukkan tvö í nótt.

„Það voru samt púlsar en rólegra á milli á bilinu frá hálf níu til tvö í nótt,“ segir Sigþrúður.

En óróinn er þá kominn aftur?

Já, en eins og ég segi þá sést ekkert á vefmyndavélum. Ég sá glóð í gærkvöldi, um miðnætti, þá rofaði aðeins til, en svo hefur ekki sést neitt síðan.“

Nokkur umræða skapaðist í gærkvöldi um hvort að gosinu í Fagradalsfjalli væri lokið í bili eftir að óróinn féll. Velti þannig Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, fyrir sér í færslu á Facebook hvort þetta sé byrjun á endinum á gosinu.


Tengdar fréttir

Gos­ó­róinn minnkar: „Byrjunin á endinum?“

Einhverjir hafa velt því fyrir sér í kvöld hvort eldgosinu við Fagradalsfjall sé lokið. Óróinn við gosstöðvarnar féll töluvert á níunda tímanum í kvöld og hefur verið á nokkurri niðurleið en hefur fundist að nýju þegar liðið hefur á kvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×