Clippers enn á lífi eftir stórleik George Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2021 07:30 Paul George keyrir að körfu Phoenix Suns en Devin Booker er til varnar. AP/Matt York Los Angeles Clippers eiga enn möguleika á NBA-meistaratitlinum í körfubolta eftir sigur gegn Phoenix Suns í úrslitum vesturdeildarinnar í nótt, 116-102. Phoenix gat klárað einvígið með sigri en er nú 3-2 yfir og neyðist til að fara aftur til Los Angeles til að spila sjötta leik einvígisins á miðvikudagskvöld. Clippers léku enn án Kawhi Leonard vegna meiðsla og miðherjinn Ivica Zubac missti af sínum fyrsta leik á tímabilinu, vegna hnémeiðsla. Paul George sá hins vegar til þess að Clippers landaði sigri og að möguleikinn á enn einni endurkomu liðsins væri áfram til staðar, en Clippers hefur lent 2-0 undir í öllum einvígum sínum til þessa. George skoraði 41 stig, þar af 20 í þriðja leikhlutanum, og Reggie Jackson bætti við 23. George hitti úr 15 af 20 skotum sínum, þar af þremur af sex utan þriggja stiga línunnar, og tók 13 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Paul George pours in a new #NBAPlayoffs career-high 41 PTS in the @LAClippers Game 5 win, dropping 30 in the 2nd half! #ThatsGame Making it a 3-2 PHX series lead, LAC forces Game 6 on Wednesday at 9pm/et on ESPN. pic.twitter.com/WSI8qxvruX— NBA (@NBA) June 29, 2021 „Ef að þeir áttu að vinna þessa seríu þá ætluðum við að láta þá hafa fyrir því. Þannig hugsum við. Við ætluðum ekki að leggjast í kör. Þeir þurfa að hafa fyrir því að vinna okkur,“ sagði George. Phoenix lenti mest 15 stigum undir í fyrri hálfleik en náði forystunni með þriggja stiga körfu frá Chris Paul í þriðja leikhluta, 62-61. Clippers skoruðu næstu tíu stig. Þannig svöruðu þeir áhlaupum Phoenix út leikinn og lönduðu sigri. Devin Booker var stigahæstur hjá Phoenix með 31 stig og Chris Paul skoraði 22 og átti átta stoðsendingar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira
Phoenix gat klárað einvígið með sigri en er nú 3-2 yfir og neyðist til að fara aftur til Los Angeles til að spila sjötta leik einvígisins á miðvikudagskvöld. Clippers léku enn án Kawhi Leonard vegna meiðsla og miðherjinn Ivica Zubac missti af sínum fyrsta leik á tímabilinu, vegna hnémeiðsla. Paul George sá hins vegar til þess að Clippers landaði sigri og að möguleikinn á enn einni endurkomu liðsins væri áfram til staðar, en Clippers hefur lent 2-0 undir í öllum einvígum sínum til þessa. George skoraði 41 stig, þar af 20 í þriðja leikhlutanum, og Reggie Jackson bætti við 23. George hitti úr 15 af 20 skotum sínum, þar af þremur af sex utan þriggja stiga línunnar, og tók 13 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Paul George pours in a new #NBAPlayoffs career-high 41 PTS in the @LAClippers Game 5 win, dropping 30 in the 2nd half! #ThatsGame Making it a 3-2 PHX series lead, LAC forces Game 6 on Wednesday at 9pm/et on ESPN. pic.twitter.com/WSI8qxvruX— NBA (@NBA) June 29, 2021 „Ef að þeir áttu að vinna þessa seríu þá ætluðum við að láta þá hafa fyrir því. Þannig hugsum við. Við ætluðum ekki að leggjast í kör. Þeir þurfa að hafa fyrir því að vinna okkur,“ sagði George. Phoenix lenti mest 15 stigum undir í fyrri hálfleik en náði forystunni með þriggja stiga körfu frá Chris Paul í þriðja leikhluta, 62-61. Clippers skoruðu næstu tíu stig. Þannig svöruðu þeir áhlaupum Phoenix út leikinn og lönduðu sigri. Devin Booker var stigahæstur hjá Phoenix með 31 stig og Chris Paul skoraði 22 og átti átta stoðsendingar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira