Clippers enn á lífi eftir stórleik George Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2021 07:30 Paul George keyrir að körfu Phoenix Suns en Devin Booker er til varnar. AP/Matt York Los Angeles Clippers eiga enn möguleika á NBA-meistaratitlinum í körfubolta eftir sigur gegn Phoenix Suns í úrslitum vesturdeildarinnar í nótt, 116-102. Phoenix gat klárað einvígið með sigri en er nú 3-2 yfir og neyðist til að fara aftur til Los Angeles til að spila sjötta leik einvígisins á miðvikudagskvöld. Clippers léku enn án Kawhi Leonard vegna meiðsla og miðherjinn Ivica Zubac missti af sínum fyrsta leik á tímabilinu, vegna hnémeiðsla. Paul George sá hins vegar til þess að Clippers landaði sigri og að möguleikinn á enn einni endurkomu liðsins væri áfram til staðar, en Clippers hefur lent 2-0 undir í öllum einvígum sínum til þessa. George skoraði 41 stig, þar af 20 í þriðja leikhlutanum, og Reggie Jackson bætti við 23. George hitti úr 15 af 20 skotum sínum, þar af þremur af sex utan þriggja stiga línunnar, og tók 13 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Paul George pours in a new #NBAPlayoffs career-high 41 PTS in the @LAClippers Game 5 win, dropping 30 in the 2nd half! #ThatsGame Making it a 3-2 PHX series lead, LAC forces Game 6 on Wednesday at 9pm/et on ESPN. pic.twitter.com/WSI8qxvruX— NBA (@NBA) June 29, 2021 „Ef að þeir áttu að vinna þessa seríu þá ætluðum við að láta þá hafa fyrir því. Þannig hugsum við. Við ætluðum ekki að leggjast í kör. Þeir þurfa að hafa fyrir því að vinna okkur,“ sagði George. Phoenix lenti mest 15 stigum undir í fyrri hálfleik en náði forystunni með þriggja stiga körfu frá Chris Paul í þriðja leikhluta, 62-61. Clippers skoruðu næstu tíu stig. Þannig svöruðu þeir áhlaupum Phoenix út leikinn og lönduðu sigri. Devin Booker var stigahæstur hjá Phoenix með 31 stig og Chris Paul skoraði 22 og átti átta stoðsendingar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Phoenix gat klárað einvígið með sigri en er nú 3-2 yfir og neyðist til að fara aftur til Los Angeles til að spila sjötta leik einvígisins á miðvikudagskvöld. Clippers léku enn án Kawhi Leonard vegna meiðsla og miðherjinn Ivica Zubac missti af sínum fyrsta leik á tímabilinu, vegna hnémeiðsla. Paul George sá hins vegar til þess að Clippers landaði sigri og að möguleikinn á enn einni endurkomu liðsins væri áfram til staðar, en Clippers hefur lent 2-0 undir í öllum einvígum sínum til þessa. George skoraði 41 stig, þar af 20 í þriðja leikhlutanum, og Reggie Jackson bætti við 23. George hitti úr 15 af 20 skotum sínum, þar af þremur af sex utan þriggja stiga línunnar, og tók 13 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Paul George pours in a new #NBAPlayoffs career-high 41 PTS in the @LAClippers Game 5 win, dropping 30 in the 2nd half! #ThatsGame Making it a 3-2 PHX series lead, LAC forces Game 6 on Wednesday at 9pm/et on ESPN. pic.twitter.com/WSI8qxvruX— NBA (@NBA) June 29, 2021 „Ef að þeir áttu að vinna þessa seríu þá ætluðum við að láta þá hafa fyrir því. Þannig hugsum við. Við ætluðum ekki að leggjast í kör. Þeir þurfa að hafa fyrir því að vinna okkur,“ sagði George. Phoenix lenti mest 15 stigum undir í fyrri hálfleik en náði forystunni með þriggja stiga körfu frá Chris Paul í þriðja leikhluta, 62-61. Clippers skoruðu næstu tíu stig. Þannig svöruðu þeir áhlaupum Phoenix út leikinn og lönduðu sigri. Devin Booker var stigahæstur hjá Phoenix með 31 stig og Chris Paul skoraði 22 og átti átta stoðsendingar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira