Átta holu umspil þurfti til á PGA mótaröðinni í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2021 16:02 Harris English virðir fyrir sér bikarinn eftir sigur sinn í nótt. AP/John Minchillo Bandaríkjamaðurinn Harris English fagnaði í nótt sigri á Travelers Championship á PGA mótaröðinni í golfi. English fór ekkert í felur með það að hann var þreyttur í höndunum eftir að hafa spilað 26 holur og alls í sex og hálfan tíma á lokadeginum. Það þurfti nefnilega átta holu bráðabana til að skera út um sigurvegara á mótinu og slíkt hefur aðeins gerst fimm sinnum í sögunni. Metið er reyndar ellefu holu umspil en þá, árið 1949, sættust menn á jafntefli því það var komið of mikið myrkur til að halda. Absolute theatre. @Harris_English birdies the eighth playoff hole to claim the @TravelersChamp. pic.twitter.com/3MmLjcqpI6— PGA TOUR (@PGATOUR) June 28, 2021 English og Kramer Hickok voru báðir á þrettán undir pari eftir 72 holur og því þurfti umspil. Þar gekk eins og áður sagði afar illa að fá sigurvegara þar sem þeir skiptust á að spila sautjándu og átjándu holuna. „Það var erfitt að halda einbeitingunni,“ sagði Harris English en bætti við: „Ég tek samt ofan fyrir honum fyrir góða baráttu,“ sagði English. .@Harris_English wins the @TravelersChamp in what ties the second-longest playoff in PGA Tour history. pic.twitter.com/KMkBYIlM2D— Golf Digest (@GolfDigest) June 28, 2021 Báðir spiluðu þeir fyrstu sjö holurnar á pari en á endanum setti English niður um fimm metra pútt og tryggði sér sigurinn. „Við vorum báðir að grínast með það að annar hvor okkur þyrfti nú að fara á ná fugli. Ég var í færi nokkrum sinnum en náði loksins að lesa það rétt,“ sagði English. Þetta var annar sigur English á þessu tímabili og sá fjórði á ferlinum á PGA-mótaröðinni. English náði að fylgja eftir flottri spilamennsku sinni á Opna bandaríska mótinu á dögunum þar sem hann náði þriðja sætinu. English fékk 1,368 milljónir dollara í verðlauna fé eða meira en 169 milljónir íslenskra króna. No need to apologize, @Harris_English. It was eight playoff holes of fun drama. pic.twitter.com/Pjx07zhsQf— PGA TOUR (@PGATOUR) June 28, 2021 Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
English fór ekkert í felur með það að hann var þreyttur í höndunum eftir að hafa spilað 26 holur og alls í sex og hálfan tíma á lokadeginum. Það þurfti nefnilega átta holu bráðabana til að skera út um sigurvegara á mótinu og slíkt hefur aðeins gerst fimm sinnum í sögunni. Metið er reyndar ellefu holu umspil en þá, árið 1949, sættust menn á jafntefli því það var komið of mikið myrkur til að halda. Absolute theatre. @Harris_English birdies the eighth playoff hole to claim the @TravelersChamp. pic.twitter.com/3MmLjcqpI6— PGA TOUR (@PGATOUR) June 28, 2021 English og Kramer Hickok voru báðir á þrettán undir pari eftir 72 holur og því þurfti umspil. Þar gekk eins og áður sagði afar illa að fá sigurvegara þar sem þeir skiptust á að spila sautjándu og átjándu holuna. „Það var erfitt að halda einbeitingunni,“ sagði Harris English en bætti við: „Ég tek samt ofan fyrir honum fyrir góða baráttu,“ sagði English. .@Harris_English wins the @TravelersChamp in what ties the second-longest playoff in PGA Tour history. pic.twitter.com/KMkBYIlM2D— Golf Digest (@GolfDigest) June 28, 2021 Báðir spiluðu þeir fyrstu sjö holurnar á pari en á endanum setti English niður um fimm metra pútt og tryggði sér sigurinn. „Við vorum báðir að grínast með það að annar hvor okkur þyrfti nú að fara á ná fugli. Ég var í færi nokkrum sinnum en náði loksins að lesa það rétt,“ sagði English. Þetta var annar sigur English á þessu tímabili og sá fjórði á ferlinum á PGA-mótaröðinni. English náði að fylgja eftir flottri spilamennsku sinni á Opna bandaríska mótinu á dögunum þar sem hann náði þriðja sætinu. English fékk 1,368 milljónir dollara í verðlauna fé eða meira en 169 milljónir íslenskra króna. No need to apologize, @Harris_English. It was eight playoff holes of fun drama. pic.twitter.com/Pjx07zhsQf— PGA TOUR (@PGATOUR) June 28, 2021
Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira