Cardi, sem hlaut verðlaunin fyrir myndband ársins fyrir W.A.P., kom fram á hátíðinni með Migos, tónlistarhóp eiginmannsins Offset, og staðfesti fregnirnar síðan á Instagram.
Cardi og Offset gengu í hjónaband í september 2017, sem hefur verið nokkuð stormasamt. Fregnir bárust af því í fyrra að þau hygðust skilja en sættir náðust um síðir.
Parið á fyrir dótturin Kulture Kiari, sem verður þriggja ára í júlí. Þá á Offset þrjú börn úr fyrri samböndum; Kaleu og Kody 6 ára og hinn 11 ára Jordan.