Ólafur Stígsson: „Flautað af þegar við erum komnir einir í gegn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. júní 2021 21:49 Ólafur Stígsson, aðstoðarþjálfari Fylkis, var hissa þegar dómari leiksins flautaði leikinn af í kvöld. Vísir/Daníel Ólafur Stígsson, aðstoðarþjálfari Fylkis, var bæði sáttur og súr með 1-1 jafntefli sinna manna gegn Val á Origo vellinum í kvöld. „Fyrstu viðbrögð strax eftir leik eru svekkelsi með síðustu sekúndurnar þar sem er flautað af þegar við erum komnir einir í gegn. Sérstaklega í ljósi þess að þegar þeir eru 1-0 yfir þá eru þeir heillengi að taka allar aukaspyrnur og öll horn og allt þetta. Mér fannst okkur refsað fyrir það í þessu tilviki“ sagði Ólafur en í lok leiksins var flautaði Helgi Mikael leikinn af eftir að Valsmenn höfðu tekið horn, því hreinsað frá og Djair Parfitt-Williams við það að sleppa einn í gegn. Fylkismenn reiddust mikið út í Helga og meðal annars fékk Ragnar Bragi, fyrirliði Fylkis, gult spjald. „Það eru tilfinningar í þessu og menn mega rífast aðeins. Það er bara jákvætt.“ sagði Ólafur. Fylkisliðinu tókst ekki að skapa sér mörg færi en gáfust ekki upp. Þeir uppskáru svo jöfnunarmark á 89. Mínútu. „Við hefðum kannski mátt skapa okkur örlítið fleiri færi. Mér fannst spilið úti á velli mjög gott hjá okkur og við erum að komast í ágætar stöður en vantar endapunktinn á þetta. Við skorum svo frábært mark sem Arnór Borg, sem er búinn að vera meiddur, kemur inn og setur þetta mark fyrir okkur.“ Fylkir eru sem stendur með 11 stig í 7.sæti deildarinnar. Ólafur hefði viljað vera með fleiri stig. „Við getum alveg litið á einhverja leiki þar sem við hefðum viljað fá fleiri stig en staðan er bara svona og við erum bara bjartsýnir. Þetta hafa verið núna þrír góðir leikir og vonandi heldur það áfram.” Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fylkir 1-1 | Fylkismenn sóttu stig á Hlíðarenda Valur og Fylkir skyldu jöfn í Pepsi Max deild karla í kvöld. Valsmenn gátu aukið forskot sitt í sjö stig á toppnum, en mark frá Arnóri Borg Guðjohnsen undir lokin sá til þess að liðin skiptu stigunum á milli sín. Lokatölur 1-1 og Valsmenn geta nagað sig í handabökin eftir þennan leik. 27. júní 2021 21:10 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð strax eftir leik eru svekkelsi með síðustu sekúndurnar þar sem er flautað af þegar við erum komnir einir í gegn. Sérstaklega í ljósi þess að þegar þeir eru 1-0 yfir þá eru þeir heillengi að taka allar aukaspyrnur og öll horn og allt þetta. Mér fannst okkur refsað fyrir það í þessu tilviki“ sagði Ólafur en í lok leiksins var flautaði Helgi Mikael leikinn af eftir að Valsmenn höfðu tekið horn, því hreinsað frá og Djair Parfitt-Williams við það að sleppa einn í gegn. Fylkismenn reiddust mikið út í Helga og meðal annars fékk Ragnar Bragi, fyrirliði Fylkis, gult spjald. „Það eru tilfinningar í þessu og menn mega rífast aðeins. Það er bara jákvætt.“ sagði Ólafur. Fylkisliðinu tókst ekki að skapa sér mörg færi en gáfust ekki upp. Þeir uppskáru svo jöfnunarmark á 89. Mínútu. „Við hefðum kannski mátt skapa okkur örlítið fleiri færi. Mér fannst spilið úti á velli mjög gott hjá okkur og við erum að komast í ágætar stöður en vantar endapunktinn á þetta. Við skorum svo frábært mark sem Arnór Borg, sem er búinn að vera meiddur, kemur inn og setur þetta mark fyrir okkur.“ Fylkir eru sem stendur með 11 stig í 7.sæti deildarinnar. Ólafur hefði viljað vera með fleiri stig. „Við getum alveg litið á einhverja leiki þar sem við hefðum viljað fá fleiri stig en staðan er bara svona og við erum bara bjartsýnir. Þetta hafa verið núna þrír góðir leikir og vonandi heldur það áfram.” Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fylkir 1-1 | Fylkismenn sóttu stig á Hlíðarenda Valur og Fylkir skyldu jöfn í Pepsi Max deild karla í kvöld. Valsmenn gátu aukið forskot sitt í sjö stig á toppnum, en mark frá Arnóri Borg Guðjohnsen undir lokin sá til þess að liðin skiptu stigunum á milli sín. Lokatölur 1-1 og Valsmenn geta nagað sig í handabökin eftir þennan leik. 27. júní 2021 21:10 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Fylkir 1-1 | Fylkismenn sóttu stig á Hlíðarenda Valur og Fylkir skyldu jöfn í Pepsi Max deild karla í kvöld. Valsmenn gátu aukið forskot sitt í sjö stig á toppnum, en mark frá Arnóri Borg Guðjohnsen undir lokin sá til þess að liðin skiptu stigunum á milli sín. Lokatölur 1-1 og Valsmenn geta nagað sig í handabökin eftir þennan leik. 27. júní 2021 21:10