Ómaklegt að fullyrða að ekkert hafi verið gert enda fjárframlög sjaldan verið meiri Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júní 2021 12:51 Katrín Jakobsdóttir segir að sjaldan hafi verið aukið jafn hressilega í heilbrigðiskerfið og á þessu kjörtímabili. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ómaklegt að fullyrða að ekkert hafi verið að gert innan heilbrigðiskerfisins, enda sé búið að stórauka fjárframlög til heilbrigðismála. Um þúsund læknar afhentu heilbrigðisráðherra nýverið áskorun um að bæta verulega stöðuna á Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu öllu. Læknar afhentu Svandísi Svavarsdóttur undirskriftalistann á miðvikudag en þar saka þeir stjórnvöld um langvarandi sinnuleysi innan heilbrigðiskerfisins. Katrín Jakobsdóttir var spurð út í málið í Sprengisandi í morgun, þar sem hún sgðist ekki geta tekið undir þær fullyrðingar að stjórnvöld hafi vanrækt heilbrigðiskerfið. „Tölurnar tala sínu máli. Við erum auðvitað búin að stórauka framlög til heilbrigðismála sem var það sem við sögðumst ætla að gera, bæði í fjárfestingar – og þá er ég að vitna í nýbyggingu Landspítalans sem var sett af stað á þessu kjörtímabili og hefur verið beðið eftir. Þetta voru læknar meðal annars að ræða um, aðstæður á Landspítala, og við verðum auðvitað einhvern tímann að fara af stað í slíka framkvæmd,” segir Katrín. „Ég er líka að tala um fjölgun hjúkrunarrýma sem er auðvitað stórmál en líka í rekstur þar sem fjármunir hafa verið auknir og við erum að sjá bæði aukningu í krónutölu en líka sem hlutfall af landsframleiðslu.” Katrín bendir á heilbrigðiskerfið sé viðvarandi verkefni og að það sé nú að koma út úr gríðarlegum álagstíma. Þá hafi til dæmis milljarði verið varið í geðheilbrigðismál á kjörtímabilinu, en að það se málaflokkur sem taki tíma að snúa við og breyta. „En hins vegar er það ómaklegt að segja að ekkert hafi verið gert, því ég held að staðreyndin sé sú að sjaldan hefur verið aukið jafn hressilega í heilbrigðismál og á þessu kjörtímabili.” Hún nefnir að heilsugæslan hafi verið stórefld, sem hafi verið liður í því að draga úr álagi á Landspítalanum, sem eigi að fást við alvarlegri tilfelli. „Það er búið að vera gríðarlegt álag á kerfinu og það tekur tíma að ná breytingum.” Landspítalinn Heilsugæsla Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Læknar afhentu Svandísi Svavarsdóttur undirskriftalistann á miðvikudag en þar saka þeir stjórnvöld um langvarandi sinnuleysi innan heilbrigðiskerfisins. Katrín Jakobsdóttir var spurð út í málið í Sprengisandi í morgun, þar sem hún sgðist ekki geta tekið undir þær fullyrðingar að stjórnvöld hafi vanrækt heilbrigðiskerfið. „Tölurnar tala sínu máli. Við erum auðvitað búin að stórauka framlög til heilbrigðismála sem var það sem við sögðumst ætla að gera, bæði í fjárfestingar – og þá er ég að vitna í nýbyggingu Landspítalans sem var sett af stað á þessu kjörtímabili og hefur verið beðið eftir. Þetta voru læknar meðal annars að ræða um, aðstæður á Landspítala, og við verðum auðvitað einhvern tímann að fara af stað í slíka framkvæmd,” segir Katrín. „Ég er líka að tala um fjölgun hjúkrunarrýma sem er auðvitað stórmál en líka í rekstur þar sem fjármunir hafa verið auknir og við erum að sjá bæði aukningu í krónutölu en líka sem hlutfall af landsframleiðslu.” Katrín bendir á heilbrigðiskerfið sé viðvarandi verkefni og að það sé nú að koma út úr gríðarlegum álagstíma. Þá hafi til dæmis milljarði verið varið í geðheilbrigðismál á kjörtímabilinu, en að það se málaflokkur sem taki tíma að snúa við og breyta. „En hins vegar er það ómaklegt að segja að ekkert hafi verið gert, því ég held að staðreyndin sé sú að sjaldan hefur verið aukið jafn hressilega í heilbrigðismál og á þessu kjörtímabili.” Hún nefnir að heilsugæslan hafi verið stórefld, sem hafi verið liður í því að draga úr álagi á Landspítalanum, sem eigi að fást við alvarlegri tilfelli. „Það er búið að vera gríðarlegt álag á kerfinu og það tekur tíma að ná breytingum.”
Landspítalinn Heilsugæsla Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira