Telja tilfinningalegt uppnám ekki eiga eftir að hjálpa Britney Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 27. júní 2021 12:45 Söngkonan Britney Spears er meðal annars neydd til þess að vera á getnaðarvörn. Það er því ekki að undra að tilfinningar hafi komið fram í ræðu hennar. AP/Chris Pizzello Bandarískir lögmenn telja að tilfinningalegt uppnám söngkonunnar Britney Spears í málflutningi sínum fyrir dómstólum í vikunni hafi ekki verið henni til hagsbóta. Britney var svipt frelsi sínu árið 2008 og var þetta í fyrsta skipti sem hún tjáði sig um málið fyrir rétti. „Þegar Britney talaði, þá hlustaði allur heimurinn. Það var ótrúlegt. En hvort dómarinn kaupi þetta og veiti henni sjálfræði, það held ég ekki,“ segir Peter Walzer, lögmaður sem sérhæfir sig í fjölskyldumálum. Í ræðu sinni talaði Britney af mikilli ástríðu um sjálfræðissviptinguna og nefndi meðal annars að hún væri neydd til þess að vera á getnaðarvörn án hennar vilja. Það er því ef til vill ekki að undra að tilfinningar hafi ráðið för í ræðu hennar. Ræða Britney skilaði sér til almennings á sannfærandi hátt og er óhætt að segja að allur heimurinn standi á bakvið hana. Aðdáendur Britney komu saman víða um heim á meðan réttarhöldin áttu sér stað.Getty/Rich Fury Það er þó hætt á því að ástríðan gæti haft öfug áhrif á dómstóla. Britney talaði afar hratt og var beðin um hægja á máli sínu oftar en einu sinni. Talaði opinskátt um tilfinningar sínar Lögmaðurinn David Glass segist hræddur um að ræða hennar hafi ekki hjálpað henni. „Orðin komu út úr henni eins og byssuskot. Hún flakkaði stöðugt á milli umræðuefna. Hún kvaðst vera þunglynd og sígrátandi. Ég er ekki sálfræðingur, en þetta bendir til þess að hún sé andlega veik.“ Lögmaðurinn Chris Melcher segir þetta vera ástæðuna fyrir því að lögmenn vilji ekki að umbjóðendur tali of mikið. „Við vitum hvað við eigum að segja og hvernig við eigum að segja það. Stundum kemur vitnisburður umbjóðenda í bakið á þeim og styður frekar mál gagnaðila.“ Þá telur hann að annars konar nálgun Britney hefði verið vænlegri til árangurs. Framkoma hennar hefði mátt vera yfirvegaðri og hún hefði mátt viðurkenna sín fyrri vandamál. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Biður aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“ Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur beðið aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“, á sama tíma og hún hafi þurft að þola að vera undir forræði föður síns sem hafi misnotað það vald sem honum var falið. 25. júní 2021 08:48 Britney segist hrædd við pabba sinn og vill sjálfræði Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni. 23. júní 2021 12:31 „Ég hef logið því að heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ Britney Spears tjáði sig í dag í fyrsta skipti opinberlega um líf sitt undir ákvörðunarvaldi föður síns frá því að hún var svipt sjálfræði árið 2008. Hún kom fyrir dómara í Los Angeles í dag í opnum réttarhöldum þar sem hún fer fram á að endurheimta sjálfræði sitt. 23. júní 2021 22:19 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira
„Þegar Britney talaði, þá hlustaði allur heimurinn. Það var ótrúlegt. En hvort dómarinn kaupi þetta og veiti henni sjálfræði, það held ég ekki,“ segir Peter Walzer, lögmaður sem sérhæfir sig í fjölskyldumálum. Í ræðu sinni talaði Britney af mikilli ástríðu um sjálfræðissviptinguna og nefndi meðal annars að hún væri neydd til þess að vera á getnaðarvörn án hennar vilja. Það er því ef til vill ekki að undra að tilfinningar hafi ráðið för í ræðu hennar. Ræða Britney skilaði sér til almennings á sannfærandi hátt og er óhætt að segja að allur heimurinn standi á bakvið hana. Aðdáendur Britney komu saman víða um heim á meðan réttarhöldin áttu sér stað.Getty/Rich Fury Það er þó hætt á því að ástríðan gæti haft öfug áhrif á dómstóla. Britney talaði afar hratt og var beðin um hægja á máli sínu oftar en einu sinni. Talaði opinskátt um tilfinningar sínar Lögmaðurinn David Glass segist hræddur um að ræða hennar hafi ekki hjálpað henni. „Orðin komu út úr henni eins og byssuskot. Hún flakkaði stöðugt á milli umræðuefna. Hún kvaðst vera þunglynd og sígrátandi. Ég er ekki sálfræðingur, en þetta bendir til þess að hún sé andlega veik.“ Lögmaðurinn Chris Melcher segir þetta vera ástæðuna fyrir því að lögmenn vilji ekki að umbjóðendur tali of mikið. „Við vitum hvað við eigum að segja og hvernig við eigum að segja það. Stundum kemur vitnisburður umbjóðenda í bakið á þeim og styður frekar mál gagnaðila.“ Þá telur hann að annars konar nálgun Britney hefði verið vænlegri til árangurs. Framkoma hennar hefði mátt vera yfirvegaðri og hún hefði mátt viðurkenna sín fyrri vandamál.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Biður aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“ Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur beðið aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“, á sama tíma og hún hafi þurft að þola að vera undir forræði föður síns sem hafi misnotað það vald sem honum var falið. 25. júní 2021 08:48 Britney segist hrædd við pabba sinn og vill sjálfræði Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni. 23. júní 2021 12:31 „Ég hef logið því að heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ Britney Spears tjáði sig í dag í fyrsta skipti opinberlega um líf sitt undir ákvörðunarvaldi föður síns frá því að hún var svipt sjálfræði árið 2008. Hún kom fyrir dómara í Los Angeles í dag í opnum réttarhöldum þar sem hún fer fram á að endurheimta sjálfræði sitt. 23. júní 2021 22:19 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira
Biður aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“ Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur beðið aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“, á sama tíma og hún hafi þurft að þola að vera undir forræði föður síns sem hafi misnotað það vald sem honum var falið. 25. júní 2021 08:48
Britney segist hrædd við pabba sinn og vill sjálfræði Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni. 23. júní 2021 12:31
„Ég hef logið því að heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ Britney Spears tjáði sig í dag í fyrsta skipti opinberlega um líf sitt undir ákvörðunarvaldi föður síns frá því að hún var svipt sjálfræði árið 2008. Hún kom fyrir dómara í Los Angeles í dag í opnum réttarhöldum þar sem hún fer fram á að endurheimta sjálfræði sitt. 23. júní 2021 22:19