Telja tilfinningalegt uppnám ekki eiga eftir að hjálpa Britney Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 27. júní 2021 12:45 Söngkonan Britney Spears er meðal annars neydd til þess að vera á getnaðarvörn. Það er því ekki að undra að tilfinningar hafi komið fram í ræðu hennar. AP/Chris Pizzello Bandarískir lögmenn telja að tilfinningalegt uppnám söngkonunnar Britney Spears í málflutningi sínum fyrir dómstólum í vikunni hafi ekki verið henni til hagsbóta. Britney var svipt frelsi sínu árið 2008 og var þetta í fyrsta skipti sem hún tjáði sig um málið fyrir rétti. „Þegar Britney talaði, þá hlustaði allur heimurinn. Það var ótrúlegt. En hvort dómarinn kaupi þetta og veiti henni sjálfræði, það held ég ekki,“ segir Peter Walzer, lögmaður sem sérhæfir sig í fjölskyldumálum. Í ræðu sinni talaði Britney af mikilli ástríðu um sjálfræðissviptinguna og nefndi meðal annars að hún væri neydd til þess að vera á getnaðarvörn án hennar vilja. Það er því ef til vill ekki að undra að tilfinningar hafi ráðið för í ræðu hennar. Ræða Britney skilaði sér til almennings á sannfærandi hátt og er óhætt að segja að allur heimurinn standi á bakvið hana. Aðdáendur Britney komu saman víða um heim á meðan réttarhöldin áttu sér stað.Getty/Rich Fury Það er þó hætt á því að ástríðan gæti haft öfug áhrif á dómstóla. Britney talaði afar hratt og var beðin um hægja á máli sínu oftar en einu sinni. Talaði opinskátt um tilfinningar sínar Lögmaðurinn David Glass segist hræddur um að ræða hennar hafi ekki hjálpað henni. „Orðin komu út úr henni eins og byssuskot. Hún flakkaði stöðugt á milli umræðuefna. Hún kvaðst vera þunglynd og sígrátandi. Ég er ekki sálfræðingur, en þetta bendir til þess að hún sé andlega veik.“ Lögmaðurinn Chris Melcher segir þetta vera ástæðuna fyrir því að lögmenn vilji ekki að umbjóðendur tali of mikið. „Við vitum hvað við eigum að segja og hvernig við eigum að segja það. Stundum kemur vitnisburður umbjóðenda í bakið á þeim og styður frekar mál gagnaðila.“ Þá telur hann að annars konar nálgun Britney hefði verið vænlegri til árangurs. Framkoma hennar hefði mátt vera yfirvegaðri og hún hefði mátt viðurkenna sín fyrri vandamál. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Biður aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“ Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur beðið aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“, á sama tíma og hún hafi þurft að þola að vera undir forræði föður síns sem hafi misnotað það vald sem honum var falið. 25. júní 2021 08:48 Britney segist hrædd við pabba sinn og vill sjálfræði Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni. 23. júní 2021 12:31 „Ég hef logið því að heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ Britney Spears tjáði sig í dag í fyrsta skipti opinberlega um líf sitt undir ákvörðunarvaldi föður síns frá því að hún var svipt sjálfræði árið 2008. Hún kom fyrir dómara í Los Angeles í dag í opnum réttarhöldum þar sem hún fer fram á að endurheimta sjálfræði sitt. 23. júní 2021 22:19 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira
„Þegar Britney talaði, þá hlustaði allur heimurinn. Það var ótrúlegt. En hvort dómarinn kaupi þetta og veiti henni sjálfræði, það held ég ekki,“ segir Peter Walzer, lögmaður sem sérhæfir sig í fjölskyldumálum. Í ræðu sinni talaði Britney af mikilli ástríðu um sjálfræðissviptinguna og nefndi meðal annars að hún væri neydd til þess að vera á getnaðarvörn án hennar vilja. Það er því ef til vill ekki að undra að tilfinningar hafi ráðið för í ræðu hennar. Ræða Britney skilaði sér til almennings á sannfærandi hátt og er óhætt að segja að allur heimurinn standi á bakvið hana. Aðdáendur Britney komu saman víða um heim á meðan réttarhöldin áttu sér stað.Getty/Rich Fury Það er þó hætt á því að ástríðan gæti haft öfug áhrif á dómstóla. Britney talaði afar hratt og var beðin um hægja á máli sínu oftar en einu sinni. Talaði opinskátt um tilfinningar sínar Lögmaðurinn David Glass segist hræddur um að ræða hennar hafi ekki hjálpað henni. „Orðin komu út úr henni eins og byssuskot. Hún flakkaði stöðugt á milli umræðuefna. Hún kvaðst vera þunglynd og sígrátandi. Ég er ekki sálfræðingur, en þetta bendir til þess að hún sé andlega veik.“ Lögmaðurinn Chris Melcher segir þetta vera ástæðuna fyrir því að lögmenn vilji ekki að umbjóðendur tali of mikið. „Við vitum hvað við eigum að segja og hvernig við eigum að segja það. Stundum kemur vitnisburður umbjóðenda í bakið á þeim og styður frekar mál gagnaðila.“ Þá telur hann að annars konar nálgun Britney hefði verið vænlegri til árangurs. Framkoma hennar hefði mátt vera yfirvegaðri og hún hefði mátt viðurkenna sín fyrri vandamál.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Biður aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“ Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur beðið aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“, á sama tíma og hún hafi þurft að þola að vera undir forræði föður síns sem hafi misnotað það vald sem honum var falið. 25. júní 2021 08:48 Britney segist hrædd við pabba sinn og vill sjálfræði Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni. 23. júní 2021 12:31 „Ég hef logið því að heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ Britney Spears tjáði sig í dag í fyrsta skipti opinberlega um líf sitt undir ákvörðunarvaldi föður síns frá því að hún var svipt sjálfræði árið 2008. Hún kom fyrir dómara í Los Angeles í dag í opnum réttarhöldum þar sem hún fer fram á að endurheimta sjálfræði sitt. 23. júní 2021 22:19 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira
Biður aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“ Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur beðið aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“, á sama tíma og hún hafi þurft að þola að vera undir forræði föður síns sem hafi misnotað það vald sem honum var falið. 25. júní 2021 08:48
Britney segist hrædd við pabba sinn og vill sjálfræði Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni. 23. júní 2021 12:31
„Ég hef logið því að heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ Britney Spears tjáði sig í dag í fyrsta skipti opinberlega um líf sitt undir ákvörðunarvaldi föður síns frá því að hún var svipt sjálfræði árið 2008. Hún kom fyrir dómara í Los Angeles í dag í opnum réttarhöldum þar sem hún fer fram á að endurheimta sjálfræði sitt. 23. júní 2021 22:19