Salas og Korda efstar fyrir lokahringinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júní 2021 23:01 Nelly Korda og Lizette Salas eru efstar fyrir lokahringinn. Hér eru þær ásamt Celine Boutier. Kevin C. Cox/Getty Images Lizette Salas og Nelly Korda eru jafnar í efsta sæti fyrir lokahring KPMG risamóts kvenna í golfi. Þær eru báðar 15 höggum undir pari, eða fimm höggum á undan næstu kylfingum. Salas spilaði þriðja hringinn á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari. Hún hefur raunar spilað alla þrjá hringina á 67 höggum og hefur sýnt mikinn stöðugleika. Korda endaði daginn á 68 höggum, eða einu höggi meira en Salas. Þrátt fyrir að spila fjórum höggum undir pari í dag náði hún ekki að fylgja eftir frábærum öðrum hring þar sem hún spilaði á 63 höggum, eða heilum níu höggum undir pari. Charley Hull, sem var í öðru sæti eftir fyrsta dag mótsins, hefur ekki náð að halda uppteknum hætti og er nú í 17. sæti eftir að hafa endað daginn tveim höggum yfir pari. Þrír kylfingar eru jafnir í þriðja sæti, fimm höggum á eftir Salas og Korda. Það eru þær Patty Tavatanakit, Giulia Molinaro og Celine Boutier. Það verður því ekki bara hart barist um sigur á mótinu, því þó að Salas og Korda hafi gott forskot á næstu kylfinga er þéttur pakki fyrir neðan þær. Bein útsending frá lokadeginum verður á Stöð 2 Golf og hefst hún klukkan 16:00 á morgun. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Salas spilaði þriðja hringinn á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari. Hún hefur raunar spilað alla þrjá hringina á 67 höggum og hefur sýnt mikinn stöðugleika. Korda endaði daginn á 68 höggum, eða einu höggi meira en Salas. Þrátt fyrir að spila fjórum höggum undir pari í dag náði hún ekki að fylgja eftir frábærum öðrum hring þar sem hún spilaði á 63 höggum, eða heilum níu höggum undir pari. Charley Hull, sem var í öðru sæti eftir fyrsta dag mótsins, hefur ekki náð að halda uppteknum hætti og er nú í 17. sæti eftir að hafa endað daginn tveim höggum yfir pari. Þrír kylfingar eru jafnir í þriðja sæti, fimm höggum á eftir Salas og Korda. Það eru þær Patty Tavatanakit, Giulia Molinaro og Celine Boutier. Það verður því ekki bara hart barist um sigur á mótinu, því þó að Salas og Korda hafi gott forskot á næstu kylfinga er þéttur pakki fyrir neðan þær. Bein útsending frá lokadeginum verður á Stöð 2 Golf og hefst hún klukkan 16:00 á morgun. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira